Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 36
í eldhúsinu hjá Fríðriki V Fiskur á grillið Er ekki við hæfi að tala aðeins um grill núna þegar vertiðin í grillmennsku er að hefjast? Sem betur fer er hráefnið, sem við grillum, alltaf að verða betra og betra. Við erum orðnir betri grillarar og þar af leiðari vandfýsnari á það sem við setjum á grillið. Ég man að þegar ég var strákur þá var aðallega grillað í neyð í sumarbú- staðnum eða fyrir utan tjaldið og þá að- allega pylsur. Siðan ruddist inná markað- inn kryddlegið niðursagað kjöt með beini sem var allt of salt og smakkaðist alltaf svipað, sama hver framleiddi. Iðu- lega voru þetta líka nökkva-feitar sneið- ar, hvort sem ræddi um lamb eða grís, þannig að grillstarfið varð líkara slökkvi- æfingu en eldamennsku. En nú eru aðrir tímar. Fólk grillar af meiri áhuga og fiskur er alltaf að verða vinsælli á grillið. Hér á eftir eru nokkur góð ráð og fisk-uppskriftir á grillið. Góð ráð við grillið Góð regla er að þrífa grillið ávallt að lokinni notkun þannig að maður gangi alltaf að því vísu, einnig getur reynst erfitt að þrífa gömul óhreinindi. Gott er að þrífa grindurnar með vírbursta. Gott er að strjúka grindina með olíu áður en grillið er hitað til að koma í veg fyrir að hráefnið festist á grindinni þegar grillað er. Hitið grillið vel áður en eldamennska hefst, en grillið iðulega á meðalhita, ekki við of mikinn hita þar sem þá er meiri hætta á bruna. Þegar fiskur er grillaður er gott að pensla hann með olíu eða smjöri góðri stund áður en grillað er. Þegar fiskurinn er settur á grillið er gott að hreyfa hann aðeins í upphafi þannig að hann festist ekki við grindina. Best er að snúa fiski aðeins einu sinni þegar hann er grillaður til að forðast að hann losni í sundur. Ég mæli með að kartöflur séu gataðar með gaffli og síðan grillaðar í smástund á neðri grindinni en síðan færðar á efri grindina og hafðar þar á meðan hitt hrá- efnið er grillað. Gott er að snúa kartöfl- unum oft. Ég nota aðeins álpappír þegar grilla á kartöflur á kolagrilli og þá læt ég kartöfl- urnar liggja með kolunum. Þegar grillpinnar úr tré eru notaðir er gott að láta þá liggja í bleyti í volgu vatni í tvo tíma áður en hráefnið er þrætt upp á þá. Þetta kemur í veg fyrir að pinnarnir brenni. Þegar grilla á marinerað hráefni eða hráefni í barbecuesósu er gott að fjar- lægja sem mest af marineringunni eða sósunni áður en hráefnið er sett á grillið til að varast að sósan leki niður í grillið og valdi bruna. Varist að hafa grillið of heitt þegar svona hráefni er grillað vegna þess hvað það er viðkvæmt fyrir bruna. Gott er að nota tvö sett af töngum og göfflum þegar grillað er - annað settið fyrir hráan mat og hitt fyrir eldaðan mat. Til að forðast kossmengun. Þorskur í umslagi Fyrir 4-6 manns 800 gr þorskflök beinlaus og roðlaus 2 stk rauðlaukar í sneiðum 2 stk sætar kartöflur í sneiðum 8 stk kirsuberjatómatar skornir í helminga 8 msk grænt pestó Salt og pipar Smá ólífuolía 8 til 10 basillauf Þykkur grill álpappír Aðferð: Búið til umslag úr álpappírnum. Setjið olíuna í umslagið. Raðið því næst kartöflusneiðunum, setjið þorskinn ofan á kartöflurnar, kryddið með salti og pipar. Smyrjið pestóinu yfir. Raðið rauð- lauk basil og tómötunum ofan á. Lokið umslaginu rnjög vel og grillið á neðri grindinni fyrst og færið síðan á efri grindina. Grilluð hvítlaukslúða Fyrir fjóra 800 gr. Stórlúða í sneiðum 8 msk smjör 2 msk saxaður hvítlaukur 2 msk steinselja Salt og pipar Aðferð: Bræðið saman smjör, hvítlauk og stein- selju í potti á grillinu eða á eldavél, penslið yfir vel kaldar lúðusneiðarnar, látið storkna. Grillið við miðlungs hita í stuttan tíma. Sesam og chilli lax Fyrir fjóra 800 gr laxaflök (beinlaus með roði) 1 dl sæt chilli sósa 2 msk sesamfræ 1 msk sesamolia 2 msk olía Aðferð: Skerið laxinn í fiðrildi, eða í þægileg stykki. Blandið saman chillisósu, sesam- fræjum og sesamolíu. Látið standa í u.þ.b. klukkutíma, grillið við miðlungs hita í stuttan tíma. Msxe 636 II áÍAA Slípar - sagar raspar - sker. _ RAFVER HF ‘ ' Xf Verkfœri fyrir alla SKEIFAN 3E-F - 108 REYKJAVIK SÍMI 581 2333/581 2415 RAFVER@RAFVER.IS - WWW.RAFVER.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.