Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Blaðsíða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Blaðsíða 56
Hilmar Snorrason skipstjóri lUtan úr heimi Stóri bróðir á þröskuldinum Ráðherraráð Evrópubandalagsins hefur á siðustu árum verið með þær hugmyndir að þau þjóðríki sem mynda bandalagið verði ekki lengur sjálfstæðir aðilar að Alþjóðasiglingastofnun- inni (IMO). Þess i stað fari Siglingastofnun Evrópu með forráð þjóðanna innan IMO. Þessar hugmyndir hafa ekki hlotið byr undir vængi. Danir, Grikkir, Kýpverjar, Þjóðverjar og Möltubúar hafa hafnað þessum tillögum. Benda þessar þjóðir meðal annars á að ekki hafi verið sýnt fram á hvernig þjóðríkin geti áfram haft áhrif á þróun mála hjá IMO með þessu móti. Niðurrif skipa hafa valdið deilum milli Greenpeace og lndverja vegna mengunarhœttu. Umhverfisvandamál Fyrr á þessu ári var skipið Riky selt til niðurrifs á Indlandi. Greenpeace samtökin hófu þá herferð gegn þessari sölu þar sem samtökin héldu þvi fram að i skipinu væri réttilega asbest. Skip þetta var í eina tið danskt og bar þá nafnið Kong Frederik IX. Nú hefur fulltrúi indverskra brotajárnskaupmanna leitað til rík- isstjórnar Indlands vegna þessa máls og bendir á þau skaðlegu á- hrif sem Greenpeace hefur á þennan mikla iðnað í landinu auk þess sem störf þúsunda brotajárnsverkamanna eru í hættu. Krefjast samtök brotajárnskaupmanna að ríkisstjórnir grípi í taumana enda eru engin lög eða reglur sem banna niðurrif skipa sem hafa asbest innanborðs. Varúð skipstjórnarmenn Nýleg norsk könnun á AIS auðkenningakerfinu hefur sýnt að ekki er hægt að reiða sig fullkomlega á kerfið. í ljós kom að helmingur þeirra skipa sem þátt tóku í könnuninni sendu út rangar upplýsingar á einn eða annan hátt. Segir í niðurstöðum könnunarinnar að þessir gallar kerfisins geti leitt til þeirra slysa sem kerfinu var í raun ætlað að koma í veg fyrir s.s. strönd, á- siglingar og árekstra. Eru skipstjórnarmenn varaðir við að treysta ekki um of á AIS kerfið. Ástæður þessa eru að auðkenn- ingarkerfinu var komið á í kjölfar nýrra reglna um aukið öryggi árið 2001 og að kerfið var ekki búið að taka út sína barnasjúk- dóma áður en það var gert að kröfu. Hugsanlega má heimfæra þetta upp á fleira eins og til dæmis Siglingaverndina (ISPS) sem mörgum þótti vera heldur ofsóknakennd enda var þeim reglum þrýst á heimsmetshraða í gegnum Alþjóðasiglingastofnunina. Sjórán halda áfram Tvisvar sinnurn á einni viku réðust sjóræningjar að ítölskum skipum á siglingaleiðinni undan ströndum Sómalíu. Fyrra skipið, Jolly Rosso, varð fyrir árás lítilla báta, vopnuðum eld- vörpum sem sjóræningjarnir notuðu til kveikja í skipinu með. Itölunum tókst þó að komast ósárum undan árásarmönnunum. Síðara atvikið átti sér stað tæpri viku síðar þegar ráðist var að olíuskipinu Cielo di Milano með sama hætti. Ljóst er að tilgangur sjóræningjanna var að stöðva skipin með því að kveikja í þeirn. Frá því í júnílok hafa sómalískir sjóræn- ingjar haldið 700 tonna flutningaskipi, Semlow, í gíslingu ásamt áhöfn en skipið var á leið til Sómalíu með hrlsgrjón sem var gjöf til fórnarlamba flóðanna á annan dag jóla s.l. Einkavæðing Sambandsríkið Bremen hefur upplýst að það sparaði að minnsta kosti 15% í stjórnunarkostnað við að einkavæða höfn- ina fyrir þremur árum síðan. Segja yfirvöld að nú kosti einung- is tæpar 18 milljónir evra að reka Bremenports GmbH í stað 21 milljón árið 2002. Nú er að bíða og sjá hvort fleiri hafnir fylgi ekki í kjölfarið. Ódýr símtöl Bandaríska fyrirtækið Seadigital hefur nú kynnt til sögunnar nýjan samskiptamöguleika fyrir sjómenn sem kallast talpóstur eða voycemail á engilsaxnesku. Gefur kerfið sjómönnum, hvar sem þeir eru staddir á hnettinum, möguleika á þessari þjónustu gegn því þó að þeir hafi greitt fyrir þjónustuna áður. Til að fá aðgang að þessu kerfi þurfa sjómenn að kaupa aðgangskort sem kosta 10 dollara og eru seld hjá amerískum sjómannastofum um allan heim. Geta sjómenn talað inn skilaboð til vina og ætt- ingja í talhólfin sem eru kóðuð og þurfa þeir sem skilaboðunum eru ætluð að fá kóðan til að geta náð í kveðjurnar. Fyrir okkur íslendinga sem höfum nýtt okkur GSM tæknina til hins ýtrasta þá þætti okkur þessi samskiptaaðferð eflaust dálítið gamaldags en þegar reikningarnir fyrir samskiptin eru gerð upp er ólíkt betra að hafa 10 dollara aðgangskort í vasanum en stóran síma- reikning. Vildi losna við skipið Nýlega féll dómur í London þar sem grískur útgerðarmaður var sakfelldur fyrir að koma fyrir sprengju í skipi sínu og granda því. Skipið sem um ræðir hét North Star og var dæmt ónýtt eftir að sprenging varð í vélarúmi þess þar sem skipið var til viðgerðar hjá skipasmiðastöð nærri Píreus í Grikklandi árið 1994. Eftir að tryggingafélag skipsins neitaði að greiða fjögurra milljóna dollara tryggingafé skipsins fór útgerðarmaðurinn í mál við félagið. Niðurstaða dómsins var sú að í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu útgerðarmannsins og bróður hans á þessum tíma þótti líklegt að útgerðarmaðurinn hefði sjálfur komið 4 kílóum af sprengiefni fyrir í vélarúmi skipsins. Allir að láta vita af sér Þegar við íslendingar komum á tilkynningaskyldu skipa árið 1968 þótti mikið framfaraskref stigið. Síðan hafa orðið rniklar breytingar og ætla mætti að eins sjálfsagður hlutur og Skyldan 56 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.