Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 6
Þingmenn Frjálslynda flokksins hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um úttekt á stöðu íslenskra farskipa og er Sigurjón Þórðarson fyrsti flutnings- maður. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela fjármálaráðherra að skipa fimm manna nefnd til að kanna hvernig breyta megi skattareglum og öðr- um reglum sem lúta að útgerð vöruflutn- ingaskipa þannig að íslenskar útgerðir sjái sér hag í að sigla skipum sínum und- ir íslenskum fána með íslenskar áhafnir. Nefndinni verði falið að fara yfir núgild- andi reglur og reglur annarra þjóða og móta tillögur til að ná framangreindu markmiði. Nefndin skili tillögum fyrir 1. október 2004. í greinargerð með tillögunni segir meðal annars: Tillaga þessi miðar að því að íslensk skip sem sigla með vörur til íslands verði að nýju mönnuð íslenskum sjómönnum. Nú er svo komið að ekkert Frd athajnasvæði Samskipa. vöruflutningaskip siglir undir íslensku flaggi. Áhafnir flutningaskipanna eru ýmist skipaðar íslendingum að öllu leyti eða að hluta og stundum er jafnvel eng- inn íslendingur um borð. Ef frarn fer sem horfir mun íslendingum í áhöfn skip- anna fækka enn frekar og þeir jafnvel hverfa úr áhöfn. Sú þróun hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir sjálfstæða þjóð á eyju í miðju Atlantshafi að ráða ekki yfir þekk- ingu til þess að sigla með vörur til og frá landinu. Einnig skiptir miklu máli út frá mengunarsjónarmiðum, svo sem til að verja hrygningarsvæði nytjastofna, að þeir sem sigla við strendur landsins með hættulegan varning, t.d. olíu, séu stað- kunnugir. Ætla má að íslenskir sjómenn séu að jafnaði staðkunnugri en útlenskir sjómenn og þekki betur þær hættur sem ber að varast við strendur íslands. Norrænar þjóðir hafa farið ýmsar leiðir til þess að stuðla að því að flutn- ingaskip sigli undir sinum þjóðfána og sé ekki „flaggað út”. Það hefur hvatt fyrir- tæki til þess að „flagga skipunum” að með því hafa þau getað ráðið sjómenn frá þróunarríkjum á launum sem eru brot af launum norrænna sjómanna. Flutningsmenn þessarar tillögu telja sér- staklega áhugavert að skoða þá leið sem Svíar hafa farið, þ.e. að allir sjómenn eru ráðnir samkvæmt innlendum kjarasamn- ingum en skattgreiðslur af launum renna beint til útgerðarfyrirtækjanna í stað þess að renna í ríkissjóð. Sænska ríkið nýtur þess að sænskir ríkisborgarar eyða tekj- um sínum í landinu en erlendir sjómenn fara til heimalands sins með tekjur sínar. Kjarasamningar \ið LÍÚ iðræður í Staðan í samningaviðræðum við LÍÚ er sú, að aðilar hafa að und- anfömu setið fundi undir stjórn sáttasemjara. Mér finnst ganga ákaflega hægt svo ekki sé fastar kveðið að orði. Reyndari mennirnir segja að þetta sé með skárra móti ef hlutirnir eru bornir saman við fyrri reynslu. í öllu falli eru menn að hittast og reyna að velta upp leiðum sem hugsanlega gætu leitt til lausna,” sagði Árni Bjarnason, forseti FFSÍ, er Víkingur spurði frétta af gangi viðræðna við LÍÚ um nýjan kjara- samning. Farmanna- og fiskimanna- sambandið hafa samflot í viðræðunum. „Um er að ræða breytingar sem hefðu í för með sér að sjómenn yrðu á svipuðu róli og aðrar stéttir hvað varðar lífeyrsmál, orlofsréttindi og sjúkrasjóð svo eitthvað sé nefnt. Illa gengur að rjúfa gat á þetta rammgerða margumtalaða launaþak sem LÍÚ byggði á sínum tíma, en ég held þó að menn geri sér grein fyrir að einhverju verður að kosta til vilji menn ekki lenda í sama fúafeninu og í síðustu kjaradeilu. Margar greinar í kjarasamn- ingum eru börn síns tíma sem löngu er tímabært að færa til nútíðar. Þótt mér finnist ekkert ganga þá held ég að ó- tímabært sé á þessari stundu að vera með neinar stórar yfirlýsingar,” sagði Árni Bjarnason. 6 - Sjómannablaðið Víkingui

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.