Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Side 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Side 34
Isambard Kingdom Brunel (1806-1859) Meistaraverk Brunels Brunel var einn af frægustu verkfræðingum Viktoríutímans - fjölhæfur snillingur, þekktur fyrir margt fleira en stór skip. Hann hóf feril sinn á því að hjálpa föður sín- um, sem einnig var verkfræðingur, við smíði ganga undir Thamesá í London. Síðar kastaði hann sér út í járnbrautarævintýri og réðist sem verkfræðingur til Great Western Railway. Brunel reyndi einnig fyrir sér með hinar svokölluðu „loft járnbrautir”, þar sem lestarnar voru knúðar með loftþrýstingi, sem reyndist slæm hugmynd. Sem verk- fræðingur var hann maðurinn á bak við margar brýr, þekktust þeirra er Royal Albert brúin. Stóru gufuskipin hans voru öll talin kraftaverk síns tíma, en vinnan við Great Eastern var svo slítandi, að Brunel lést árið 1859 eftir að hafa fengið heilablóðfall. Lengi vel settu þó engin afrek í skipa- smíðum mark sitt á þessa þróun. Árið 1492 sigldi Kristófer Kólumbus til Amer- íku á þremur litlum skipum sem voru ætluð til siglinga á Miðjarðarhafinu. Flaggskip Kólumbusar og þekktasta skip heimsflotans (kannski fyrir utan örkina hans Nóa), Santa Maria, var aðeins tæpir 36 metrar að lengd og 80 tonn eða þar um bil. Santa Maria var því eins og „dvergur” við hliðina á kínversku skip- unum hans Zheng He. Ferð Kólumbusar markaði upphafið að landkönnunarferðum Evrópumanna og landnámi í öðrum álfum. Og þrátt fyrir að Kólumbus kvartaði yfir því að Santa Maria væri of stór til að vera gott land- könnunarskip, þá færðust evrópskir skipasmiðir sífellt meira í fang og skipin stækkuðu. Urðu 50 metrar, 60 ogjafnvel Hún er athyglisverð þróunín þegar litið er til tíma, og stærðar. 70 metrar. Tæknileg vandamál, sem fylgdu stærðinni voru leyst og Evrópu- menn tóku að sigla til allra heimshorna. Þeir hræddust ekki lengur að hrekjast út af flatri jörðinni og sjóskrímslum, sem gleyptu stærstu skip, fór ört fækkandi. Frá tré að járni Lengi vel réðu skipasmiðir heimsins, nema ef til vill þeir kínversku um daga Zheng He, ekki við að smíða skip yfir 100 metra á lengd. Timbrið setti þeim skorður. Þá skorti líka þekkingu til að leysa tæknileg vandamál er fylgdu smíði svo stórra skipa. Hvernig átti til dæmis að leysa barátt- una við ölduganginn? Strax í fornöld höfðu menn áttað sig á því að skip sem öslar öldurnar hefur ekki stuðning af sjónum frá stefni til skuts. Átakið á skipsskrokkinn verður því mikið og hætt við að kjölurinn brotni. Einfaldasta lausnin á þessum vanda var að takmarka lengd skipanna. Það var ekki fyrr en á 19. öld að verk- fræðingar tóku að kljást við þetta vanda- mál. Þar stóð í fremstu röð Isambard Kingdom Brunel frá Stóra-Bretlandi sem Bretum finnst svo merkur að í nóvember 2002 varð hann annar í röðinni í almennri atkvæðagreiðslu sem BBC stóð fyrir og var háð til að velja merkasta Breta allra tíma. Aðeins Winston Churchill varð ofar. Great Eastern Fyrsta stóra skip Brunels var Great Western. Lengd hennar var 72 metrar, sem þótti, 400 árum eftir siglingu Zheng He, mjög stórt í Evrópu. Skipið var úr timbri og sérstaklega ætlað lil farþega- og póst- flutninga yfir Atlantshafið á milli Evrópu og Bandaríkjanna. í jómfrúrferð sinni sigldi Great Western frá Brislol til New York á fimmtán dögum. Meðalhraðinn var átta hnútar. Það gladdi Brunel ákaflega að þegar Great Western lagðist að bryggju í New York þennan apríldag árið 1838 voru ennþá 40 tonn af kolum í kolageymslu skipsins. Eldsneytis- birgðir voru ekki lengur vandamál á langri siglingu. Með góðri skipahönnun hafði eldsneytisvandinn verið leystur. Næsta verkefni Brunel var Great Britain, fyrsta stóra járnskipið sem byggt var til út- hafssiglinga. Því var hleypt af stokkunum í Bristol árið 1843 og var 98,2 metrar á lengd. Eftir langa og farsæla ævi endaði Great Britain sem safngripur í dokkinni þar sem hún var byggð. Freedom Ship: 1400 metrar, er það jramtíðin? Knock Nevis: 458 m., um 197t Normandie: Titanic: 269 m. eftir 1910 Great Britain: 98 m., um 1840 Freigdtan Jylland: 71. m. u m 1860 Great Eastem: 211 m. Rómverskt hveitiflutninga- skip: 54 m., þriðja öld e. Kr. Ormurinn langi: 37 m., um 990 Kínverskt skip úrflota Zheng He: 120-134 m„ 15. öld Santa Maria: 36. m„ um 1490 Flaggskipið Vasa: 61. m„ um 1620 Árið 1852 tók Brunel að íhuga byggingu risaskips sem yrði allt að 200 metrar að lengd. Hugsunin að baki svo stóru skipi var, að það gæti borið næg kol til að sigla alla leiðina til Ástralíu án þess að laka eldsneyti á leið- inni. Brunel setti öryggið á oddinn og hannaði skip með tvöföldum skrokki og valnsþéttum skilrúmum eft- ir bolnurn þverum og endi- löngum. Vinnan við Great Eastern, en svo nefndist risaskip Brunels, varð þó að martröð fyrir verkfræðinginn. Mikil fjárhagsleg vandræði, óhöpp og erfiðleikar urðu honum 34 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.