Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1932, Page 22

Náttúrufræðingurinn - 1932, Page 22
52 NÁTTÚRUFR. Tíl hvers framleíðír náttúran lítí? Eftir Á. Fríðríksson. 'Nú er vorið komið, miklir kraftar losna úr iæðingi, sem breyta íitliti landsins á skömmum tíma. Brátt verður landið al- þakið grænu skrúði, túnin, sem „loga öll í sóleyjum“, fylla hug- ■ann friði og gleði, hvítur svanur syndir á dökkbláu háfjalla- vatninu, hina drifhvítu mjöll jökultoppanna ber við heiðan himinn. Fagurlituð fiðrildi og önnur skordýr flögra á milli hinna marglitu blóma, brátt Ijómar allt landið í öllum regnbogans litum. En til hvers eru litirnir? Eru þeir einungis til skrauts? Hefir skapari heimsins einungis framleitt þá til þess að gleðja auga mannsins? Eða hversu mikils fer ekki sá á mis, sem er blindur? Auk eiginlegrar blindu, sem er í því fólg- in, að augað skynjar ekki ljósið, er eins og kunnugt er til lit- blinda. Fuilkomin litblinda heitir það, ef augað getur ekki skil- greint litina, fyrir slíku auga eru allir hlutir nokkurnveginn eins á litinn, svartir og hvítir, eins og ljósmyndir. Mikils hlýtur ,sá að missa af gleði lífsins, sem er fullkomlega litblindur, aldrei hefir hann notið litdýrðar vesturhiminsins um sólsetur, norður- Jjósið þekkir hann af afspurn, allt er grátt, svart og hvítt, eins •og litlausar kvikmyndir. Það, sem hefir áhrif á augu vor, og við nefnum ljós, eru bylgjur í ljósvakanum. Þessar bylgjur hafa áhrif á nethimnu augans, og áhrifin skynjum við sem ljós. Bylgjurnar nefnast ljósbylgjur. Nú eru til ljósbylgjur með mismunandi bylgju- lengd, en ljósbylgju af ákveðinni lengd skynjar heilinn sem á- kveðinn lit. Allir þeir geislar, sem hafa bylgjulengdina 490— 570 milljónustu hlutar úr millimeter, sýnast okkur grænir, og hlutir, sem endurkasta slíkum geislum, þegar sólarljósið fellur á þá, virðast grænir. Geislar, sem hafa bylgjulengdina 570— 600 milljónustu hluta úr millimeter virðast rauðir, o. s. frv. I sólarljósinu eru allir litir, sem þekktir eru á jörðunni. Sólar- ljósið er því ekkert annað en safn af ,,loft“-bylgjum með mis- munandi lengd. Falli nú birta (sólarljósið) á einhvern hlut, drekkur hann í sig geisla með ákveðnum bylgjulengdum (þ. e. suma litina) en endurkastar öðrum. Sumir hlutir drekka í sig Ijósgeisla með hvaða bylgjulengd, sem vera skal, þeir sýnast svartir. Aðrir hlutir drekka enga geisla í sig, en endurkasta þeim öllum, þeir sýnast hvítir. Þá eru til hlutir, sem drekka í

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.