Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Blaðsíða 34
Hampiðjan Alþjóðlegt tæknifyrirtæki í sókn Hampiðjan er rótgróið fyrirtæki sem allir íslendingar þekkja. Ekki er þó víst að hugmyndir fólks um fyrirtækið hafi fylgt eftir þeim miklu breytingum sem orðið hafa á starfsemi þess á undan- förnum árum. Hampiðjan hefur færst frá því að stunda hefðbundna framleiðslu veiðarfæra yfir í að þróa nýja veiðarfæra- tækni og lausnir fyrir sjávarútveginn. hetta birtist í því að öll grunnfram- leiðsla á garni og köðlum sem og neta- hnýting er komin úr landi. Hún fer fram í nýrri verksmiðju i Litháen og þangað er einnig verið að flytja starfsemi sem nú er í Portúgal. í Litháen munu frá og með næstu áramótum starfa um 250 manns í 20.000 fermetra verksmiðjuhúsnæði. Hér á landi er fyrst og fremst unnið að tækniþróun og markaðssetningu, auk þess sem fyrirtækið starfrækir netaverk- stæði í Örfirisey þar sem veiðarfærin eru sett saman. Jón Guðmann Pétursson forstjóri Hampiðjunnar segir í viðtali við Sjó- mannablaðið Víking að fyrirtækið eigi í alþjóðlegri samkeppni en sérstaða þess er fólgin í því að vera í senn með fram- leiðslu á mikilvægum grunneiningum veiðarfæra, svo sem netum og köðlum, og síðan með framleiðslu og sölu á full- búnum og sérhæfðum veiðarfærum. „Vaxandi hluti af sölu samstæðunnar er sala á einkaleyfisbundnum vörum. Einkaleyfin breyta viðhorfi þeirra sem þau eiga. Þeir vanda sig betur í grunn- vinnunni meðan verið að er þróa nýjar vörur og sækja um einkaleyfin. Þá eru menn viljugri til að fjárfesta í vöruþróun- inni ef þeir vita að hættan á því að ein- hverjir komi strax með eftirlíkingar er úr sögunni. Það skerpir afstöðu manna til vöruþróunar og mikilvægis hennar bæði fyrir Hampiðjuna og ekki síður við- skiptavini hennar," segir hann. Toghlerinn Opex verður helsta nýjungin í sýningarbás Hampiðjunnar á Sjávarútvegs- sýningunni í Kópavogi. Toghlerinn Opex Þessi stefnubreyting hefur gert Hamp- iðjunni kleift að bjóða fram heildarlausn- ir sem í vaxandi mæli eru bundnar einkaleyfum. „Þar erum við til dæmis að tala um Þantæknina setn við nefnum svo, nýja gerð af toghlerum, sérstakar útfærsl- ur á Dynex tógi og nýja gerð af neli.“ Þegar blaðamaður innir hann eftir þvi hvað Hampiðjan ælli að sýna gestum Sjávarútvegssýningarinnar nefnir hann til sögunnar nýjan toghlera sem hefur hlot- ið nafnið Opex. „Þessi hleri er að stærst- um hluta úr gerviefni sem hefur jafn- mikla hörku og stál, er afar kuldaþolið og hefur langtum minni sjóþyngd en stálhlerar. Fyrsta útgáfa hlerans er gerð fyrir flottroll og gerir þau auðveldari í drætti. Hlerinn hefur sama skverunar- kraft og 50-70% stærri stálhlerar sem leiðir til umtalsverðs sparnaðar í olíu- eyðslu. Hann gerir skipunum einnig kleift að draga trollið á meiri ferð og eyk- ur yfirferð þeirra. Við höfum gert prófan- ir með 7 fermetra hlera um borð í þrem- ur skipum og þeir hafa staðið fyllilega undir væntingum. Eitt þessara skipa er Svanur RE, sem hefur verið við síldveið- ar við Svalbarða. Við kynnum þessa hlera á sýningunni og erum reyndar þegar komnir í viðræður við stór útgerðarfyrir- tæki um sölu á þeim. Vandamálið með Opex hlerana er að vegna flókinnar framleiðsluaðferðar þá er afkastageta hennar takmörkuð,“ segir Jón Guðmann. Léttleikinn eftirsóttur Jón Guðmann bætir því við að þessi nýi hleri sé í takt við þann tíðaranda sem nú ríkir og ræðst ekki síst af ört hækk- andi olíuverði. „Verulegur hluti af orku- notkun skipanna er við að draga veiðar- færið - það er togvírana, hlerana og troll- ið - á eftir sér. Því er allt gert til þess að draga úr mótstöðu veiðarfæranna og gera þau léttari, meðal annars með því að nota þanefni, ofurtóg í stað víra, grennra en sterkara trollnet, gerviefni í hlera og þannig má áfram telja. Þróunarvinnan miðast öll við það þessi misserin,11 segir hann. Togveiðar eiga undir högg að sækja vegna hækkandi orkukostnaðar og það er einfaldlega skylda þjónustufyrir- tækis eins og Hampiðjunnar að vinna að krafti í mótvægisaðgerðum og koma frain með léttari veiðarfæri, sem fiska að minnsta kosti ekki síður og helst betur en eldri gerðir. Jón Guðmann bætir því við að staða fyrirtækisins sé góð og sóknarfæri víða. „Við erum með verkstæði víða um heim þar sem við setjum saman veiðarfæri og við finnum að það er styrkur að því að vinna með eigin framleiðsluvörur og eig- in tæknilausnir. Uppbygging samstæð- unnar gerir okkur kleift að stökkva inn í vöruþróunina á öllum stigum framleiðsl- unnar en sanrtímis því getum við haldið sölunni á einkaleyfisbundnunr lausnum alfarið innan hennar sem gerir samstæð- una eftirsóknarverðan samstarfsaðila,“ segir hann. Verkstæðin sem Hampiðjan og dóttur- félög starfrækja eru, auk þess sem er í Örfirisey, víða um land hérlendis, í Dan- mörku, á írlandi og Skotlandi, í Banda- ríkjunum, Namibíu, Kanada og á Nýja- Sjálandi. Auk þess starfrækir Hampiðjan sölufyrirtæki í Noregi. Hagur fyrirtækis- ins stendur traustum fótum víða urn heim enda hefur margt breyst frá því forðum daga þegar menn stóðu vaktina við netahnýtingar í Stakkholtinu í Reykjavík. -ÞH Hampiðjan er að reisa glœsilegt verksmiðjuhúsnœði í Litháen. 34 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.