Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 15

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 15
NÁTTÚRUFR. 45 leika, sem eru bein afleiðing af sníkjulífinu. Þessir erfiðleikar eru ■einkum með tvennu móti, því vegna þess að sníkjudýrin eru stað- bundin, bundin á klafa, er þeim erfitt um æxlun, og erfitt um út- breiðslu. Hversu vel sem bandormsfjölskyldan lifir í þörmum mannsins, væri lífi hennar lokið, þegar matgjafinn fellur í val- inn, og þar með ættin úr sögunni, ef „bandormamamma" hefði •ekki séð fyrir afkvæmi, og komið því út úr líkamanum. Það er sníkjudýrunum lífsnauðsyn að afkvæmið komist burt úr líkama matgjafans, því á þann hátt er tegundinni borgið ef matgjafinn deyr, og svo opnast henni von um að vinna ný lönd. Þá þarf ung- “viðið að komast niður í eitthvað dýr, einkum dýr, sem búast má við að matmóðirin eti fyr eða síðar. Á. F. Nokktir orð tim grágæsír og helsíngja. i. Af öllum þeim fuglum, sem eiga heimkynni sín hér á landi, •eru grágæsirnar einna minnst kunnar öllum þorra manna. Al- mennast er það vitað, að hér eru til villtar gæsir (grágæsir), sem verpa hérlendis á sumrum, en fara af landi brott að haustinu, — ennfremur vita menn, að hér sjást oft og tíðum, bæði um vor, sumur og haust, ýmsar aðrar gæsir, sem naumast þarf að ætla, að verpi hérlendis, en eiga hér þó að jafnaði nokkura viðdvöl á ferð- um þeirra til varpstaðanna (í heimskautalöndunum?), og frá þeim þaðan aftur.Fram yfir þetta nær þekkingin yfirleitt mjög skammt, enn sem komið er. Þó skal það tekið fram, að frá fyrstu tíð hefir verið gerður greinarmunur á grágæsum og öðrum gæs- um, sem hér hafa sézt; þ. e. menn hafa tekið eftir því, að allar gæsir eru ekki gráar á lit. Hér eru all-algengar gæsir, sem eru annarlega litar; þ. e. meira eða minna svartar, eða mjög dökk- ar, og hvítar. Af fuglanöfnum þeim, sem til eru í íslenzku máli, og ekki eru síðari tíma tilbúningur, eru til aðeins tvö eða þrjú gæsaheiti, þ. e. grágæs (að fornu -gás), hrotgæs (eða hrota) og helsingi. Grágæsar-nafnið þarfnast ekki skýringar, í því felst bæði í senn, lýsing og heiti fuglsins. Þó skal það tekið fram, að það er notað jafnt um allar gráar gæsir, og er því upprunalega .samnefni (synonym), en ekki heiti neinnar sérstakrar tegundar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.