Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Blaðsíða 45
lyktar. Nokkur íslensk skip hafa hafið notkun á XyRex í stað Ediksýru með góðum árangri, þar á meðal Hoffell SU á Fáskrúðsfirði, Beitir NK á Neskaupstað, Álsey VE i Vestmannaeyjum og Jón Kjartansson SU á Eskifirði. Nýjasta afurð XyRex er Prawn Fresh sem kemur í stað ýmissa aukaefna í rækju- og humarvinnslu, en PrawnFresh er fullkomlega náttúruleg vara sem m.a. er framleidd úr ýmsum jurtum og plönt- um. Búið er að gera verulega athyglis- verðar tilraunir í Skotlandi á rækju og hurnri þar sem sýnt hefur verið fram á virkni efnisins í stað hefðbundinna í- blöndunarefna. GÓÐUR ÁRANGUR AF MULTI- ICE VÍÐA UM HEIM „Við höfum fengið tækifæri til að sýna kosti Multi-Ice Fjölískerfisins við margar mjög ólíkar aðstæður víða um heim. Má þar t.d. nefna strútarækt í Suður Afríku það sem náðist fram allt að 10% nýting- araukning í vinnslu strútakjöts og geymsluþol þrefaldaðist og í hlýsjávar- rækjueldi í Mið-Austurlöndum þar sem við 6-földuðum hlutfall gæðarækju með Ísíell flist Höfum verið að auka þjónustuna - um allt land Isfell-Netasalan og Icedan hafa gengið í eina sæng og keypt Netagerðina Höfða á Húsavík, Veiðarfæragerð Hornafjarðar og Netagerðina Ingólf. Hið sameinaða fyrirtæki heitir ísfell ehf og rekur öfluga heildsölu fyrir sjávarútveg og fleiri grein- ar og netaverkstæði á sjö stöðum á land- inu undir nafninu, ísnet, auk útibús á Nýfundnalandi. Rík áhersla hefur verið lögð á vöruþró- un og nýjungar síðustu misserin og væri langt mál að lýsa þeim öllum. Við skul- um tæpa á fáeinum en á heimasíðu ís- fells, sent hefur nýlega verið uppfærð, er að finna ítarlegri upplýsingar. Slóðin er www.isfell.is. Tog- og dragnótaveiðar Varðandi togveiðar má t.d. nefna tveggja belgja trollin og ný síldar og kolmunnatroll. Nýjar og endurbættar út- gáfur af Morgére hlerunum hafa selst vel og verða kynntar sérstaklega á útisvæði sýningarinnar. Bridon tog- og snurpivír- arnir eru í öndvegi á bás ísfells enda njóta þeir greinilega áframhaldandi trausts skipstjórnar- og útgerðarmanna. Fulltrúar frá Bridon munu koma á sýn- inguna eins og áður. Meðal annarra nýj- unga sem ísfell kynnir á sýningunni er sjálfvirk nálaþræðingavél. Dragnótatógin frá Selstad í Noregi njóta mikilla vinsælda og markaðshlutur þeirra hefur sennilega aldrei verið eins hár og nú. Nýverið var hafin notkun á tveggja belgja dragnót, sem hönnuð var hjá ísneti. Notkun hennar hefur reynst vel og hún er augljóslega léttari í drætti. Bæði tógin og voðin verða kynnt ræki- lega á sýningunni. Línu- og netaveiðar Á þessu sviði er einnig margt á döf- inni. ísfell hefur hafið samstarf við bandaríska fyrirtækið Wright & McGill í Bandaríkjunum, sem framleitt hefur Eagle Claw öngla við góðan orðstír í 80 ár. Við erum stöðugt á höttunum eftir betri og ódýrari útgerðarvörum og Eagle Claw krókarnir hafa reynst vel og eru hagstæðir í verði. Sama má segja um sig- urnaglalínurnar, sem ísfell býður frá Sri Lanka og undanfarin misseri hefur Kyrrahafsmakríll bæst í beituflóruna, sem góður og aðeins ódýrari valkostur. Vörur frá Rapp verða til sýnis á básn- um. Spil og niðurleggjarar frá þeim hafa létt rnörg handtökin utn borð. Afgerandi reynsla er nú fengin á Super netin, sem framleidd eru sérstaklega fyrir ísfell og notkun þeirra fer jafnt vaxandi. Ekki er óliklegt að einhverjir vilji forvitnast nán- ar um þetta. Nótaveiðar Þátttaka ísfells í þjónustu við nóta- veiðiflotann jókst til muna með tilkomu ísnets verkstæðanna í Vestmannaeyjum og á Höfn í Hornafirði, enda eru þau meðal öflugustu nótaverkstæða landsins. Nýverið voru seldar þrjár vetrar- loðnunætur úr hinu vinsæla nótaefni frá King Chou ásamt lengingu fyrir eina nót svo að verkefnastaðan er mjög góð. Af- hending á þessurn verkum verður í janú- ar 2006. Fulltrúar King Chou og sérfræð- ingar ísnets verða á básnum til að kynna þessar vörur. ísfell/ísnet notar nær ein- göngu Vinycon nótaflot frá Chile og er eini söluaðili þessara flota á íslandi. haus í neytendapakkningar og náðum fratn gríðarlegum sparnaði í vinnsluferl- inu. Þá eru nokkur íslensk ferskfiskskip með Multi-Ice Fjölískerfi, stærsti ísfisk- togari Færeyinga og línu- og netabátar í Noregi. Með tilkomu nýju vélanna get- utn við ekki verið annað en bjartsýnir á framhaldið og okkur hlakkar til að takast á við ný og spennandi verkefni í framtíð- inni, með það að markmiði hér eftir sem hingað til, að auka verðmæti úr sjó á ör- uggan og umhverfisvænan hátt!“ Sagði Snæbjörn Tr. Guðnason hjá STG TRAD- ING Group að lokum. Rekstrar- og björgunarvörur ísfell hefur á undanförnum misserum verið að auka mjög úrval sitt af rekstrar- vörum og segja má að á þessari sjávarút- vegssýningu verði kynnt heildarlausn fyrirtækisins í rekstrarvörum. Alls kyns hífi- og festingarbúnaður, bindivélar, sjó- fatnaður og vettlingar, hnífar, verkfæri, skóflur, hreinsiefni, smurolíur, dælur, strigi o.m.fl. Það nýjasta er e.t.v. hin heimsþekkta gæðasmurolía frá Castrol. Cyklop bindivélar, sem reynst hafa vel í sjávarútvegi verða einnig kynntar sér- staklega á sýningunni. Tilboð ísfells um rekstrarleigu á björg- unarbátum, sem kynnt var í sumar, hefur vakið töluverða athygli. Sjávarútvegssýn- ingin er kjörinn vettvangur fyrir útvegs- menn að kanna þennan möguleika nán- ar. Nýr vörulisti Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að heildar-vörulista yfir allar vörur og þjónustu ísfells og ísnets. Vonir standa til að listinn verði kominn út fyrir opnun Sjávarútvegssýningarinnar svo hægt sé að kynna hann fyrir viðskipta- vinum. Flutningur í nýjar höfuðstöðvar ísfell hefur nýverið fest kaup á stórri fasteign við höfnina í Hafnarfirði, en Hafnarfjarðarhöfn er orðin ein helsta löndunar- og umskipunarhöfn á íslandi með sívaxandi þjónustu fjölmargra fyrir- tækja við útgerðaraðila. ísfell bætist nú í þennan hóp og telur staðsetninguna henta vel rekstri sínum og þjónustu við viðskiptavini. Á næstu mánuðum verður unnið að nauðsynlegum breytingum á húsnæðinu til að það henti þörfum ísfells. Kontið verður upp stórum rekkalager fyrir heildsölustarfsemina og aðstaða innrétt- uð fyrir söludeild fyrirtækisins. Fullkom- ið troll- og flottrollsverkstæði ísnets í Hafnarfirði verður einnig flutt í nýja hús- ið ásamt víraverkstæði. Flutningur á starfsemi ísfells í nýja húsnæðið er fyrir- hugaður í byrjun næsta árs. Sjómannablaðið Víkingur - 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.