Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Blaðsíða 20
Samningslausir og réttlausir - rækjuveiðar á Mexíkójlóa Gunnar Guðmundsson, Reykvíkingur og skipstjóri, rifjar upp fyrsta sjó- mennskuárið sitt vestan hafs en í apríl 1960 fluttist hann búferlum til Banda- ríkjanna þar sem hann býr enn. Sjá enn- fremur um Gunnar í 4 tbl. Víkings árið 2004, bls. 24. Gefum Gunnari orðið: Við vorum á Agli Skallagrímssyni, i vitlausu veðri vestur á Hala, þegar ég heyrði einn skipsfélaga minn tala um tvö laus skipspláss á Flóridaskaganum. Frank Henderson, sem hafði töluvert þjónustað íslensku skipin og ég þekkti af afspum, ætlaði að koma á laggirnar rækjuverksmiðju við Mexíkóflóann og vantaði sjómenn. Flórída. Maður lifandi, þangað vildi ég fara. Úti var lemjandi slagveður og skipið veltist á alla kanta en ég var í huganum kominn í sumarhita og á sandströnd. Maður gat þó ekki hlaupið við svo búið frá öllu. Ég átti lítinn snurvoðubát og varð að selja hann fyrst. Fyrir vikið fór félagi minn, Finnbjörn Guðmunds- son, á undan. Á endanum tókst að selja bátinn og ég hélt í víking með millilendingu í New York þar sem Frank tók mér opnum örmum og lét mig hafa símanúmer hjá umboðsmanni sínum í Flórída. Síðan var stokkið upp í böss og keyrt suðureftir í leit að umboðsmanninum sem öllu átti að redda. Hann hét Charlie og kom alveg af fjöll- um þegar ég hafði samband við hann og grennslaðist fyrir um rækjuverksmiðj- una. Nei, ég er enginn umboðsmaður fyrir Frank, sagði hann. Við þekktumst að vísu sem strákar. Annað var það nú ekki. Og ég hef ekki heyrt í Frank árum saman. Líklega ekki frá því við vorum guttar og lékum okkur saman. Þetta var þá allt saman haugalygi. Eng- in rækjuverksmiðja og engir rækjubátar, hvað þá skipspláss. En Charlie reyndist mér betri en eng- inn. Á hverjum degi fórum við niður á bryggju og töluðum við karlana. Og þar hitti ég Óla Olsen frá Noreg, gamlan sjó- hund. Hann hafði flust til Flórida frá stærstu fiskveiðihöfn Bandaríkjanna, Newbedford, sem er ekki fjarri Boston, og var eiginlega sestur í helgan stein en hafði keypt rækjubáta til að að hafa eitt- hvað að gera í ellinni. Óli átti tvo rækjubáta og réð mig á annan. Fyrst með tengdasyni sínum en síðan færði ég mig yfir á bátinn til Óla þar sem Finnbjörn var líka. Og þvílíkt hundalif. Þó var Óli ekki slæmur. Hann var þvert á móti fínasti karl og mér er ekki grun- laust um að við höfum þrátt fyrir allt not- ið betri kjara hjá honum en við hefðum gert hjá sumum starfsbræðrum hans. Við vorum þrír á, Óli og tveir hásetar. Báturinn var hrákasmíði og kojurnar báru síst af. I minni var til dæmis bolti einn mikill sem halda átti kojunni fastri við súðina en gaurinn hafði eitthvað gengið út - eða hafði kannski aldrei verið rekinn almennilega inn - og rakst því sí- fellt í bakið á mér. f tæpt ár svaf ég í samfélagi við þennan bolta og það voru ekki alltaf næðissamar stundir. Hitinn var líka mikill og enn meiri neðan þilja vegna þess að vélin lá fast að káetunni og var innangengt á milli. í veiðiferðum, sem stóðu venjulega í 7 til 10 daga, brugðum við oft á það ráð að fara með dýnurnar okkar upp á dekk og sofa þar en rækjan veiðist aðeins á nótt- unni. Engar græjur voru um borð að heitið gæti enda hefði það lítið stoðað, að minnsta kosti til að finna rækjuna sem á nóttunni lá grafin í botnleðju. En rækju- sjómennirnir við Mexíkóflóa voru löngu búnir að sjá við rækjunni og feluleikjum hennar. Við vorum alltaf með þrjú troll úti í einu, tvö stærri, sem við tókum inn á tveggja klukkustunda fresti, en það þriðja var lítið og dregið inn á fimmtán minútna fresti. Ef það hætti að gefa rækju var kippt og reynt á nýjum slóð- um. Fyrir framan trollin var komið fyrir keðju sem rótaði upp botninum og þá um leið rækjunni. Flóinn er eins og haf og marga daga höfðum við enga landsýn. Það var hins vegar erfitt að sleppa úr augsýn við alla olíuporpallana sem eru í flóanum en um eða yfir 5000 turnar og pumpustöðvar eru þar á víð og dreif. Einar tvær brenni- steinsnámur voru þarna líka, fylltar sjó svo þakið hryndi ekki niður. Miklar bryggjur voru við þær báðar en þar mátt- um við aldrei leggja upp að. Það var óneitanlega svolitið skrýtið fyrir sjómann norðan úr Ballarhafi að stunda rækjuveiðar í næsta nágrenni við risalappir olíuborpallanna. En þetta vandist fljótt. Gallinn við þessar veiðar var hins veg- ar óvissan um afkomuna. Engir samning- Gunnar ejtir fengsœlan Sjómannadag árið 1950. Tíu árum síðar Jluttist hann á suðlægari slóðir og lærði að ísa rœkju. „Við hrífuðum saman rækjuna og ísinn en mokuðum honum ekki yfir afl- ann í lögum eins og gert var heima. ” 20 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.