Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Side 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Side 36
Heilsuhornið Inga Valborg Ólafsdóttir hjúkrunarfrœðingur Kransæðasjúkdómar - áhœttuþœttir Margra ára rannsóknir hafa sýnt að á- kveðin líkamseinkenni og lífsvenjur valda því að sumum er hættara við því að fá kransæðasjúkdóm en öðrum. Kallast þessir þættir áhættuþættir og eru nú níu þeirra þekktir. Áhættuþáttum er skipt í þrjá flokka: 1. Persónulegir þættir: Kyn, Erfðir, kyn- þáttur 2. Þættir tengdir lifnaðarháttum og und- irliggjandi sjúkdómsástandi, há blóð- fita, hár blóðþrýstingur, sykursýki 3. Þættir tengdir liðnaðarháttum, reyk- ingar, hreyfingarleysi, offita, streita Lítið er hægt að gera varðandi per- sónulegu þættina en hægt er að draga úr áhrifum hinna þáttanna. Með því að losa sig við áhættuþætti minnkar áhættan á frekari æðakölkun og jafnvel kransæða- stíflu. Ekki er æskilegt að ætla sér að breyta mörgum lífsvenjum í einu. Ef hætt er að reykja er óheppilegt að fara í megrun á sama tíma. Að taka á einum áhættuþætti getur haft jákvæð áhrif á annan. Þannig mun t.d.regluleg hreyfing leiða til þess að viðkomandi léttist en það hefur aftur áhrif á blóðþrýstinginn og blóðfituna. Reglubundin hreyfing dregur auk þess úr streitu og áhrifum hennar. Kyn Karlmönnum undir fimmtugsaldri er hættara við að fá kransæðasjúkdóma en konum á sama aldri. Það er m.a. vegna þess að konur hafa meira af HDL, góða kólesterólinu, sem verndar þær fyrir kransæðasjúkdómi meðan þær eru á barneignaraldri. Eftir tíðahvörf eykst tíðni kransæðasjúkdóma hjá konum verulega. Erfðir Ljóst þykir að líkur á kransæðasjúk- dómi liggja í erfðum. Lítið er hægt að gera í því annað en að draga enn frekar úr áhrifum annarra áhættuþátta. Hár blóðþrýstingur Hár blóðþrýstingur einn og sér eykur líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum, en hættan margfaldast ef viðkomandi reykir einnig, hefur hátt kólesteról og/eða er með sykursýki. Hár blóðþrýstingur getur varað í mörg ár án þess að viðkomandi finni fyrir því. Höfuðverkur getur verið einkenni um að blóðþrýstingur sé hár en oftast er hann án einkenna. Blóðþrýstingur er mælikvarði á kraft- inn sem hjartað þarf að beita til að dæla blóði um líkamann. Sá þrýstingur, sem hjartað beitir þegar það dregur sig saman (dælir), er kallaður slagþrýstingur eða efri mörk. Þegar hjart- að slakar á, milli samdrátta, fellur þrýst- ingurinn. Það er kallaður bilþrýstingur eða neðri rnörk. Blóðþrýstingur er einstaklingsbundinn og breytilegur yfir sólarhringinn. Þegar verið er að hlaupa, bera þunga hluti, klippa trén, fara í kalda sturtu, æs- ast eða reykja sígarettu, hækkar blóð- þrýstingurinn. Hann lækkar þegar slapp- að er af og er lægstur við svefn. Allt þetta er eðlilegt en þrýstingurinn er talinn of hár ef hann fer yfir ! 40/90 i hvíld við endurteknar mælingar. Ein mæling nægir ekki til að greina háþrýsting vegna þess hve breytilegur hann er, til þess þarf fleiri mælingar yfir ákveðinn tíma. Þegar blóðþrýstingurinn er hár eykst þrýstingurinn á slagæðaveggina og getur valdið skemmdum i þeim. Hár blóðþrýst- ingur eykur þannig líkurnar á æðakölk- un og þar með líkurnar á blóðtappa í hjarta (kransæðastiílu) eða heila. Hann hefur einnig skaðleg áhrif á nýrun og getur valdið hjartabilun. Ef blóðþrýstingurinn er hár þarf hjart- að að erfiða meira til að koma blóðinu um líkamann. Það getur hjartað venju- lega gert í mörg ár með því að vöðvinn þykknar og styrkist en með tímanum lætur hjartað undan álaginu. Einkenni þess er þungur hjartsláttur, mæði við áreynslu og bjúgur á fótum. Margar ástæður geta verið fyrir of háum blóðþrýstingi. Það gelur tengst erfðum og/eða verið afleiðing lífsvenja (lifnaðarhátta), t.d. kyrrsetu, offitu, lé- legs mataræðis og streitu. Oftar en ekki er orsökin ekki kunn. í flestum tilfellum er hægt að lækka blóðþrýstinginn með réttri meðferð og draga þannig úr hættu á líffæraskemmdum. Góð ráð til að halda blóðþrýstingi niðri: Fara reglulega í eftirlit. Halda kjörþyngd. Hætta að reykja. Stunda reglubundna hreyfingu. Draga úr spennu og streitu. Gæta hófs í saltneyslu. Gæta hófs í neyslu áfengis. Taka lyf skv. fyrirmælum læknis, ef við á. Forðast lakkris. Sykursýki Sykursýki eykur líkur á hjarta- og æða- sjúkdómum. Hægt er að draga úr þeim líkum með því að halda sjúkdómnum i skefjum. Sykursýki kemur vegna truflunar á sykurefnaskipt-um og einkennist af of miklu sykurmagni í líkamanum. Alvar- legur fylgikvilli sykursýki getur verið- myndun æðakölkunar. Til eru 2 tegundir sykursýki. Tegund 1 (áður kölluð insúlínháð sykursýki)grein- ist helst hjá ungu fólki. Tegund 2 (áður kölluð insúlínóháð eða fullorðinssykur- sýki) greinist oftast hjá fólki sem komið er yfir fertugt. Flestir í þeim hópi eru of þungir. Einkenni sykursýki eru þorsti, mikil þvaglát, þreyta, kláði við þvagrás, sjón- truflanir, pirringur í fótum o.fl. Ef þess- ara einkenna verður vart er æskilegt að láta athuga blóðsykurinn. Ef sykursýki er til staðar er nauðsyn- legt að reyna að endur-skapa það jafn- vægi á blóðsykrinum, sem hefur tapast. Það er hægt að gera með mataræði, hreyfingu og lyfjum. Mjög áríðandi er að halda kjörþyngd og forðast offitu. Reykingar Við reykingar eykst áhættan á kransæðastíflu. Hættan er álíka hjá þeim sem reykja vindla og þeim sem reykja sí- garettur. Við reykingar berst töluvert af hættu- legum efnum í líkamann. Eitt af þeim er

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.