Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 15
95% greiddra atkvæða voru sammála uni að sameinast FSK og SSN. I’að er ósk mín til hins nýja félags og stjórnenda þess í komandi framtið að það eflist og verði þeirrar gæfu aðnjótandi að það starfi vel í þágu umbjóðenda sinna um ókomin ár og toppi árafjölda Öldunn- ar, sem eru 110 ár eins og áður var sagt. Lokaorð Árna Bjarna- sonar form. Félags skipstjórnarmanna Já, góðir félagsmenn i Félagi skip- stjórnarmanna. Nú er þessum formlega þætti lokið og nýja félagið okkar stað- reynd. Mikið verk er fram undan og ljóst Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan var stofnað í Reykjavík 7. október 1893 og því eitt allra elsta stéttarfélag landsins. Stofnendur voru um eða yfir 20, en ekki er vitað með vissu hve marg- ir þeir voru. Ásgeir Porsteinsson var hvatamaður að stofnun félagsins og fyrsti formaður þess. Félagsinenn gátu þeir orðið sem höfðu réttindi lil skipstjórnar lögum samkvæmt og hefur þetta ákvæði staðið síðan þá. Allir stofnendur Öldunn- ar voru yfirmenn á þilskipum. Meirihluti félagsmanna mun hafa starfað á á slíkum skipum fram á 2. tug síðustu aldar, en togaramönnum í hópnum fór þó fjölg- andi. Samþykkt var að stofna styrktarsjóð á vegum Öldunnar með lagabreytingu 1894. Margir styrkir voru veittir úr sjóðnum árlega allt frarn ylir heimsstyrj- öldina síðari, einkum til ekkna félags- manna og barna þeirra. Aldan markaði sér félagssvæði með stofnun sjóðsins, fé- lagsmenn skyldu búa við Faxaflóa. Petta hélst óbreytt í hálfa öld eða svo. Félagsstarf var blómlegl fyrstu áratug- ina, einkum yfir háveturinn, en þá sóttu þilskipin ekki sjó. Fundir voru oft haldn- ir vikulega þann tíma þar sem ýmis hags- niunamál skipstjórnarmanna voru rædd. Einnig voru fyrirlesarar oft fengnir til að fjalla um ákveðið efni á fundum. Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur var til dæm- is alloft gestur Öldumanna, en þeir að- stoðu hann mikið við rannsóknir. Aldan eignaðist félagsfána 1908. Öldumenn er að talsverðan tíma tekur að móta starf- serni félagsins og konta inálum í það horf sem stefnt er að. Allt sem lýtur að þjón- ustu við félagsmenn, skipulagi, fjármál- um og verkaskiptingu okkar sem koma til með að starfa fyrir félagið, öll eru þessi fjölþættu verkefni sem leysa þarf, heilmikil áskorun fyrir okkur, sem að því munum vinna. Mínar vonir standa til þess, að þegar lokið er meðgöngu, fæðingahríðum og bernskubrekum okkar nýja félags muni það sanna, með starfsemi sinni og þjón- ustu, að með stofunun þess hafi heilla- vænlegt skref verið stigið, til móts við framtíðina. Þakka ykkur kærlega fyrir komuna og segi þessurn tímamótafundi slitið. voru opnir fyrir nýjungum. Félagið reyndi að greiða fyrir því, að félagsmenn gætu kynnt sér nýjungar í veiðum og verkun erlendis og útvegaði í því skyni allmyndarlegan styrk 1905. Réttinda- og öryggismál Réttindamál skipstjórnarmanna hafa oftar verið rædd á fundurn félagsins en nokkur annar málaflokkur, ekki síst und- anþágur. I’að mál bar fyrst á góma 1904 og Aldan hefur alltaf talið rélt að miklar kröfur væru gerðar um menntun skip- stjórnarmanna og lagst gegn því að und- anþágur væru veittar. Það hefur þó stundum verið fallist á slíkt þegar menn með mjög langa starfsævi hafa átt í hlut. Öryggismál sjómanna voru oft á dag- skrá félagsfunda, þegar á fyrstu starfsár- um Öldunnar, ekki síst vita- og hafna- mál. Öldumenn hafa alltaf látið sig hafn- armál Reykjavikur varða og ástæða til að ætla að óbein áhrif félagsins á þessu sviði hafi verið mikil, enda flestir hafnsögu- rnenn verið Öldumenn og einnig rnargir fulltrúar í hafnarstjórn. Þá brugðust Öldumenn hart við í upphafi heimsstyrj- aldarinnar síðari og hófu baráttu fyrir tryggingamálum sjómanna í millilanda- siglingum og áhæltuþóknun þeirn til handa. Einnig var reynt að auka öryggi nianna í þessum siglingum. Félagssvæðinu breytt Lögum Öldunnar var breytt 1943 og mönnum utan Faxanóasvæðisins heimil- STJÓRN OG NEFNDIR FS 2004 til 2008 Formaður : Árni Bjarnason, Akureyri. Varaformaður: Magnús Harðarson, Kópavogi. Ritari : Guðlaugur Jónsson, Seltjarnarnesi. Aðrir stjórnarmenn: Aðalsteinn Valdimarsson, Eskifirði. Arngrímur Brynjólfsson, Akureyri. Auðunn Fr. Kristinsson, Reykjavík. Árni Sverrisson, Reykjavík. Björn Ármannsson, Höfn. Eiríkur Jónsson, Akranesi. Guðjón Guðjónsson, Skagaströnd. Ómar Karlsson, Reykjavík. Sigurður Þórarinsson, Slykkishólmi. Víðir Benediktsson, Akureyri. Varamenn : Árbjörn Magnússon, Eskifirði. Guðmundur Haraldsson, Reykjavík. Guðmundur Jónsson, Hafnarfirði. Gunnar Gunnarsson, Reykjavík. Páll Steingrímsson, Akureyri. Reynir Benediktsson, Hafnarfirði. Stjórn Styrktar- og sjúkrasjóðs: Guðjón Ebbi Sigtryggsson, Kópavogi. Gujón Petersen, Reykjavík. Halldór Almarsson, Garðabæ. Sigurður Óskarsson, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Guðjón Ármann Einarsson, Reykjavík. Farmanna- og varðskipasvið Guðjón Pelersen, Reykjavík. Norðurlandsskrifstofa, félagaskrá og innheimtusvið Guðmundur Steingrímsson, Akureyri. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan Stofnað fyrir 110 árum Sjómannablaðið Víkingur -

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.