Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 34

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 34
64 náttCtrupr. Skarkolaveídar Íslendínga og dragnótín heitir bæklingur, sem eg hefi nýlega gefið lit. Þar hefi eg reynt að sýna fram á, hvað mikill misskilningur það er, að nota ekki dragnót meir en nú er gert, þar sem hún er einkar ódýrt veiðar- færi, einkum fyrir smábáta. Dragnótin er fyrst og fremst veið- arfæri einyrk.jans, sem litlu liði hefir á að skipa, því manna- frek er hún ekki. Dragnótin er veiðarfæri fátæklingsins, sem litlu hefir úr að spila, hún tekur miklu minna með sér en lóðin, sem nú tíðkast á smábátum alls staðar við land. Þar þarf enga beitu, ekki þarf að verka fiskinn (skarkolann), sem í hana veiðist, hann má selja nýjan á heimsmarkaðinn, og þá er ekki salteyðslan. Dragnótin er eina veiðarfærið, sem getur :gert okkur kleift að veiða verðmætasta fiskinn á miðum lands- ins, skarkolann. Af hverjum 100 kolum, sem veiðst hafa hér við land, hefir talizt svo til síðustu árin, að við Islendingar höfum fengið 7, en útlendingar 93, og þar hafa Bretar borið langmest frá borði. Á hinn bóginn veiðum við Islendingar helming af öllum þeim þorski, sem hér er tekinn árlega; allir þeir útlendingar, sem hér eru að verki, fiska rétt á við okkur eina. Því miður standa þessar tölur um hlutdeild okkar í afl- anum á okkar eigin miðum í öfugu hlutfalli við verðið á þess- um fiskitegundum á erlendum markaði, því fyrir skarkolann höfum við fengið rúmlega fimm sinnum meira en þorskinn, miðað við þunga. Allir þeir, sem ekki láta sér á sama standa um afkomu íslenzkrar smáútgerðar, ættu að lesa þennan bæk- ling sér til fróðleíks og skemtunar, því þeir, sem eru hlyntir drag- nótaveiðum í landhelgi, mega vonandi vænta fylgis þar sem kverið er, en þeir, sem eru á móti, geta hlynnt að réttum gangi málanna með því að benda á það, sem missagt þykir. Kverið er 96 blaðsíður með 20 myndum, 4 yfirlitum og 14 töflum, og "kostar aðeins 3 krónur. Það fæst alsstaðar um land, á meðan ændist, en auk þess sendi eg það til allra, sem óska, gegn eftir- ’kröfu. Á. Friðriksson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.