Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Qupperneq 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Qupperneq 18
messagutta.” Gógó samþykkti að fara einn túr til reynslu til þess að verða stráknum nú ekki til skammar, en bæði skipstjórinn og matsveinninn höfðu sam- þykkt hann um borð þrátt fyrir aldurinn. Petta yrði alveg ný reynsla, rétt að láta á Stórt katfahol, 40 tonn, tekið á Reykjaneshrygg. Ljósmyndarinn, Björn Valur Gíslason, stýri- maður á Kleifaberginu, lét þess getið að Gógó hefði horft glaður á. það reyna hvort hann stæðist þessa raun, honum yrði þá bara hent í land eftir túrinn. Togarinn var Kleifaberg ÓF 2, 1100 tonna, smíðaður í Póllandi, hét áður Engey RE, sem þá nýlega hafði verið keyptur til Ólafsfjarðar og er enn gerður út þaðan. Svo kom að því! Fyrsti túrinn var farinn í lok október og hófst með átján daga brælu, ruddaveðri á köfl- um, svo slæmu, að tvisvar var farið í var, annars barist eins og hægt var. Ekki fer sögum af aflabrögðunum, en nóg var að gera í eldhúsinu, enda svengd sjómanna ekki endilega í takt við aflabrögðin. Hvernig skyldi hafa gengið? „Ég var aldrei sjóveikur, jafn- vel ekki fyrstu dagana, þá veiki þekki ég ekki, en sjóriðan hrelldi mig smá- vegis þegar í land var komið.” Starfsvettvangurinn var í eldhús- Áttræðisafmælið undirbúið um borð í Kleifáberginu. Gógó, afmœlisbarnið, fylgist með félögum sínum. inu, uppvask tiltekt, þrif og önnur aðstoð við kokkinn. „Ég hellti á góðu kaffi, venjulegu handa flestum, en rótsterku handa nokkrum og ég held að þeir hafi ekki verið sviknir af því.“ Kokk- urinn sá um matseldina og allir voru á- nægðir. Kleifabergið er gott sjóskip og því lenti Gógó sjaldan í vandræðum, helst þó þegar hann var eitt sinn að setja í uppþvottavélina er hnútur kom á skip- ið, hann of seinn til að loka vélinni og diskarnir þeyttust út á gólf. Gógó er rnaður hress og kátur. Hann hefur það fyrir sið, að láta vindinn þurrka sig úti á brúarvæng eftir að hann fer í bað. Skiptir þá litlu eða engu rnáli hvernig viðrar, ekki er brugðið út af venjunni. Það þótti sumum skipsfélögum hans sérkennilegur siður og hentu gam- an að. Því var það eitt sinn í þokkalegu veðri, að Gógó stóð á handklæðinu einu fata á brúarvængnum og lét goluna kæla sig, að Kleifabergið beygði skyndilega í stjór og dálítil kvika braut á messagutt- anum. Hann komst holdvotur inn i brúna, en fyrsti stýrimaður glotti við tönn og sagði:„Nú náði ég þér!”. Gógó skolaði seltuna af sér og hló að öllu sam- an. Messaguttinn varð áttræður 26. maí á síðasta ári. Þá var hann úti á sjó við sín daglegu störf um borð. Strákarnir héldu honum veislu, bökuðu alla nóttina með- an kokkurinn og Gógó sváfu svefni hinna réttlátu. Um morguninn, þegar hann kom upp, beið hans hlaðborð með skreyttum rjómatertum og fínasta bakk- elsi af mörgum sortum og afmælissöng- urinn hljómaði um íslandsmið. Þá þótti Gógó nóg siglt og ákvað að fara í land, en stóðst ekki mátið og fór hausttúr „rétt til að fá saltbragðið aftur í munninn”. Sjómannsferillinn hófst í brælu og hon- um lauk í miklum brælutúr átta árurn síðar...„ef ég er þá hættur”, segir Gógó og brosir.... 18 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.