Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUFR. 79 Ýmislegt. Með hringum þeim, sem útbýtt verður, munu verða send eyðublöð til að útfylla. Er mikið undir því komið að þau séu nákvæmlega og samvizkusamlega útfyllt. Á þau á að skrá: 1. Númer hringsins og einkennistölu. 2. Nafn (tegund) fuglsins, sem merktur var. 3. Hvar hann var merktur (bæjar- og sveitarnafn). 4. Hvenær hann var merktur (mánaðardag og ár). 5. Aldur fuglsins (ungi eða fullorðinn fugl). 6. Frekari upplýsingar ef nokkrar eru. (Hvort karlfugl eða kvenfugl, ef úr því verður skorið; ef ungi er merkt- ur í hreiðri, skal þess getið, hvort fleiri af systkinum hans voru merkt og þá með hvaða númerum o. s. frv.). Fyrir hvern stærðarflokk hringanna ætti alltaf að nota sérstakt eyðublað. Eins fyrir hringa sama stærðarflokks, ef númer þeirra eru ekki samhangandi. Fugla, sem maður þekk- ir ekki með vissu, ætti aldrei að merkja. Eins er mjög áríð- andi að tegundarnafn fuglsins sé nákvæmlega tilgreint á eyðu- blöðunum. Nöfn eins og önd, máfur o. s. frv. eru einskis virði, því að hvert þeirra á við margar tegundir fugla. Á hverju hausti, í síðasta lagi fyrir áramót, eiga eyðublöð- in eftir að þau hafa verið útfyllt, að sendast til Náttúrugripa- safnsins. Ef sami maður vill halda áfram að merkja, verða honum sendir nýir hringar og eyðublöð. Ef hann hefir hringa afgangs frá fyrra ári' ætti hann þó að nota þá fyrst. — Ef sá, sem merkir, fær einhverjar upplýsingar um fugla, sem hann hefir merkt, ef hann t. d. verður var við að þeir sækja aftur til fornra átthaga sinna, eða ef þeir verpa á sömu slóðum, eða í sama hreiðri, eða ef hann fær einhverja vitneskju um sam- heldni hjóna eða þesskonar, þá er hann beðinn að tilkynna það um leið. Mjög æskilegt væri, að þeir, sem tekið hafa að sér að merkja, vildu á vorin skrifa hjá sér komudaga hinna ýmsu far- fugla. Eins burtfarartíma á haustin, þó að hann verði ekki eins nákvæmlega ákveðinn. Þessi atriði eru mjög þýðingarmikil og væri æskilegt að fá slíkar skýrslur úr sem flestum héruðum landsins og um lengri tíma. Mjög mikilsvert væri að þeir, sem tekið hafa að sér að merkja, reyndu að fá fleiri áreiðanlega menn til að taka þátt í starfinu. Má búast við, að margir mundu vilja stuðla að fram- gangi málsins, ef þeim væri til fullnustu kunnur tilgangur og-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.