Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 23
NÁTTÚRUFR. 53 sig alla liti (ljósgeisla með öllum bylgjulengdum) að undan- skyldum einhverjum einum, sem þeir endurkasta, þeir sýnast rauðir, bláir, grænir o. s. frv., eftir bylgjulengd þeirra geisla, sem þeir varpa frá sér, og berast auganu. Það er augljóst, að hvaða gagni það getur komið dýrun- um, að geta skynjað ljós með mismunandi bylgjulengd, eða mismunandi liti. Fyrir rándýrin er það lífsnauðsyn, að sjón og litskynjun sé sem allra bezt, svo að þau geti séð bráðina, og fylgt hinum allra minnstu hreyfingum hennar. Á hinn bóg- inn er það bráðinni lífsnauðsyn, að geta séð rándýrið, og forð- ast það, áður en í óefni er komið. En að hvaða gagni kemur það dýrunum að hafa lit? Um það ætla eg einmitt að fara nokkrum orðum. Svo mikið má segja strax, að það er aðal- atriðið fyrir bráðina, að litirnir geri hana sem líkasta umhverf- inu, svo ránlýrið eigi sem erfiðast með að koma auga á hana, og aðalatriði fyrir rándýrið, að litir þess séu þannig, að bráð- in eigi sem erfiðast með að varast það. Á hinn bóginn er það nauðsynlegt fyrir blómin, að litur þeirra stingi sem mest í stúf við lit umhverfisins, því þá eiga skordýrin, sem annast frævunina, hægast með að koma auga á þau. Aftur eru til litir, sem ekki verður séð, að komi að gagni. Blóð hryggdýr- anna er rautt, gallið er grænt, snjórinn er hvítur, hafið blátt, laufblöð hinna æðri landplantna eru flest græn, o. s. frv. Á þessu er víst ekki til nein skýring önnur en sú, að litirnir eru nauðsynlegir eiginleikar vissra efnasambanda, hvert efnasam- band hefir sinn lit. Samlitni. Dýr, sem altaf lifa í snjó, eru mjög oft hvít. Sem dæmi má nefna snæugluna, grænlandsfcérann, grænlands- fálkann og ísbjörninn. Þá eru dýr, sem lifa í snjó á vetrum en auðri jörð á sumrum, bi-eytileg á lit eftir árstíðum, hvít á vet- urna en dökk á sumrin. I þessum flokki er rjúpan, snæhér- inn og mörg önnur dýr. Þetta fyrirbrigði, að dýrin líkjast því umhverfi, sem þau lifa í, gætum við nefnt samlitni. ísbjörn- inn og uglan eru samlit snjónum til þess að dýr þau, sem þau veiða sér til matar, eigi erfitt með að varast þau, rjúpan og snæhérinn leynast betur í fönninni vegna hvíta litarins. Þó eru undantekningar frá þessari reglu. Hið fræga grávörudýr, safallinn (rándýr af marðaættinni), sem lifir í Síberíu, er eins á litinn allt árið, fagurgrár. En þegar fönnin þekur hinar enda-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.