Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Page 66

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Page 66
Niagarafossarnir; þetta er sá hluti hans sem tilheyrir Kanada og heitir Horseshoe. Ljósm.: Guðmundur Pétursson Breytt heimilisfang, látið vita Kæru lesendur, undanfarið hefur svo- lítið borið á því að þið hafið staðið í bú- ferlaflutningnum og Víkingurinn þá stundum villst í gamla heimilisfangið. Sem betur fer hafa margir látið vita af sér en við viljum endilega að Víkingurinn fari alltaf á réttan stað. Tilkynnið því nýja heimilisfangið og getið þess jafnframt hver tengsl ykkar við Víkinginn eru. Hvort þið séuð félags- menn í FFSI, Verðanda eða Vísi? Ég veit að tvö síðarnefndu félögin eru sammengi í FFSÍ en þannig er mál með vexti að Víkingurinn er sendur út eftir fjórum listum: félagaskrám þessara þriggja félaga og skrá yfir áskrifendur utan FFSI sem er í mínum höndum. Ég get þannig breytt einum listanum en breytingar á hinum þremur þurfa að fara í gegnum hendurnar á forsvarsmönnum viðkomandi félags. Þetta er svolítið snúið (og ég stundum óttalegur flækjufótur) en ég veit að þið áttið ykkur á þessu. Niagara Já, já, þið megið hætta að netja á mig. Ég er búinn að fletta þessu upp í þykku bókinni minni. Með stór- góðu viðtali Þrastar Helga- sonar við Jón G. Magnús- son, sem birtist í síðasta tölublaði, var mynd af Ni- agarafossunum. Þó aðeins öðrum þeirra en þeir eru tveir. Sá á myndinni í 1. tbl. tilheyrir Bandaríkjun- um (The American Fall) og er tilkomuminni en sá stærri (Horseshoe Fall) er Kanadamegin og hærri. Á milli er Geitarey. Svo mikill er alvöruþungi Víkingsins í þessu máli að sendiboði blaðisins, Guð- mundur Pétursson, fór á staðinn og tók mynd af stærri fossinum, Horseshoe, sem birtist hér. Annars megið þið, lesendur góðir, gjarnan senda Víkingnum myndir af náttúruundrum sem þið hafið heimsótt og fáein orð með. Sjómannadagurinn 2006 Við í ritnefnd Víkingsins viljum nota þelta tækifæri og óska öllum sjómönn- um, nær og fjær, hjartanlega til hamingju með daginn. Njólið hans vel. LOGMENN BORGARTfJN] 18 - Sérhæfing í vinnuréttarmálum. - Innheimta vangreiddra launa - Uppgjör slysa- og skaðabóta - Gallamál og fjölskylduréttur o.fl. Jónas Haraldsson, hrl., Jónas Þór Jónasson, hdl. Sími: 562 9066 Fax: 562 9096 Stórás 6 • IS-210 Garöabæ Slml: 569 2100 • Fax: 569 2101 • www.hedinn.is Okkar bestu kveðjur á sjómannadegi 66 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.