Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Síða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Síða 32
Þórdís Bernharðsdóttir RISAR HAFSINS Isambard Kingdom Brunel við akkerisfestar Great Eastern drið 1857. Um þúsundir ára hefur mað- urinn siglt um höfin en lengst af á heldur litlum skip- um. Árið 1858 tók þetta að breytast þegar breska skipinu, Great Eastern, var hleypt af stokkunum. Verkfræðingur með óbeislað ímyndunarafl og kjark á við hundrað ljón hafði sagt náttúruöflunum stríð á hendur. Tímabil stóru úthafsskipanna var gengið í garð. í upphafi límans voru Evrópumenn varkárir siglarar og fram eftir öldum hraus þeim hugur við að missa landsýn. heir önduðu þó tiltölulega rólega á með- an þeir gátu svamlað um Miðjarðarhafið og Eystrasaltið enda þar hvergi mjög langt í strönd, jafnvel þótl hún hyrfi úr augsýn um hríð. Fyrir vikið gerðu þeir ekki kröfu um sérlega stór skip og létu sér nægja 10 til 40 metra skrokka. Á Kyrrahafinu voru um þetta leyti þjóðir sem létu sig hafa það að sigla dög- um saman án landsýnar, jafnvel á milli heimsálfa, á bátum sem í dag væru kall- aðir skektur. Arabar voru líka á ferðinni en skip þeirra voru einnig smá. Þegar Evrópubúum óx loks kjarkur til úthafssiglinga þá voru skip þeirra sömu- leiðis af smærra taginu. Víkingarnir voru frumkvöðlar i þessum efnum en þeir lögðust í víking og héldu yfir Atlantshaf- ið á litlum áraskipum. Það voru hins vegar Kínverjar, sem þró- uðu fyrstu stóru skipin, sem voru hönnuð og byggð til að sigla um heimshöfin. Dvergar og risar Á árunum 1405-33 fór kínverski að- mírállinn Zheng He, samkvæmt skipun frá Yongle keisara, í nokkrar landkönn- unarferðir til Indlands og Afríku. í flota hans voru 62 stór skip og önnur 62 smærri en talið er skipin 124 hafi borið allt að 27 þúsund hermenn. Tilgangurinn var að afla nýrra skattlanda. Deilt hefur verið um stærð þessara kínversku vígdreka. Lengi vel var því haldið fram að 80 metra skip væru það allra lcngsta sem hægt væri að byggja úr tré. Ætti skipið að vera lengra yrði ekki hjá þvi komist að treysta bolinn með járni eða stáli. Skipaverkfræðingar, sumir að minnsta kosti, hafa á síðustu árum dregið þessa fullyrðingu í efa. Þvert á móti megi vel byggja lengri skip og stærri þótt efniviðurinn sé eingöngu tré. Því er það fullyrt í nýlegum fjölfræðibók- urn að skip Zheng He hafi sum hver ver- ið yfir 120 metrar á lengd. En hvort sem þessi stríðsskip Kinverja voru 80 metrar hin stærstu eða 120 þá var það ekki fyrr en á 19. öld að Evrópu- menn lærðu að byggja eitthvað viðlíka stór skip. Þá voru Kínverjar löngu búnir að missa áhugann á siglingum um úthöf- in sem gerðist raunar um daga Zheng He. Flotinn var látinn grotna niður og þekking til skipasmíða týndist. Þetta er kannski ekki alveg frábrugðið þeim vanda sem íslendingar standa frammi fyrir í dag. íslensk kaupför eru ekki leng- ur til og því einsýnt að siglingaþekking þjóðarinnar mun glatast ef ekki verður brugðist við og það fyrr en síðar. Hvernig væri nú að læra af sögunni? Þegar dofnaði yfir Kínverjum atti ekki lengur neinn kappi við Evrópumenn, þeir gengu á lagið og urðu allsráðandi á heimshöfunum. Stökk út í hið óþekkta Skipið Great Eastern gerði nýjar kröfur til evrópskra skipasmiða. Vegna stærðar skipsins var ekki hægt að smíða skipið í venjulegum slipp og sjósetja á hefðbundinn hátt. Isambard Kingdom Brunel leysti málið með því að þróa aðferð til að sjósetja risaskip á hlið. Fyrstu tilrauninni lauk þó með ringulreið og kostaði einn áhorfanda lífið. Kjölurinn að Great Eastern var lagður í júlí 1854, og skipið sjósett í janúar 1858. Þann 8. september 1859 fór skipið í jómfrúrferð sína. Á leiðinni sprakk einn af kötl- um þess, fimm kyndarar létust og margir slösuðust. Áætlaður kostnaður við Great Eastern hljóðaði upp á 377.000 pund. Þegar kom loks að sjósetningu skipsins voru útgjöld vegna þess orðin nálega tvöföld sú tala. Og enn áttu eftir að bætast við útgjaldaliðir. Skipið fékk ekki nógu marga farþega fyrstu árin og 1864 fór útgerðin á hausinn. Great Eastern var selt á uppboði og var notað eftir það til að leggja fyrsta sæstreng- inn yfir Atlantshafið. Þessu næst var því breytt í skemmtigarð en seinast selt til nið- urrifs árið 1888. 32 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.