Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Blaðsíða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Blaðsíða 50
Gunnar Larsen, framkvœmdastjóri Kælismiðjunnar Frosts (t.h.), og Guðmundur Hannesson, sölustjóri. Kcelismiðjan Frost: Sérhæfing í uppbyggingu og kœli- ogfrystikerfum þjónustu á Kælismiðjan Frost er stærsta fyr- irtæki landsins í uppbyggingu og þjónustu á kæli- og frystikerfum í útgerðar- og matvælaframleiðslu- fyrirtækjum. Kælismiðjan Frost, sem er dótturfyrirtæki Stáltaks, var stofnað árið 1993 og hjá því starfa tuttugu og tveir starfsmenn, þar af sextán á Akureyri, þar sem eru höfuðstöðar fyrirtækisins, og sex í starfsstöð fyrirtækisins í Garðabæ. Á tveimur stöðum á landinu „Kælismiðjan Frost er fyrst og fremst þjónustu- og verktökufyrirtæki fyrir kæli- og frystiiðnaðinn. Við veitum sér- fræðiþjónustu, tækniráðgjöf og heildar- lausnir á þessu sviði. Burðarásinn i rekstri fyrirtækisins eru verkefni tengd sjávarútvegi, en einnig þjónustum við aðra matvælaframleiðendur svo sem kjöt og mjólkuriðnaðinn segir Gunnar Larsen, nýráðinn framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frosts, en hann tók við því starfi af Gauta Hallssyni í júlí sl. 1 Garðabæ er þjónustudeild og starfs- menn þar eru bæði í þjónustu- og upp- setningarverkefnum. „Vaxandi þáttur í starfsemi fyrirtækisins er þjónusta við verslanir og smásöluaðila. Við önnumst fjarvöktun og rekstur á kælibúnaði - mjólkurkælum, kæli- og frystiborðum - í fjölda verslana. í það heila hygg ég að við sjáum um slíkt eftirlit hjá um hundrað aðilum um allt land og ég tel að þessi þáttur í rekstri Kælismiðjunnar Frosts eigi eftir að stækka," segir Gunnar Larsen. „Einnig teljum við mjög mikilvægt að vera með starfsstöðvar á tveimur stöðum og geta verið í meiri nálægð við rnarkað- inn og veita skjóta þjónustu." Mikil sérþekking „Starfsmenn okkar hafa yfir mikilli sér- þekkingu að ráða á sínu sviði. Starfs- menn sækja reglulega námskeið hjá véla og tækjaframleiðendum þar sem þeir fá þjálfun í þjónustu og viðhaldi viðkom- andi búnaðar auk þess sem þar gefst tækifæri til að fylgjast með þróuninni og kynna sér nýjungar sem eru á döfinni. Peir starfsmenn sem vinna við suðu- og uppsetningarþjónustu eru allir með suðuskírteini vottuð af Lloyd's Register. Endur- og símenntun starfsmanna er afar mikilvægur þáttur í starfsmanna- stefnu félagsins, enda er það lykillinn að því að veita góða þjónustu,“ segir Guð- mundur Hannesson, sölustjóri Kæli- smiðjunnar Frosts. Innanlandsmarkaður er og hefur verið mikilvægasti markaður fyrirtækisins og svo verður áfram, að mati Guðmundar. En fyrirtækið hefur einnig tekið að sér stór verkefni víða erlendis og hlotið lof fyrir góð vinnubrögð. Stór bás á sjávarútvegssýning- unni Kælismiðjan Frost verður með 70 fer- metra bás - Gll - á sjávarútvegssýning- unni í Kópavogi. Par verður starfsemi fyrirtækisins kynnt frá öllum hliðum og ýmiskonar vélbúnaður sýndur. 50 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.