Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Qupperneq 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Qupperneq 8
blankalogni. Þegar við nálguðumst ytri höfnina heyrðum við skotdrunur, sáum reyk og nokkru síð- ar hljómaði gelt í hríð- skoðabyssum. Það voru fleiri skip þarna, sem á- samt okkur kölluðu í hafnaryfirvöld, en eina svarið i radíóinu var að höfnin væri Iokuð. Um kvöldið sáum við fréttir í sjónvarpinu og þar kom fram að fylkingum hafði lostið saman í borginni og allt í hers höndum. Iris Borg t Felixstowe á Englandi sem er ekkifjarri annarri og kannski þekktari borg, nefnilega Ipswich. Ríkisskip líða undir lok - Ég útskrifaðist með farmannaprófið vorið 1981 og réði mig til Ríkisskipa. Ég var þá hættur að drekka og hef ekki drukkið síðan. Ég var árum saman á Esjunni og Heklunni og var fyrir rest af- leysingaskipstjóri á þeim báðurn. Þegar þarna var komið sögu var orðið ljóst af umræðunni að Ríkisskip áttu ekki langra lífdaga auðið og fór ég því að leita fyrir mér um vinnu annars staðar. Mér bauðst skipstjórn á flutningaskipi sem hét Iris Borg. Það var í eigu norsks fjárfestingar- félags, en íslenskir aðilar höfðu það á kaupleigu. Ég tók við skipinu á Seyðis- firði og átti að sigla því í dokk 1 Rotter- dam, þar sem viðgerð átti að taka tíu daga. Þessir tíu dagar urðu að þremur mánuðum og ég var úti í Rotterdam allan tímann að fylgjast með viðgerðunum. Ég var síðan með skipið í þrjá mánuði eftir að það kom úr dokkinni. Vatnslausir til Beirút - Við fluttum vörur í nokkrum ferðum fyrir arabískt fyrirtæki frá Englandi niður til Famagusta á Kýpur. í einni ferðinni vorum við líka með fragt til Beirut í Lí- banon og þar lentum við heldur betur í ævintýrum, sem stöfuðu af hernaðará- standinu í borginni sent þá ríkti. Þegar við komum á ytri höfnina í Beirút vorum við orðnir vatnslausir og bráðlá á að fá vatn. Ég hafði nokkrum dögum áður haft samband við umboðsmanninn 1 Beirút og hann kvað allt með kyrrum kjörum í borginni. Við komum upp að ströndum Líbanon í óskaplega fögru veðri og Þeir eru að skjóta á okkur - Næsta dag var ljóst að við svo búið mátti ekki standa; við urðurn að fá vatn. Ég náði sam- bandi við agentinn. Hann spurði hvort ég væri með kort af höfninni. Ég náði í það og hann ráðlagði mér að sigla inn og sagði mér hvar best væri að fara. Við sigldum nú af stað. Við vorurn rétt komnir inn fyrir hafnarkjaftinn þegar hermaður kom hlaupandi eftir bryggj- unni með hríðskotariffil og skaut látlaust upp í loftið og æpti lil okkar. Ég hélt mínu striki og lagðisl uppað. í þessum tilfæringum bakkaði dallurinn óvart í stjór hjá mér þannig að ég sá ekki upp á bryggjuna. í sömu svifum kom Atli Helgason hlaupandí inn í brúna, en hann var stýrimaður hjá mér. Atli hrópaði; Þeir eru að skjóta á okkur, þeir eru að skjóta á okkur. í þeim töluðum orðum var hrópað í talstöðina: íris Borg, íris Borg, út úr höfninni með þig - út úr höfninni með þig. Ég sneri við, kallaði í agentinn og spurði hann öskureiður hver djöfull- inn gengi á. Hann kvaðst ekki vita það, hann hefði verið búinn að fá öll leyfi fyrir okkur. Skömmu síð- ar hafði hann samband aftur, sagði okkur að slökkva á talstöðinni, líta hvorki til hægri né vinstri en koma og leggjast að á- kveðinni bryggju. Það gerðum við. Skömmu síð- ar kom brunabíll niður bryggjuna með valn handa okkur. Danica Brown á leiðfrá Rotterdam til Nígeríu. Ekki í hvítri skyrtu - Þegar við höfðum lekið vatnið spurði agent- inn hvenær við vildum fara. Ég svaraði að það væri ekkert fararsnið á mér því við ættum eftir að skipa upp vörunum. 8 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.