Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Blaðsíða 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Blaðsíða 57
er 1 lífi íslenskra sjómanna væri til staðar víða um heim. Svo er nú ekki en nýlega hafa áströlsk yfirvöld tilkynnt að komið verði á tilkynningaskyldu allra skipa sem koma nær heimsálfunni en 500 sjómílur. Hafa þau jafnframt upplýst að kerfið verði það metnaðarfyllsta sem sögur fara af í heiminum í þágu öryggis sjó- farenda, bæði í þeim tilgangi að vaka yfir skipum og að fylgjast með ferðum skipa um náttúruperlur við strendur Ástralíu. Ætli við gætum ekki selt þeim okkur frábæru lausn á þessum málum því óþarft er fyrir þá að fara að finna upp hjólið sem þeg- ar er lil hér á landi. Nýja Ulstein X-stefnislagið sem brátt mun kljúfa haföldur. Nýjung í skipslagi Stöðugt er verið að þróa ýmsar skipagerðir og skipslag. Þeir sem hafa verið á sjó í einhverja áratugi kannast við þær nýjung- ar sem komu fram s.s. skrúfuhringi, flipastýri, hliðarskrúfur, bógskrúfur og perustefni svo eitthvað sé nefnt. Skut- og stefn- islag skipa hafa löngum verið mikið rannsóknarefni í þeim til- gangi að auka sjóhæfni skipanna sem og að auka hraða með minni eldsneytisnotkun. Nú hafa hönnuðir komið með nýtt stefnislag fyrir hjálpar- og aðstoðarskip olíuborpalla. Um er að ræða afturhallandi stefnislag í stað þess að bógurinn sé látinn slútta fram til að geta kastað sjónum frá þegar skipin stinga sér í öldur. Það er norskt útgerðarfyrirtæki sem hefur látið hanna skip með slíku stefnislagi og hefur það komið í hlut Ulstein- skipasmíðastöðvarinnar að smíða eitt slíkt skip með möguleika á að systurskip verði einnig smíðað. Skipið á að afhendast í maí á næsta ári og skapar störf fyrir 400 manns út árið 2006. Þetta nýja byggingarlag hafa Norðmennirnir kosið að kalla Ul- stein X-bógur. X stendur fyrir orðið axe eða öxi enda líta menn á að skipið muni kljúfa öldurnar líkt og öxi. Neyðaraðstoð Frelsandi engillinn var nafnið sem tankskipið Panam Sol fékk á sig þegar það kom til hafnar á Bermuda fyrir skömmu. Ástæð- an var að skipið kom með 1,5 milljón gallon of fersku vatni til eyjarinnar sem hafði búið við langvarandi þurrka. Neyðarástand hafði skapast á eyjunni en fimmtán ár eru síðan sambærilegur skortur varð á vatni á eyjunni. Panam Sol lestaði vatnsfarminn í Philadelphiu og eins og fyrir 15 árum siðan var það Bacardi International sem stóð fyrir þessum vatnsflutningum til Bermuda. Kemur ekki á óvart. Barist um rekstur Um þessar mundir stendur yfir úlboð á rekstri Vestmannaeyja- ferjunnar Herjólfs og bíða eflaust margir spenntir eftir að sjá hverjir hljóta samning um rekstur ferjunnar lil næstu fjögurra ára. Fyrr á þessu ári fór fram úlboð á ferjuleiðinni milli Flakk og Rörvik í Þrændalögum í Noregi. Fjórir aðilar buðu í verkið og þótti mönnum sýnt að hart yrði barist um bitann. í ljós kom að það fyrirtæki sem var með dýrasta tilboðið bauð að taka teksturinn að sér fyrir 165 milljónir NKR. Næst hæsta tilboðið hljóðaði upp á 45 milljónir en síðan fór harkan að færast í út- boðið. Næst lægsta tilboðið hljóðaði upp á átta krónur en það var Fosen Trafikklag sem þá upphæð bauð en þeir hafa haft þessa ferjuleið í mörg ár. Samt sem áður barst lægra tilboð sem hljóðaði upp á hvorki meira né minna en 51 aur. Því eru líkur á að núverandi rekstraraðili geti tapað samningnum með ein- ungis sjö króna, fjörutíu og níu aura mun. Þegar þetta er skrif- að er ekki ljóst hver hlítur hnossið en þessi ferjuleið hefur gjarnan verið kölluð gullrútan þar sem hún er talin gefa rekstr- araðilanum vel í aðra hönd svo sem sjá má á þeim tilboðum sem í reksturinn barst. Ódýr varðskip Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hér á landi er verið að undirbúa smíði á 10 nýjum varðskipum fyrir norsku strand- gæsluna. Landhelgisgæslan hefur einmitt verið að skoða mögu- leika á að fá eitt samskonar skip og hér um ræðir til að efla flota sinn. Norskar skipasmíðastöðvar voru lengi vel vongóðar um að hreppa hnossið. Því miður þá urðu þær undir í samkeppn- inni þar sem pólska skipasmíðastöðin Gryfia í Stettin bauð sem nam milli 7 og 8 milljónum NKR lægra fyrir hvert skip en norsku stöðvarnar gátu boðið. 1 raun stendur til að smíða fimm skip með möguleika á fimm til viðbótar. Ef tíu skip verða smíðuð er ljóst að miðað við norsku tilboðin fá eigendurnir tí- unda skipið frítt. En það er ekki norska strandgæslan sem læt- ur smíða skipin heldur Remöy Shipping og Remöy Management frá Fosnavag en þessir aðilar hafa gert 15 ára samning við strandgæsluna um rekstur skipanna. Það er spurning hvort slíkt fyrirkomulag myndi henta hér á landi og þar með spara ríkissjóði einhverjar milljónir þannig að vel væri hægt að gera út varðskip með skörungskap. Gamli Freyfaxi, nú Strilen, fyrir utan bensínstöðína i Middelsfart Heitt á könnunni Það er alltaf heitt á könnunni hjá Dan Bunkring bensínstöð- inni i Middelfart í Danmörku. Einnig er hægt að fá eitthvað gott með kaffinu en líklegast þykir það með því betra sem geng- ur og gerist á bensínstöðvum almennt því viðskiptavinirnir koma úr öllum áttum. Starfsmönnunum var einn morguninn litið til hafs og viti menn, var ekki flutningaskipið Strilen þá að renna í hlaðið í bakgarðinum hjá þeim. Það var rétt fyrir klukkan níu að morgni sem þetta gerðist en sjálfstýring skipsins hafði bilað með þeim afleiðingum að skipið fór af leið og strandaði sem áður sagði við bensínstöðina. Héldu menn um tima að olíuverðið á bensínstöðinni væri hugsanlega eitthvað lægra en annars staðar og áhöfn skipsins því ákveðið að ná sér í olíusopa þarna. Því er svo við að bæta að umrætt skip er okkur íslendingum nokkuð kunnugt en það var smíðað árið 1966 fyr- ir Sementsverksmiðjuna á Akranesi og hét í fyrstu Freyfaxi og síðar Haukur eftir að Skipafélagið Nes keypti það. Sjómannablaðið Víkingur - 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.