Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 18
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan Stofnað af 24 skipstjórum 1921 Þann 16. október 1921 var haldinn fundur í þinghúsi ísafjarðar til að koma á fót skipstjórafélagi. Tillaga þar um var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, en 18 skipstjórar voru mættir til fundarins. Nefnd var sett á laggirnar til að semja lög fyrir félagið og koma með tillögur um nafn á það. Þremur dög- um siðar var aftur haldinn fundur, í þetta sinn í Skipstjórafélaginu Bylgjunni. Lög HD 10/25 Háþrýstidælur Fjölbreytt úrval fylgihluta . HD 895 HD 1090 Snunmgsdiskur ,¥rlr 9Ó" HD 650 RAFVER HF Ending og þjónusta SKEIFAN 3E-F - 108 REYKJAVIK SÍMI 581 2333/581 2415 RAFVER@RAFVER.IS - WVW.RAFVER.IS félagsins voru samþykkt með undirskrift þeirra 24 manna sem voru á fundinum og teljast þeir stofnendur Bylgjunnar. Samkvæmt 3. grein laganna áttu þeir ein- ir rétt til að vera meðlimir sem; „hafa skipstjóraréttindi ef þeir jafnframt eru starfandi skipstjórar.” Undanþágur voru þó heimilar. Magnús Vagnsson var kjör- inn fyrsti formaður Bylgjunnar. Starf félagsins fór vel á stað og fundir tíðir. Skipuð var dagskrárnefnd í lok hvers fundar til að koma með tillögur að um- ræðuefni hins næsta og voru menn iðnir við að skipa nefndir. En vegna mikilla á- falla útgerðarmanna á ísafirði varð útgerð þar fyrir miklum skakkaföllum og lá starf- semi Bylgjunnar niðri um fjögurra ára skeið. Félagið var síðan endurreist 1. febr- úar 1929 og hefur starfað óslitið síðan. Ýmis baráttumál Bylgjan var stofnuð sem hagsmunafé- lag skipstjóra og ýmis hagsmuna- og bar- áttumál komu til umræðu á fundum fé- lagsins. Má þar nefna veðurathuganir, innsiglinguna til ísafjarðar, hafnarmál og vörn landhelginnar úti fyrir Vestfjörðum. Einnig háði félagið harða baráttu fyrir sjómannafræðslu og að stofnaður yrði sjómannaskóli á ísafirði. Sjúkrasjóður Bylgjunnar var stofnaður 1930. Umræð- ur um réttindamálin hafa fylgt Bylgjunni allt frá upphafi og kjaramálin hafa að sjálfsögðu verið eilíft baráttumál og sama má segja um öryggismál sjómanna. Árið 1923 var félagið opnað stýri- mönnum en nafni þess var þó ekki breytt fyrr en 15 árum síðar, er því var breytt í Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan. Formaður Bylgjunnar við sameining- una í Félag skipstjórnarmanna er Skarp- héðinn Gíslason. Þegar Bylgjan átti 70 ára afmæli 1991 var gefið út veglegt afmælisrit og þetta stutta ágrip um félagið byggt á þeim heimildum. SÍRITAR • Litlir (17 mm þvermál) • Sterkir • Varanlegir • Ódýrir KæliVélarí KÆLIVÉLAVERKSTÆÐI • S; 587-4530 • F: 557-2412 • 18 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.