Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Blaðsíða 44
NÝ K¥NSLÓÐ KMPAÍSVÉLA Nýlega kynnti fyrirtækið STG TRAD- ING ehf. til sögunnar þrjár stærðir af nýjum og fyrirferðarlitlum krapaísvél- um sem byggja á nýrri ísframleiðslu- tækni og gerir kleift að framleiða mjög lítil ísvélakerfi, sem þó framleiða 1. flokks Fjölískrapa til notkunar í alla mat- vælavinnslu til sjós og lands. Pessi nýja ísframleiðslutækni gerir kleift að fram- leiða Fjölískrapa beint úr sjó til kælingar á hráefni um borð í flestum stærðum og gerðum smábáta, en hingað til hafa krapakerfi sem fyrir eru á markaðnum einungis hentað til notkunar um borð í stærri bátum og skipum og til kælingar í landvinnslu oftast með mjög góðum ár- angri. Pessar isvélar framleiða frá 2,5t til lOt á sólarhring af 10-15% Fjölískrapa með náttúruvænni XyRex bakteríuvörn. Ein helsta sérstaða þessara nýju véla er lítil fyrirferð og rafmagnsnotkun en einnig er hægt að tengja vélarnar við lx220V eða 24V-DC straum, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Pessi nýjung verður að telj- ast til tíðinda í sjávarútveginum þar sem ekki hefur áður verið boðið uppá svo litl- ar og léttar krapaísvélar um borð í smá- báta eða í smærri vinnslur, sem framleitt geta krapa beint úr sjó eða saltblönduðu ferskvatni. Stærri vélar eru einnig í boði fyrir allar stærðir skipa, stærri báta og landvinnslur, en þær byggja einnig á þessari nýju ísframleiðslutækni sem er af nýrri kynslóð krapaísvéla. Pað er fyrirtækið STG Trading ehf. i Reykjavík sem er sölu- og framleiðsluað- ili þessarar nýju kynslóðar krapaísvéla, en fyrirtækið er einnig umboðsaðili XyRex Ltd. í Skotlandi sem framleiðir umhverfisvæna bakteriulausn Multi-lce Fjölískerfisins. 100% ÖRUGG OG UMHVERFIS- VÆN HEILDARLAUSN „Það er aðallega þrennt sem skiptir sköpum í að auka verðmæti úr sjó á full- komlega náttúrulegan og umhverfisvæn- an hátt, allt atriði sem ég tel að allir sem tengjast sjávarútvegi og fiskvinnslu á ein- hvern hátt geti verið sammála um; Rétt vinnuferli, rétt kæling og umhverfisvæn og árangursrík bakteríuvörn. Þessa þætti höfum við haft að leiðarljósi við þróun og hönnun á STG Fjölískerfinu allt frá 1999 og í dag er Multi-Ice Fjölískerfi okkar árangursrík og hagkvæm heildar- lausn sem sameinar alla þessa þætti og eykur auk þess verulega vinnuhagræð- ingu, hreinlæti í öllu vinnsluferlinu, lengir geymsluþol á afurðum og eykur verðmæti hráefnis.“ Segir Snæbjörn Tr. Guðnason framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins. „Pessi nýja kynslóð krapaísvéla sem við nú kynnum til sögunnar og munum sýna á íslensku Sjávarútvegssýningunni 2005, á eftir að stórauka vinnuhagræð- ingu og gæði á ferskum fiski um borð i smábátum, eins og Fjölískerfið hefur gert í stærri bátum og skipum frá 1999. Menn þurfa ekki lengur að byrgja sig upp af ís fyrir hverja veiðiferð og moka honum fram og til baka um borð. Smábátasjó- menn hafa oftar en ekki þurft að hætta í góðri veiði þegar gamli ísinn klárast og halda í land, á meðan Fjölískerfið fram- leiðir krapann beint úr sjó um borð og tryggir þannig bestu gæði í afla með hraðri og öruggri niðurkælingu á hverj- um tíma eftir þörfum hvers og eins.“ Segir Snæbjörn. MINNSTA KRAPAÍSVÉL í HEIMI ? „Við erum nokkuð vissir um að minnsta krapaísvélin sem við bjóðum í okkar línu, STG/MI-1002, er sú minnsta sinnar tegundar í heiminum. Hún vegur ekki nema 38 kg. og er á stærð við eldri gerðir 14 tommu sjónvarpstækja! Hún er einnig fyrsta krapaísvélin til notkunar í fiskibát sem hægt er að tengja beint við 24Volt en einnig er boðið uppá 220 volta tengingu ef óskað er. Það væri því hægt að taka hana með sér í land eftir hverja veiðiferð til kælingar í vinnsluferlinu til að auka nýtingarmöguleika vélarinnar en frekar. Hún getur framleitt allt að 2 til 2.5 tonn á sólarhring af 10 til 15% for- kælikrapa og er með innbyggðan forkæli- búnað fyrir allt að 10°C sjávarhita. ísvél- in heldur þannig fullum ísframleiðsluaf- köstum þótt sjávarhiti sé allt að 10°C.“ Segir Snæbjörn. „Það sem kannski best lýsir möguleikum þessar nýju tækni við krapaísframleiðsluna er að ísframleiðslu- eining minnstu ísvélarinnar sem við framleiðum í staðlaðri stærð, eða ís- generatorinn eins og hann er stundum kallaður, er einungis 15 sentimetrar að lengd og ekki nema 5 sentimetrar að innanmáli. ískristallinn í krapanum, eða míkró-ískristallinn, er einungis 1 micron að stærð eða aðeins um 1% af þykkt mannshárs! Þetta er líklega minnsti ískristall sem hægt er að framleiða í nokkru krapakerfi sem í boði er á mark- aðnum í dag og undirstrikar yfirburði þessarar tækni enn frekar, en gæði og notkunarmöguleikar ískrapans í kælingu og ísun fer mikið eftir stærð, eða smæð, ískristallsins í ískrapanum." KRAPI ÚR SKOSKU VÍSKÍ ! „Við erum með eina ísvél með jafnvel enn minni generator, eða einungis 7 sm. að lengd og 5 sm. að innanmáli sem búið er að nota töluvert. Meðal annars fórum við með hana með okkur á Sjávarútvegs- sýniguna í Glasgow í lok maí s.l. og framleiddum í henni þykkan Fjölískrapa alla 3 sýningardagana. Síðasta daginn á sýningunni brugðum við aðeins á leik og í stað þess að nota 3,5% salt i ísfram- leiðsluvatnið, blönduðum við fínasta skoska viskíi sem til var á staðnum (Famous Grouse) út í ísframleiðsluvatn- ið og framleiddum þykkan viskíkrapa ofan í mannskapinn. Petta var nú mest í gamni gert, en vakti mikla lukku og sýndi vel fjölbreytilega notkunarmögu- leika á þessari nýju ísframleiðslutækni. Pað er t.d. líka hægt að setja gosdrykki, ýmsa vökva og drykki í gegnum vélina og fá út silkimjúkan krapa. Við höfum átt í viðræðum við fjárfesta hér heima og erlendis sem sýnt hafa þessari nýju tækni mikinn áhuga fyrir ýmsar greinar matvælaframleiðslu. Helst vildum við halda megin starfsemi fyrirtækisins áfram hérlendis en enn sem komið er ekkert ákveðið í þeim efnum og verið að skoða marga spennandi kosti varðandi framhaldið." XYREX í ALLA VINNSLU - SÉRSTAKLEGA í ALLAN UPPSJÁVARFISK Ein af þeim nýjungum sem fyrirtækið mun kynna á íslensku Sjávarútvegssýn- ingunni, er XyRex bakteríuvörn. Petta er umhverfisvæn og öflug vara sem vinnur hratt og örugglega á flestum óæskilegum bakteríum og jafnvel vírusum í allri mat- vælaframleiðslu, án þess að skaða mann- skapinn eða tæra búnað, hráefni og lest- ar. Vinnur t.d. á Lysteríu og öðrum skæðum bakteríum og vírusum sem eru til vandræða í fiskvinnslu og öðruin mat- vælaframleiðslufyrirtækj um. XyRex er boðið með Multi-Ice Fjölis- kerfinu sem besti fáanlegi umhverfisvæni kosturinn í bakteríuvörnum í dag. XyRex er t.d. notað í dag við veiði og vinnslu á öllum uppsjávarfiski á írlandi og f Færeyjum með mjög góðum árangri. í Kolmunna hefur XyRex skilað sérlega góðum árangri við að drepa bakteríur í stað þess að halda bakteríunum „sof- andi“ með Ediksýru. Sýran er auk þess mjög hættuleg fyrir starfsfólk og er ætandi fyrir skip og allan búnað sem hrá- efnið er i snertingu við allt vinnsluferlið. XyRex er auk þess um 20-25% ódýrara lausn samanborið við Ediksýru fyrir t.d. kolmunna en heldur jafnframt lestum, kælitönkum, RSW kerfum og öðrum búnaði í ferlinu alveg hreinum og án 44 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.