Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Side 22
Valgeir Sigurðsson
Kokkur til sjós
að hefur löngum verið sagl um okkur
íslendinga, að við séum furðuvið-
kvæmir fyrir öllu sem um okkur er sagt
og skrifað í útlöndum. Svo ekki sé nú
talað um, ef íslenzkum manni verður það
á, viljandi eða óviljandi, að skara fram úr
útlendingi á einhverju sviði. Ef íslenzkan
strák eða stelpu hendir það að verða sek-
úndubroti á undan erlendum jafnaldra
sínum að hlaupa einhverja tiltekna vega-
lengd, þá er því tekið hér heima eins og
um heimssögulegan atburð hafi verið að
ræða. Peir sem lýsa slíkum atgangi beint
í útvarpi eða sjónvarpi æpa þá gjarna,
öskra og orga, svo manni dettur helzt í
hug að þeir séu búnir endanlega að glata
glórunni.
Þessi almenna viðkvæmni fyrir orðstír
okkar erlendis, - hún kann að stafa af
minnimáttarkennd smáþjóðar, - eyþjóðar,
sem hefur löngum skynjað sig „langt frá
öðrum þjóðum”. Pó hefur sú einangrun
nú löngu verið rofin, nema að því leyti
að Atlantshafið er enn á sínum stað og
hefur ekki skroppið neitt saman síðan í
árdaga.
Auðvitað þykir okkur vænt um, þegar
okkar fólki gengur vel, hvort heldur er
heima eða heiman. Þegar íslenzk fram-
leiðsla nýtur virðingar á opinberum vett-
vangi og sýnir að hún getur fyllilega
haldið til jafns við framleiðslu annarra
þjóða. Öllu slíku ber okkur að laka með
ljúfu geði, „alvarlega með góðri greind”,
eins og Hallgrímur Pétursson sagði forð-
um, en ekki með skrípalátum.
Þvf eru þessar hugleiðingar settar á
blað, að maðurinn sem gengur hér til
fundar við lesendur Sjómannablaðsins
Víkings, hefur orðið þess heiðurs aðnjót-
andi, að komast á forsíðu bókar sem gef-
in var út í Hollandi árið 2000. „Forsíðu”,
segi ég, og er ekki viss um að ég sé að
nota rétt orð, því að myndin af mannin-
um er framan á fremra spjaldinu, - hann
er andlit bókarinnar. Hann stendur þar
ábúðarmikill og heldur á þessu líka for-
láta kjötlæri, íslenzkri framleiðslu,
lambakjötinu, stolti okkar íslendinga.
En hvernig stendur á þessari mynd af
honum á slíkum stað? Skýringin er sú,
að hann er matreiðslumaður og var
lengi kokkur á íslenzkum skipum, en
bókin er matreiðslubók og Ijallar um
matargerðarlist til sjós. Hún er heimild-
arrit um matargerð skipskokka.
Maðurinn heitir Sveinn Valtýsson, og
nú er tími til kominn að forvitnast ofur-
lítið um hann sjálfan, - og þótt fyrr hefði
verið.
- Hvernig vék því við að þú gerðist
skipskokkur, Sveinn? Ert þú alinn upp
við sjó eða á sjó, eins og ekki hefur ver-
ið óalgengt með íslendinga?
- Ég fæddist og ólst upp 1 Vestmanna-
eyjum og því var sjórinn ekki langt frá
mér. Faðir minn var sjómaður og þar af
leiðandi veit ég heilmikið um kjör þeirr-
ar stéttar, en af sjálfunt mér er það að
segja, að ég var frá fyrstu tíð svo óskap-
lcga sjóveikur, að ég mátti ekki á sjó
koma. Ég var i sveit á sumrin, eins og
algengt var með kaupstaðarbörn á þeim
árum, og alla leiðina til lands lá ég
frammi í stafni skipsins, gubbandi, og
svo fárveikur og vonlaus um allt, að mér
hefði verið alveg nákvæmlega sarna, þótt
mér hefði verið fleygt 1 sjóinn til þess að
drukkna þar. Þetta var martröð. Ég var
allt sumarið í sveitinni að kvíða fyrir
þeim degi, þegar ég þyrfti að fara aftur á
sjó, til þess að komasl heim.
— Hvar varstu í sveit?
- Ég var á Sperðli í Vestur-Landeyjum,
hjá Einari Einarssyni og Hólmfríði konu
hans. Þau voru afbragðsmanneskjur, og
það var yndislegt hjá þeim að vera. En
þótt ég væri kaupstaðarkrakki, þá kom
mér ekki allt ókunnuglega fyrir sjónir í
sveitinni. Foreldrar mínir áttu kýr, kind-
ur og hænsni í Vestmannaeyjum, svo ég
hafði séð skepnur áður en ég kom að
Sperðli, en þar lærði ég að mjólka, og
það kom sér vel. Móðir mín skilaði
þrettán börnum inn i veröldina. Henni
veitti því sannarlega ckki af að hafa jafn-
an nógan mat fyrir framan hendurnar og
að létt væri undir með henni við verkin,
eftir því sem við gátum.
- Það hefur varla átt fyrir þér að liggja
að verða fiskimaður eins og faðir þinn,
fyrst sjóveikin lék þig svona grátt?
- Nei, reyndar ekki, en þó ber ekki því
að neita, að ég kom ofurlítið nálægt sjón-
um. Ég var beitingamaður eina vertíð,
og mér datt meira að segja í hug að róa -
langaði til að reyna það- en sá draumur
tók nú skjótan endi. Ég mátti varla sjá
skip án þess að verða veikur! Þar var ó-
sköp einfaldlega sjállhætt.
Nú. Ég vann svo ýmis störf fram eftir
árum, og er svo sem óþarfi að rekja þá
slóð, en einn góðan veðurdag var ég far-
inn að læra matreiðslu.
- Þú erl þá útlærður kokkur?
- Já og nei. Ég sótti námskeið og fór
Sveinn með eiginkou sinni, Kristínu Sigurrós Jónasdóttur.
22 - Sjómannablaðið Víkingur