Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Qupperneq 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Qupperneq 23
Sveinn og Vignir Hlöðversson undirbúa brúðkaupsveislu. líka í skóla, en ég tók aldrei lokapróf. Ef við eigurn að nota það orðalag sem er í tízku núna, getum við líklega sagt að ég hafi átt eftir síðustu önnina þegar ég hætti. - Og hvað tók þá við? - Ég gerðist kokkur og bryti á milli- landaskipi. - Ha! Á millilandaskipi? Maður sem varla mátti sjá skip tilsýndar án þess að verða sjóveikur. - Já, það er von að þú rekir upp stór augu, ég er ekki hissa á því. En þegar hér var komið sögu var ég orðinn þrítug- ur, það hafði mikið vatn runnið til sjáv- ar frá því að ég var drengur, um-og innan fermingaraldurs, og á þeim tíma sem lið- inn var síðan, hafði ég losnað svo ger- samlega við sjóveikina, að nú fann ég ekki til hennar lengur, og aldrei eftir það. Ég kunni alltaf vel við mig á sjó, og leið yfirleitt bezt í vondum veðrum. Hitt er svo aftur annað mál, að sjálfur kann ég ekki neina skýringu á þeirri furðulegu gerbreytingu sem á mér varð á tímabilinu frá unglingsaldri og fram um þrítugt. Ég neita því ekki að ég hafi stundum verið dálítið hissa á sjálfum mér, og fyrir kom að ég væri beinlínis að bíða eftir því að verða lasinn! En það bara gerðist ekki. Ekki einu sinni fyrsta daginn, eftir að við höfðum verið æðitíma í landi, hvað þá síðar í ferðinni. Ég get því ekki láð nein- um, þótt honunr þyki saga mín furðuleg, en þannig var þetta nú samt, - og svo veit ég ekki meira um það! - Varst þú lengi i þessum siglingum? - Það urðu tíu ár í þessari lolu. Svo fór ég í Skíðaskálann í Hveradölum og rak hann ásamt syni mínum. Og þar var ég auðvitað kokkur líka, eins og á skipun- um. - En það var matseld þín til sjós, sem við ætluðum að tala um. Nú hefur maður svo sem heyrt ýmislegt um matarvenjur sjómanna, og enginn sem lesið hefur Bréf til Láru getur gleymt frásögn Þórbergs Þórðarsonar af því, þegar hann kvaldisl á sjónum sem kokkur á skútu, unglingur, fyrir nærri hundrað árum, og skipsfélag- ar hans kölluðu hann „skítkokk” og „eit- urbrasara”. Ég hygg að matargerð þín hafi ekki verið mikið lík því sem þar er lýst? - Nei, þú getur alveg reitt þig á að hún var alls ekkert í átlina við það, - að neinu leyti. Ég held, meira að segja, að vinnu- brögð okkar í þessu efni hafi ekki verið í neinu verulegu frábrugðin því sem gerist á hverju góðu og myndarlegu heimili í landi. Við lögðum rnikla áherzlu á að vera með íslenzkt hráefni 1 öllum okkar mat. Kaupa sem allra mest af slíku hér heima, en ekki, eða a.m.k. sem minnst í þeim löndum, þar sem við komum sem geslir. Hitt var aftur á móti nýjung, og svo sem skemmtileg tilbreyting, þegar við komurn til Ameríku og fengum kalkún og annað slíkt góðgæti, sem mönnum var nýnæmi á. En fyrst ég er að lýsa þessu á annað borð, vil ég geta um eitt, sem sumum kann að þykja eflir- tektarvert: Það var föst venja, allan þann tíma sem ég var til sjós, að hádegismat- urinn væri fiskur. Alltaf, alveg sama hvaða dagur var. - Þú hefur þá væntanlega ekki verið að „verka freðna þorskhausa úr isköldum sjó”, eins og aumingja Þórbergur rnátti gera, „skjálfandi af svefnleysi og kulda”, svo vilnað sé beint í hann sjálfan. - Nei, sannarlega var þetta ekki þannig. Ég held nú satt að segja að ég rnuni varla þurfa að útskýra það fyrir nú- tímafólki, sem þekkir eitthvað til matar- gerðar, að fiskur er eitthvert fjölbreyti- legasta hráefni lil þessara hluta sem hægt er að hugsa sér. Þeir réttir sem búa má til úr hinum ýmsu fisktegundum eru allt að því óteljandi. Það er ekki svo að mað- ur fleygi bara ýsu eða þorski í pott, sjóði og beri síðan á borð með kartöflum og hamsafeiti! Onei. Soðin ýsa er að vísu alveg ágætis malur, en margt fleira og fjölbreylilegra er þó til. - Þú tókst svo til orða áðan, að matseldin um borð hefði ekki verið í neinu verulegu frábrugðin því sem gerð- ist á hverju góðu og myndarlegu heimili. Nú hefur það einmitt verið sagt, og með réttu, að skip sé í raun og veru heimili. Og þá spyr ég: - Hvernig var „heimilislífið” á þessu stóra heimili? Hvernig voru hin daglegu samskipti heimilismanna? - Þegar ég var að byrja til sjós, svona í kringum 1970, var þetta talsvert ólikt því sem seinna varð. Þá hittumst við, Sjómannablaðið Víkingur - 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.