Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Blaðsíða 24
Ljósmyndakeppni sjómanna 2005 Aðstandendur keppninnar ásamt forseta FFSÍ. F.v Anja Moberg Svíþjóð, Erling-WiUy Isaksen Noregi, Sírpa Kittila Finnlandi, Arne Jörgensen Danmörku, Árni Bjarnason FFSÍ, Torbjörn Dal- nes Svíþjóð og Hilmar Snorrason Sjómannablaðinu Vílíing. Ifjórða sinn verður á vegum Sjómanna- blaðsins Víkings efnt til ljósmynda- keppni sjómanna. Það var árið 2002 sem ritstjórn Víkingsins ákvað að efna til ljós- myndakeppni meðal sjómanna og jafn- frarnt að óska eftir að vera með í norrænni keppni sjómanna sem árlega höfðu verið haldnar á milli Norðurland- anna að íslandi undanskildu. Undanfari Norðurlandakeppninnar eru landskeppn- ir þar sem 15 bestu myndirnar fara áfrarn í úrslitakeppnina. Mjög góð þátttaka var í síðustu keppni en Jón Páll Asgeirsson stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni hlaut fyrstu verð- laun fyrir mynd sína „Brimsigling” sem tekin var við Norðfjarðarhorn en sú mynd prýddi forsíðu fyrsta tölublaðs þessa árs. í norrænu keppninni komu þriðju og fjórðu verðlaun í hlut íslands en þriðja sætið hreppti Þorgeir Baldurs- son háseti á Sólbak og fjórða sætið kom í hlut Guðmundar Birkis Agnarssonar stýrimanns á skólaskipinu Sæbjörgu. Reglur keppninnar eru einfaldar. Það eina sem þarf til er að viðkomandi hafi verið í skiprúmi á síðustu árum og nægir ein ferð til að öðlast þátttökurétt. Mynd- irnar þurfa ekki að vera teknar um borð í skipum eða við sjóinn, allar myndir eru gjaldgengar. Myndirnar þurfa ekki heldur að vera frá yfirstandandi ári heldur geta menn kafað í ljósmyndasafnið sitt eftir efnileg- um myndum. Senda má inn myndir í hvaða formi sem er, á pappír, sem litskyggnu eða á stafrænu formi. Farið er fram á að staf- rænar myndir séu sendar á geisladiski í mestu gæðum. Ákjósanleg stærð mynda er 20x30 en þó ekki skilyrt. Allar ljósmyndir skulu merktar ljós- myndara. Ljósmyndarar eiga að láta stutta lýsingu fylgja hverri mynd þar sem henni er gefið nafn, sem og tíundað hvar og hvenær tekin. Hverjum ljósmyndara er heimilt að senda inn 15 myndir. Sjómannablaðið Víkingur áskilur sér rétt til að birta, án endurgjalds, hverja þá rnynd sem send er inn í keppnina. Sama á við urn birtingu mynda sem valdar verða í norrænu keppnina en þau nor- rænu sjómannablöð sent að keppninni standa áskilja sér einnig rétt til að birta myndirnar án endurgjalds. Ljósmynd Svíans Stefan Sjöblom sem komst í norrænu keppnina. 24 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.