Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Qupperneq 48
maður, þó ekki þurr og stífur, heldur
komu saman í honum eiginleikar sem
gerðu hann að miðpunkti i öllum mann-
söfnuði. Hann var glaðsinna, orðhepp-
inn, óþreytandi dansherra, hrífandi í
augum kvenna og einstaklega góður í
öllurn íþróttum. Hann gat setið hinar
mestu ótemjur en afburða hestamennska
hans vakti aðdáun Araba sem höfðu
hann í miklum metum fyrir vikið.
Ferdinand var líka heppinn, að
minnsta kosti framan af ævi.
Faðir hans, Mathieu de Lesseps, átti
sem sérlegur erindreki Frakka stóran
þátt í að koma Mohammed Ali til valda í
Egyptalandi. Ferdinand naut góðs af þeg-
ar hann, þá ekki þrítugur, var sendur til
Egyptalands á vegum frönsku utanríkis-
þjónustunnar. Hann var aufúsugestur í
höll Mohammeds Ali og varð trúnaðar-
vinur Mohammeds Said sem var einn
sona Ali
Svo gerðist það mörgum árum síðar að
einn bræðra Said, Ibrahim, tók við af
föður þeirra en Ibrahim varð ekki Ianglíf-
ur. Pá settist annar bróðir, Abbas Pasha,
á valdastólinn en enginn hörgull var á
bræðrum því að Ali hafði getið alls 84
börn sem komust til manns. Svo gerðist
það að Abbas var myrtur, en hann hafði
verið algerlega á rnóti skipaskurði um
eyðimörkina. Þá loksins var röðin komin
að Mohammed Said, aldavini de Lesseps,
að taka við stjórnartaumunum og það
var ekki að sökum að spyrja. Ferdinand,
sem hafði þá fyrir allnokkru látið af
störfum hjá frönsku stjórninni og gerst
herragarðseigandi í skjóli lengdamóður
sinnar sem var vellauðug, hafði samband
við vin sinn, óskaði honum til hamingju
og boðaði komu sína til Egyptalands.
Þetta var árið 1854.
Ferdinand var fljótur að sannfæra AIi
vin sinn um ágæti þess að grafa skurð í
gegnum eyðimörkina.
Hinn 30. nóvember 1854 undirritaði
Said samning er heimilaði de Lesseps að
rnynda félag um skurðinn mikla. Félagið
skyldi í 99 ár hafa allan rétt til hagnaðar
af skipaskurðinum og sjá um rekstur
hans.
Súesskurðurinn verður til
Slrax í upphafi var það staðfastur á-
setningur de Lesseps að skurðurinn yrði
öllum þjóðum til gagns og félagið um
gerð hans átti að vera alþjóðlegt. Frakkar
áttu alls ekki að vera ráðandi í félaginu,
þvert á móti voru settar reglur um hvað
hver þjóð mátti eiga að hámarki og þar
voru Bretar ekki undanskildir.
Þegar félagið, Compagnie Universelle
du Canal Maritime de Suez, var sett á
hlulabréfamarkað í nóvember 1858 hafði
de Lesseps tekið frá hlutabréf sem voru
eyrnamerkt helstu stórveldum vesturs-
ins. Hann varð því fyrir miklum von-
brigðum þegar hvorki Bretland né
Egypskir fyrirmenn skoða hvað verkinu miðar.
þeirri niðurstöðu að betra
væri að raungera aldagaml-
an draum Frakka um að
leggja undir sig Egyptaland.
Franska ríkisstjórnin
féllst óðara á tillöguna og
gerði Napóleon að yfir-
manni heraflans sem átti að
sjá um vinnuna.
Napóleon var sigursæll í
Egyptalandi. Draumar hans
um austurlenskt heimsveldi
og ný trúarbrögð, runnin
undan rifjum hans sjálfs,
áttu þó ekki eftir að rætasl.
Hann lét sig líka dreyma
um siglingaleið á milli Mið-
jarðarhafs og Rauðahafs til
hagsbóta fyrir franska lýð-
veldið. Hann reið út í eyði-
mörkina og kannaði leifar
hins gamla skipaskurðar
faraóanna. Með í för var
franskur vísindamaður sem
komst að þeirri niðurstöðu
að sjávarstaðan í Rauðahaf-
inu væri töluvert hærri en í
Miðjarðarhafinu og því ráð-
legra að grafa upp gömlu
faraó-leiðina fremur en að
gera skurð þvert yfir Sú-
eseiðið sjálft, á milli innhaf-
anna tveggja.
Þessi meinlega villa var
ekki leiðrétt fyrr en 1830
og þá af breskum vísinda-
manni. Sannleikann í mál-
inu geta allir séð sem sigla
um Súesskurðinn. Þar er ekki einn ein-
asti skipastigi.
En hvort sem það var vegna þessarar
reiknivillu franska vísindamannsins eða
einhvers annars þá aðhafðist Napóleon
ekkert frekar í málinu enda hafði hann í
nógu að snúast við að sigra heiminn.
De Lesseps var orðinn ekkill, með þrjú börn dframfæri, þegar
hann hófst handa við Súesskurð. Afiuga Frakka d sltipaskurði
er tengdi Míðjarðarhaf og Rauðahaf mdtti rekja allt aftur d
15. öld. Lessep hleypti nýju lífi í þennan draum.
Ferdinand de Lesseps
Það skýtur undarlega skökku við að
maðurinn sem átti eftir að láta draum
Frakka um skipaskurð á milli Miðjarðar-
hafs og Rauðahafs rætast, Ferdinand de
Lesseps, var enginn sérfræðingur um
tæknileg málefni. Hann var embættis-
48 - Sjómannablaðið Víkingur