Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 6
36
NÁTTÚRUFR.
Mistilteinninn vex á trjám og sníkir sér af fæðu þeirra. Hann
'iifir þó ekki nema að nokkru leyti á sníkjum, því að blöð hans
■eru græn; hann getur þannig aflað sér kolefnis úr lofti, en jarð-
fæðu alla verður hann að fá frá matmóður sinni, trénu, sem
hann sníkir á.
Mistilteinninn er með gagnstæðum, sígrænum, lítið eitt
skinnkenndum, heilrendum blöðum. Greinaskipun hans er mjög
regluleg; eru greinar hans allar gaffalskiptar. Að ummáli er
runninn næstum hnattlaga, getur hann orðið allt að hálfum metra
í þvermál, en er lítið eitt hærri. Greinar hans vanta eiginlegan
börk, en eru, eins og blöðin, ríkar af laufgrænu. Mistilteinninn
blómgast snemma á vorin, og eru blóm hans smá, gulleit, með
appelsínuilm. Aldinið er hvítt ber, og þroskast fyrst, er fram á
veturinn kemur. Að iutan er það klætt limkenndri kvoðu. Berin
dreifast með fuglum ýmist á þann hátt, að þau loða við nef
þeirra, svo að þeir verða að brýna gogginn við trjágrein og
festa berið við hana, eða þá að fuglarnir eta berin og dríta síð-
an fræjunum, er þeir hafa melt aldinkjötið. En hvort heldur sem
er, festist fræið við greinina og tekur brátt að spíra. Vöxturinn
fer þannig fram, að fyrst vex kímstöngullinn út frá greininni,
beygir síðan inn að henni og ummyndast þar í einskonar hefti-
flögu. Frá henni vaxa síðan rótarangar inn í gegnum börk grein-
arinnar, því að mistilteinplantan gefur frá sér efni, sem leysir
sundur börkinn og ryður þannig rótaröngunum braut. Þessir
rótarangar mistilteinsins eru harla ólíkar venjulegum rótum, því
að þá vantar bæði yfirhúð og rótarhár. Þær vaxa síðan inn í
sáldvef trésins og senda greinar inn í viðarhlutann og hina
svonefndu merggeisla. Þannig nær mistilteinninn sambandi við
alla leiðsluvefi greinar þeirrar, er hann vex á, og getur náð sér
þaðan þeirri næringu, er hann lystir. Svo náið er samband mist-
ilteinsrótanna og trés þess, er hann sníkir á, að þær fylgja vexti
trésins, og í fljótu bragði séð, líkist mistilteinninn grein af
fóðurtré sínu.
Mistilteinninn heimtar mat sinn og engar refjar, en heimtu-
frekjan verður honum hættuleg. Hennar vegna hlýtur hann
sjálfur fyrr eða síðar að bíða bana. Það gefur að skilja, að
tréð, sem hefir vei'ið svo óheppið, að fá þennan gráðuga gest
að matborði sínu, getur ekki veitt honum nema litla fæðu, án
þess sjálft að bíða tjón af því. En gesturinn spyr ekki að því,
heldur sýgur til sín allt, er hann fær náð. Verður því brátt
vart hrörnunarmerkja á matgjafanum, og jafnskjótt og þau