Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 46
Sjötta starfssári Sjávarútxegsskólans lokið Hefur útskrifað 84 nemendur Frá útskrifthmi Nú hefur 6. árgangur Sjávarútvegs- skóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna verið útskrifaður. Skólinn er að mestu leyti fjármagnaður með framlögum ís- lands til marghliða þróunaraðstoðar. Sér- staða skólans felst í nánu sambýli við rannsóknarstofnanir sjávarútvegsins. Hafrannsóknastofnunin rekur skólann í nánu samstarfi við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Háskóla íslands, Háskól- ans á Akureyri og fleiri stofnana og fyrir- tækja í sjávarútvegi. Skólinn býður upp á sex mánaða nám og starfsþjálfun fyrir fagfólk og sérfræð- inga frá þróunarlöndunum og löndum fyrrum lýðvelda Sovétríkjanna. Áhersla er lögð á einstaklingsmiðað nám sem nýtist nemendum i starfi heima fyrir. Nemendur eru frá löndum sem sýnt hafa sérstakan áhuga á samstarfi við íslend- inga á svið sjávarútvegs eða sóst eftir að- stoð. Þeir eru sérstaklega valdir með til- liti til þeirra áherslna sem stofnanir þeirra um þróun til næstu ára og miðað er við að gefa hóp fagfólks frá hverju landi tækifæri til að stunda nám hér á nokkurra ára tímabili. Núna útskrifuðust 22 nemendur frá 15 löndum, þar af 6 konur, en til þessa hafa þá alls lokið námi við skólann 84 ein- staklingar frá 20 löndum, þar af 27 kon- ur. í hópnum eru meðal annars þrír nemendur sem taka þátt í verkefnum Þróunarsamvinnustofnunar í Namibíu, Malawi og Uganda. Á fyrstu sex árum skólans hafa alls 9 manns frá Uganda lokið námi og 7 frá Mósambíkk, Kúbu og Víetnam. Á siðasta ári var sú nýbreytni í starf- semi skólans að þróað var námskeið fyrir verkstjóra i fiskvinnslum í Víetnam, í samvinnu við tvo þarlenda háskóla, þar sem meðal annar komu að fyrrum nem- endur skólans. Því verkefni er nú að ljúka. Gert er ráð fyrir að framhald verði á slíkri starfsemi, en með slíkum nám- skeiðum er lögð aukin áhersla á að sú þekking og færni sem nemendur skólans öðlast hér á landi nýtist í heimalöndun- um. Unt leið styrkir þessi starfsemi enn frekar stoðir skólans og fagþekkingu þeirra sem taka þátt i kennslunni. Góð samvinna Þessu sinni skiptust nemendur í fjög- ur mismunandi svið sérhæfingar, þ.e. gæaðastjórnun í meðhöndlun fisks og vinnslu, veiðitækni, veiðistjórnun og mótun nýtingarstefnu, og loks umhverf- isfræðum. Að loknum sex vikna inn- gangsnámskeiði og fimm vikna sérnámi taka við verkefni sem unnin eru í nánu samstarfi við leiðbeinendur. Verkefnin voru ýmist sótt í viðfangsefni innan- lands, eða byggðu á gögnum sem nem- endur komu með eða fengu send að heiman. í náminu er mikið lagt upp úr því að neinendur kynnist vel starfsemi og starfsfólki stofnana og fyrirtækja og að þau verði huti af því fagumhverfi sem þau starfa í þá sex mánuði sem þau dvelja hérlendis. í náminu er einnig lagt mikið upp úr því að nemendur kynnist starfsemi fyrir- tækja, stofnana og annarra aðila i sjávar- útvegi, í tengslum við fræðilega umfjöll- un og verkefni. Afgerandi fyrir staðsetn- ingu Sjávarútvegsskólans hér á landi var einmitt það góða orðspor sem fer af ís- lenskum sjávarútvegi. Á þessurn tíma- mótum vill Sjávarútvegsskólinn koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra fjöl- mörgu aðila sem komið hafa að starfsem- inni. Án góðrar samvinnu er ekki hægt að standa undir þeim væntingum sent til skólans eru gerðar. Jákvæð viðbrögð og góður vilji allra sem leitað hefur verið til er mikil hvatning til að þróa þessa starf- semi og efla hana enn frekar á komandi árum. 46 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.