Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Page 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Page 60
Skortur á sjómönnum Eins og allar aðrar siglingaþjóðir standa Kínverjar frammi fyr- ir skorti á reyndum sjómönnum. Talið er að þá vanti um 13 þúsund sjómenn til að manna kínverska kaupskipaflotann. Mik- il áróðursherferð er í pípunum til að gylla ágæti sjómennskunn- ar í augum kínverskra karla - ég skal ekki segja hver þáttur þar- lendra kvenna á að verða í áróðrinum. Harmleikur varð í kjölfar skoðunar bandarisku strandgœslunnar á bílaskipí. Skelfileg afleiðing Eftir að bandaríska strandgæslan hafði framkvæmt skoðun urn borð í stórflutningaskipinu Celine vaknaði grunur um að oliu hefði verið dælt í sjóinn í gegnum skilvindur skipsins. Kölluðu þeir á FBI til að framkvæma rannsókn á grunsemdum sínurn. I kjölfarið framdi yfirvélstjórinn sjálfsmorð og skipstjórinn var handtekinn og færður í fangelsi. Þykir mönnum svo komið að yfirvöld fari með glæpsamlegum hætti gegn sjómönnum. Ný staða Vaxandi pappírsvinna um borð í skipum hefur orðið þess valdandi að aukið vinnuálag bætist á áhafnir skipa og þar verða þreyttari menn sem sinna sínum störfum. Shell hefur ákveðið að setja um borð í skip sín pappírs yfirmenn. Verkefni þeirra um borð verður að sinna allri pappírsvinnu eða að vera eins- konar skrifstofumenn og verður stöðugildið jafnt þriðja stýri- manni eða fjórða vélstjóra. Stefnan er að ráða fyrst og fremst fyrrverandi loftskeytamenn sem hafa GMDSS fjarskiptaréttindi. Dagleg störf þeirra munu felast í skýrslugerð fyrir aðra yfir- menn, varðstöðu um réttindi skipverja, launaútreikningum, vinnutímaskráningu, ruslaskráningu, hættumati og öryggiseftir- liti. Þá rnunu þeir fá það hlutverk að annast fræðslu og þjálfun nýrra skipverja. Stéttarfélög sjómanna hafa fagnað þessari nýju stefnu Shell og bent á að með því að létta álagi af öðrum yfirmönnum muni ör- yggi skipanna aukast til mikilla muna. Neyddur til undirritunar Tryggingaklúbburinn Gard P&I hefur upplýst að nýlega hafi skipstjóri á flutningaskipi lent í því að vera kúgaður til að skrifa undir skjöl af spánskum yfirvöldum. Forsaga málsins er að skip sem hann stjórnaði varð fyrir vélarbilun og ákvað hann að halda til hafnar í Ferrol á Spáni. Áður en skipið náði þangað varð skipið vélarvana og gerði þá eigandi skipsins samning um aðstoð við björgunar- aðila. Áður en sá björgunaraðili kom að skipinu gripu spænsk yfirvöld inn í málið og neyddu skipstjórann til að taka við enda frá spænskum dráttarbáti. í>á var hann í kjölfarið neyddur til að skrifa undir pappíra sem voru eingöngu á spænsku þar sem handjárnum og fangelsun var hótað til að fá undirskriftina. Olíumengun Bandaríska strandgæslan hefur á undan- förnum árum farið offari að mati margra þegar þeir hafa komið um borð í skip til skoðunar. Nýlega var Wallenius skipafélagið sett á lista yfir vandræðaútgerðir í Bandaríkjun- um vegna olíu sem fór í sjóinn. Skipa- félagið, sem hefur aðsetur í Singapúr, ját- aði sök fyrir dómara en ollumagn i vatni frá skilvindu var yfir leyfilegum mörkum. Samþykkti útgerðin 6,5 milljón dollara sekt. Yfirvélstjóri bílaflutningaskipsins Atlantic Breeze getur átt von á allt að fimm ára fangelsi fyrir atvikið en í dómsáttinni kvað á um að vélstjórinn skyldi mæta fyrir dómara. FéCag skipstjómarmanna sendir féíögum sínmrij öðrum sjómönnum og sjómanna- fjöískyíáum bestu kveðjur og hamingjuóskir í tiCefhi sjómannadagsins. Félag skipstjórnarmanna Með fagmennsku og færni í fyrirrúmi Borgartúni 18, 105 Reykjavík Skipagötu 14, 600 Akureyri Heimasíða www.officer.is og www.skipstjorn.is Tölvupóstfang officer@officer.is og skipstjorn@skipstjorn.is Horfnir farþegar Það er ekki bara himinn og hamingja að vera á skemmtiferðaskipum. Á síðustu tveimur árum hefur verið tilkynnt um hvarf alls 13 farþegar meðan á ferð skip- anna stóð. Á sama tímabili er talið að um 10 milljónir farþega hafi ferðast með skemmtiferðaskipum. Fyrir skömmu hvarf 15 ára gömul stúlka af Costa Magica í Kar- abíska hafinu. 60 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.