Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 11
fyrirtæki, sem rak þrettán skip. Þarna var ég í þrettán ár og sigldi á tólf skipanna. Við sigldum vitt og breitt um heiminn. Til að mynda sigldum við um skeið með kartöflur frá Hollandi niður til Marokkó og Túnis. Nútíma farmennska er ólík því sem áður var. Nú er jafnan stutt stopp í höfnum því uppskipun tekur orðið svo stuttan tíma og allt kapp lagt á að fá sem besta nýtingu út úr skipunum. Þó kom fyrir að maður gat skoðað sig um í landi, einkum þegar beðið var nýrra verkefna. Með jólavarninginn til Falklandseyja - Eitt sinn sigldum við með jólavarn- inginn til íbúanna á Falklandseyjum. Við lestuðum í Englandi alls konar nauð- synjavöru. Ekki vildi belur til en svo að þegar við komum strönduðum við í aðal- klóakinu frá bænurn. Minnstu munaði að við kæmum með dótið upp á aðalgötuna. Gírinn hafði farið úr sambandi og karl- inn ekki getað tekið afturábak. En allt fór vel og okkur var vel tekið, enda jóla- skipið. Þarna stoppuðum við í nærri viku. Landslagið á Falklandseyjum minnir talsvert á ísland. Fólkið var alveg yndislegt og við áttum mjög ánægjuleg kynni við það. Þarna búa ekki nema um tvö þúsund manns, auk tvö þúsund manna herliðs. Þegar við vorum að lesta vörurnar í Englandi kom í ljós að hinum almenna Englendingi er hálfvegis i nöp við Falklandseyinga vegna þess að ríkið greiðir niður allt vöruverð. Matvara þar kostar það sama og í Englandi. Ekki hundi bjóðandi - Eitt sinn lestuðum við átta tuttugu feta gáma fulla af vopnum í Píreus og sigldum með þá lil Rio de Janero í Brasil- íu. Þegar við lögðumst við bryggju í Ríó biðu mörg hundruð manns eftir gámun- um og löndun tók aðeins nokkrar mínút- ur. Við sigldum strax út aftur. Það var stutt gaman. Við rétt sáum grilla i kristslíkneskjuna í gegnum þokuna. Við fórum til annarrar borgar í Brasilíu og lestuðum vörur upp til Venezuela. Þar sigldum við upp Orinoco-ána. Svo lest- uðum við í Trinidad-Tobago vörur upp til Kingston á Jamaica og lágum síðan á ytri höfninni þar í þrjár vikur og biðum verkefna. Okkur datt ekki i hug að fara í land á Jamaica nema brýna nauðsyn bæri til. Þegar fólk hugsar um Jamaica sér það fyrir sér fagrar strendur og sólarfrí. Við sáum hins vegar hafnarhverfin, þar sem fátæktin er jafnan mest og það var ófög- ur sjón. Hreysin voru þvílík að engum Islendingi dytti i hug að bjóða hundinum sínum upp á annað eins. Þarna held ég að ég hafi séð hve mestan mun á ríkum og fátækum. Mútur á mútur ofan - Þá var ástandið ekki betra í Bresku- Keðja til Corpus Cristi Texas. Hún kom í borð í Baskabœnum Bilbao og átti að notast á olíuborpalli á Mexíkóflóa. Guyana. Þar lestuðum við eitt sinn í Ge- orgetown sérstakan harðvið sem notaður er í undirstöður járnbraularteina og í bryggjur. Þetta fluttum við til Skotlands og Skotinn sem átti farminn tjáði okkur að til þess að af kaupunum hefði getað Napolí; það er verið að lesta sœstreng sem á aðfara til Seattle. orðið hefði hann þurft að borga mútur hér og þar og meðal annars þurfti hann að leggja þúsundir punda inn á reikninga í Sviss. Þarna var allt í algjörri nið- urníðslu. Þegar Bretarnir fóru skyldu þeir ágætlega við, en þeir sem tóku við hafa greinilega haldið að allt gengi af sjálfu sér. Þarna var ekki gerlegt að fara í land nema í fylgd vopnaðra varða. Hvarvetna hópuðust innfæddir í kringum okkur. Mig lang- aði til að vera góður við þetta fátæka fólk en það var ekki hægt. Ef ég rétti því litla fingur gleypti það alla höndina. Eg var í fyrstu undrandi á þt'í hversu Danirnir skipsfélag- ar nu'nir voru vondir við fólkið, en fljótlega rann upp fyrir mér að þetta var eina leiðin. Ef maður sneri baki við fólkinu þá var það búið að stela af manni. Það var svakalegt að sjá alla niðurníðsluna. Allur arðurinn hirtur og ekkert fer til fólksins. Þarna voru akfeitir niggarar með gullhring á hverjum fingri sem greinilega mökuðu krókinn. Svo er verið að tala um að við hvítu mennirnir förum illa með svertingjana. Þarna eru þeir arðrændir af eigin fólki. Hófi, Jón Páll, Guðlaugur og sviðakj ammar nir - Ég fór í land í ársbyrjun 2004. Þá greindist ég með krabbamein í blöðruháls- kirtli. Skömmu síðar fékk ég hjartaáfall og er þessa dag- ana að bíða eftir því að komast í hjartaaðgerð á Landspítalanum. Það var eins og heilsa min hryndi öll á skömmum tíma. Þegar ég lít til baka þá fannst mér afar gott að starfa með Dön- um. Danir eiga alltaf gott með að líta á björtu hliðarn- ar á tilverunni. Mér er minnistætt fyrst þegar ég umgekkst Dani og þeir spurðu mig hvaðan ég væri, þá ljómuðu þeir þegar þeir heyrðu að ég væri frá ís- landi. Því næst spurðu þeir um Hófi og Jón Pál og líka Guðlaug sundkappa í Vest- mannaeyjum. Þau voru í mestum metum hjá þeim. Síðan spurðu þeir um sviða- kjatnmana og hvort við borðuðum virkilega augun líka. Sjómannablaðið Víkingur - 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.