Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 26
Það eru margir sem hafa stundað sjóinn um lengri eða skemmri tíma, en síðan ákveðið að fá sér vinnu í landi við léttari störf og geta verið í daglegum samvistum við fjölskyldu sína. Einn þessara manna er Hilmar Vignir Guðmundsson sem vann á dýpkunarskipi og síðan við fiskveiðar. Rakel Guðmundsdóttir rœddi við Hilmar um störf hans til sjós en hann segist hafa verið óheillakráka Grálúðan bdt mig t nefið!' Hilmar Vignir Guðmundsson. Hilmar Vignir Guðmundsson er einn af þeim sem hafa upplifað ævintýri á sjónum. Hilmar hefur unnið við ýmislegt á lífsleiðinni og var meðal annars bæði á dýpkunarskipi og á togara í nokkur ár þegar hann var yngri. Hann er 37 ára fjölskyldufaðir í Kópavoginum og starfar í dag í álverinu í Straumsvik. Fyrir 15 árum stundaði hann nám í viðskipta- fræði við Háskóla íslands og kláraði þrjár annir þar. Náinn frændi Hilmars vann á dýpkunarskipi og þannig komst hann í kynni við starfið. Hilmar vann stundum með frænda sínum i afleysingum á dýpk- unarskipinu Reyni, en þá var verið að dýpka höfnina í Hafnarfirði. Innan tiðar kom upp sú staða að Hilmari var boðið það tækifæri að fara með skipinu kring- um landið og dýpka hafnir um allt land. Honum leist mjðg vel á þetta, hætti i há- skólanum á miðri önn 1989 og fór á vit ævintýranna. Bestu ár llfsins - Hvemig var að vera á dýpkunarskip- inu? „Þetta var mjög skemmtilegur tími, það var góður mórall og skemmtilegt starfsfólk. Ég fór hringinn um landið að dýpka hafnir fyrir stóra togara og það er frábært að kynnast landinu sinu á þenn- an hátt. Ég var alltaf að kynnast nýju fólki á nýjum stöðum og það var alltaf gaman. Við vorum flottir strákar, meira og minna ógiftir og vorum nýjir á hverj- um stað. Það má segja að þetta hafi verið bestu ár lífs míns, þetta var svo spenn- andi og skemmtilegt." - Var þetta mikil vinna? „Við vorum yfirleitt á 12 tíma vöktum um borð og svo fórum við í land og skemmtum okkur. En þetta var mikil vinna að sjálfsögðu, enda lyftum við okkur upp þegar við fengum hvíld. Þá fórum við á bar sem var nálægt höfninni sem við vorum að vinna en við bjuggum í rauninni um borð. Við vorum eins og villimenn, unnum mikið og bjuggum í þessum drulludalli. Þetta var samt gríð- arlegt ævintýri!" - Var mikið verið að skemtnta sér? „Það var aldrei fyllerí um borð en við leituðum að djammi þegar við komum í land. Það var ekkert annað hægt að gera. Við vorum ungir menn og vildum skemmta okkur. Við stoppuðum á hverj- um stað fyrir sig allt frá viku og upp í þrjá mánuði. Þetta var allt öðruvísi en að vera á togara, þar var maður stundum í mánuð í frystitúr. Maður fékk einn sólar- hring í hvíld fyrir hverja viku sem maður var á sjó. Þannig að ég fékk fjóra sólar- hringa í fri áður en ég fór svo út á sjó aftur.“ Blóð út um allt - Slasaðist þú einhvemtímann á sjónum? „ Já, ég var alltaf að slasa mig. Ég er mjög óheppinn hvað það varðar. Þegar við vorum að dýpka höfnina i Bolungar- vík þá fórum við til ísafjarðar á pöbb. Við strákarnir vorum að fá okkur bjór og slaka á í rólegheitunum. Svo þurfti ég að fara á klósettið og það var hilla fyrir ofan hlandskálina þar sem ég tyllti annarri hendinni á meðan ég lauk mér af. Fyrir aftan mig var einhver maður með drykkjulæti en ég þóttist ekki taka eftir því. Svo vissi ég ekki betur en að ölkrús- in hans var brotin á hillunni við hliðina á hendinni á mér. Glerbrotin fóru á kaf inn í höndina og það fór blóð út um allt klósettið, ég varð alveg brjálaður. Sam- starfsfélagarnir mínir hjálpuðu mér og ég fór beint upp á spítala. Á þessum tíma var bara saumað fyrir sárið og ekki rann- sakað neitt frekar. Ég var með umbúðir á hendinni og reyndi að vinna um borð mjög fljótlega eftir þetta. En þá tók ég eftir því að fingurnir voru eitthvað skrýtnir og virkuðu ekki. Viku seinna fór ég suður á spítala til að láta athuga þetta og þá kom í ljós að allar sinarnar voru í sundur. Ég þurfti að fara til sérfræðings og hann tengdi sinarnar saman, hann þurfti að tengja baugfingur og litla fingur á eina sin svo þeir puttar virka svolítið asnalega.“ - Varstu óheillakrákan um horð? 26 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.