Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Blaðsíða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Blaðsíða 48
Sigling um Netið I umsjón Hilmars Snorrasonar Nýlegar kannanir sýna að hlutfallslega flestir netnotendur eru í Bandaríkj- unum en þar næst á eftir komum við Is- lendingar. Talið er að um 75% lands- manna séu á ferli á netinu reglulega. Þetta eru margar heimsóknir á vefsíður en hvemig velja notendur heimasíður til að skoða. Ástæður fyrir því að menn lesa til- tekna vefsíðu eru taldar vera þríþættar. í fyrsta lagi rambar netverjinn óvart inn á síður, annar mælir með þeim eða slembi- lukka að síðurnar fundust við leit. Enn sem fyrr ætlum við að vísa ykkur á áhugaverðar síður og er sú fyrsta á slóð- inni www.hobbycentre.com.au/. Siða þessi er frá Ástralíu eins og ending slóðar- innar gefur til kynna. Hér verða eflaust margir lesendur blaðsins sem eru að leita sér að einhverri afþreyingu á frívaktinni ólmir í að panta sér líkön skipa til að smíða. Önnur síða með módelsmiði sem ég hvet ykkur til að heimsækja er hjá Model Slipway á slóðinni www.modelslipway.com. Þar getur að líta kunnugleg skip til að smíða og sérstaklega ætla ég að vekja athygli á einni skipagerð þar. Um er að ræða líkan af litlu flutn- ingaskipi sem eitt sinn var nokkuð þekkt hér á landi og bar nafnið Helgey. Þá er einnig hægt að fá líkön af björgunarskip- um svipaðrar gerðar og Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur verið að kaupa til lands- ins. Nú skulum við snúa okkur að síðu sem er nokkuð þægileg fyrir skipstjómar- menn. Hjá Admirality í Bretlandi á slóð- inni http://easytide.ukho.gov.uk/ er að finna áætlaðar flóðatöflur sem þeir reikna út fyrir allan heiminn. Reyndar þarf að skrá sig inn á siðuna en það er að kostn- aðarlausu. Þá geta menn farið og skoðað allt að 7 daga spá um ílóð og fjöru á hin- um ýmsu stöðum á hnettinum. Síða sem kemur að mjög góðum notum þegar ekki em til sjávarfallatöflur um borð fyrir næstu höfn. Tryggingaklúbburinn UK P&I er með mjög upplýsingaríka síðu á slóðinni www.ukpandi.com. Það þarf reyndar að kafa svolítið um síðuna til að finna það sem leitað er að en ég hvet ykkur til að leita uppi nokkuð sem heitir Benchmark- ing á síðunni. Þar getur að líta könnun á fjölda skipverja miðað við ákveðnar stærðir skipa, hlutfall á milli yfir- og und- irmanna svo fátt eitt sé nefnt. Ýmsar hug- myndir em þar sýndar til að auka öryggi um borð í skipum (kaupskipum) en þeir hafa tekið myndir af hinum ýmsu úrlausnum um borð í þeim skipum sem þeir tryggja öðmm til ábendingar. Þessi síða er mikill fengur fyrir kaupskipasjó- menn. Sagnfræði heims- styrjaldanna verður næsta síða sem við skyggnumst í. Á slóðinni www.gertjohansen. dk/ub%E5de.htm er að finna magnaðar upplýsingar um kaf- bátahernað Þjóðverja í fyrri og seinni heimstyrjöld. Þessi síða er dönsk og full af fróðleik sem enginn áhugamaður um hernað ætti að láta fram hjá sér fara. Af þessari síðu er tengill á þýska sjóherinn. Hægt er reyndar að fara beint á þá síðu á slóðinni www.marine.de. Síðan er að sjálfsögðu á þýsku en engum ætti að verða það fjötur um fót að finna listann yfir öll skip flotans þar sem gefur á að líta ljósmyndir af þeim. Skemmtilegt skoðun- arferð það. Nú ætla ég að draga ykkur verulega suður á bóginn og skoða síðu um hafnir í Suður-Afríku á slóðinni http://ports.co.za/. Þar er ýmsar áhugaverðar fréttir að finna sem og upplýsingar um skipaumferð átta hafna bæði í Suður-Afríku og Namibíu. Fyrir gamla vamba þá geta þeir rifjað upp gamlar minningar um veru sína á þessu svæði og séð einnig hvaða skip eru að koma og fara um þessar hafnir. íslending- ar hafa verið við þróunaraðstoð á þessu svæði í rúm 12 ár sem og að margir sjó- menn hafa starfað og starfa enn á þessu svæði. Aftur norður á bóginn og nú er það Sví- þjóð. Á slóðinni www.mareud.mine.nu er að finna síðu Svía sem er áhugamaður um skipaljósmyndun. Þar hefur hann safnað ýmsum upplýsingum um sænsk skip og einnig eru þar áhugaverðar upplýsingar um skip sem smíðuð voru úr steinsteypu í fyrri heimstyrjöldinni. Skip þessi urðu til vegna skorts á byggingaefni en þau reynd- ust ekki mjög vel. Saga þeirra er þó á- hugaverð öllum þeim sem áhuga hafa á skipum. í næsta nágrenni, Danmörku, er að finna síðuna www.fiskeriflaaden.dk sem er frétta- og skipasíða fiskiskipa. Síðan er nokkuð í stíl við heimasíðu Skerplu en þetta fyrirtæki gefur út handbækur með skipalistum norrænna fiskiskipa. Eru list- arnir yfir dönsk, færeysk, grænlensk og sænsk fiskiskip. Við skulurn síðan heimsækja gamlan kunningja frá íslandsmiðum á slóðinni www.ibiblio.org/musin/. Þessi síða er um íslandstogarann Francois Musin O 305 sem stundaði veiðar hér við land um ára- bil. Þessi gamli belgíski togari hefur legið í fjölda ára í niðurníðslu og í raun aðeins beðið eftir að brotajárnskaupmenn kærnu höndum sínum yfir skipið. Að lokum keypti skipaáhugamaður skipið og hyggst varðveita þennan gamla togara. Lokasíðan að þessu sinni er ættuð frá Spáni. Hún er á slóðinni www.losbarcos- deeugenio.com og þar er að finna mjög ít- arlegar upplýsingar um spænska sjóher- inn. Þá eru einnig upplýsingar um ýmsa aðra sjóheri. Góðar upplýsingar eru einnig um fastaflota NATO á síðunni og hvar og hvenær heimsóknir þeirra til að- ildarríkja verða. Nú er mál að linni og lesendur hafa úr mörgu að moða fram að næsta blaði. Brátt munu allar þær slóðir sem hafa verið kynntar í fyrri blöðum og eru enn virkar verða aðgengileg á netinu. Verður það nánar tilkynnt í næsta blaði hvernig hægt verði að nálgast gömlu slóðirnar. Munið þó eftir að senda inn áhugaverðar síður sem þið sjáið á netinu á netfangið ice- ship@hn.is. 48 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.