Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Qupperneq 50
Hinn 17. nóvember 1868 var Súesskurðurinn vígður að viðstöddu miklu fjölmenni. Hátíðarhöldin voru gríðarleg og margir þjóðhöfðingjar mcettir
til Port Said en myndin er tekin þar við þetta tækifœri. Ljósm.: Otto Herschan/Hulton Archive
Bandaríkin keyptu eyrisvirði í fyrirtæk-
inu. Frakkar voru mun áhugasamari og
fjárfestu í um það bil helmingshlut en
Egyptar voru eilítið hógværari.
Á þeim fjórum árum sem voru liðin
síðan Said blessaði fyrirtækið, í nóvem-
ber 1854, hafði de Lesseps nú loks náð
að hnýta hina pólitísku enda og tryggja
fjármagn í verkið. Verkfræðingarnir voru
tilbúnir með uppdrætti og verkáætlanir
og í apríl 1859 tók de Lesseps fyrstu
skóflustunguna að heilli borg, Port Said.
Saltbarin ströndin og óendanlegir sand-
flákar blöstu við. Úti fyrir var grunnsævi
sem hélt stærri skipum frá landi. Þarna
mitt í auðninni og einskis manns landi
skyldi rísa hafnarborg og endastöð skipa-
skurðarins við Miðjarðarhaf.
í fjarska flökti tíbráin og bjó til vatn
við sjóndeildarhringinn. Hún blekkti þó
engan mann. Þarna var ekkert vatn að
finna, aðeins hinn hræðilega Cham-sin,
óhugnanlega sandstorminn sem gróf allt
á svipstundu sem á vegi hans varð.
Siglí eftir Súes.
Eiðið, sem de Lesseps hafði valið að
grafa í gegnum, var lífvana eyðimörk. Því
var það að um leið og Port Said byrjaði
að verða til var annar hópur verkamanna
tekinn til við að framlengja undur Nilar-
fljóts. Grafa átti vatnsveituskurð úr Níl
og tengja hann Port Said í norðri og í
suðri hinni gömlu hafnarborg, Súes, við
Rauðahafið. í árhundruð hafði Súes verið
miðstöð kaupmanna á leið til og frá Eg-
yptalandi. Slóðin til Kairó, frá Súes, var
þétttroðin þúsundum fóta, manna og
dýra.
Súes stóð hins vegar Kairó langt að
baki og var í raun ekki annað en smá-
þorp í eyðimörkinni sem þreifst ein-
göngu vegna skipaumferðarinnar um
Rauðahafið. Vatnsból voru fá og léleg í
þorpinu og ekkert vatn afgangs handa
gróðri. íbúar voru um 3000 talsins, bær-
inn skítugur og illa þefjandi, hótelin al-
ræmd fyrir flugur sem sóttu í augu
manna eins og birnir í hunang og
veggjalýs sem undu sér hvergi betur en á
mannslíkamanum. Það var því engin
furða að ferðamenn voru þeirri stundu
fegnastir þegar þeir sneru baki við bæn-
um og höfninni sem var krök af
mannætuhákörlum.
Vatnsleiðsla de Lesseps breytti þessu
og færði blessun Nílar inn í sandauðnina
sem urn aldir hafði verið neitað um lífs-
kraft vatnsins.
50 - Sjómannablaðið Víkingur