Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 3

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 3
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Auðnin erauðlind Á tímum alþjóðavæðingar og fjöl- þjóðahyggju verður mönnum æ ljósara mikilvægi sérstöðunnar. Sá sem ekki hefur eitthvað sérstætt fram að færa hverfur í meðal- mennskuna og týnist í offramboði alþjóðlegs efnis. Þetta á ekki síst við í menningarmálum og ferða- mennsku. Island hefur á skömmum tíma orðið mikið ferðamanrvaland. Margir átta sig ekki á því hvers vegna það hefur gerst. Hvað er það sem ferðamenn vilja sjá og sækja í? Er það næturlífið í Reykjavík? Eru það sögulegar minjar, handritin og Konungsbók Eddukvæða? Er það þjóðleg byggingarlist? Er það ís- lensk myndlist og menningararfur? Eða kannski stórar stíflur og álver? Sumir koma til að skoða þetta en það er lítill minnihluti. Kannanir hafa sýnt að það er íslenskt landslag sem dregur langflesta ferðamenn til landsins. Hér sjá mertn land sem er engu líkt, landslag sem mótað er af átökum elds og ísa, landslag sem er ungt og ber þess ljósan vott. Hvergi í heiminum getur að líta álíka víð- áttur af ungu náttúrulegu landslagi. Hér er jarðskorpan sjálf að myndast og mótast. Hraun og gígar, vikur- breiður og hlaupsandar, blágrýtis- hlíðar og móbergsfjöll, þetta eru einkennisþættir eldfjallalandslags- ins og þeir skapa sérstöðu landsins. Raunar er Island ekki bara sérstætt - um margt er það algerlega einstætt á jarðarhnettinum. Einn þáttur til viðbótar fullkomnar þessa mynd, það er auðnin, trjáleysið og hinn lág- vaxni og víða strjáli gróður. Sumum finnst sem þeir séu komnir í annan heim eða staddir á öðrum hnetti. Auðnin er auðlind, hennar þarf að gæta og hana þarf að verja því hættur steðja að. Lúpína hefur t.d. verið að breiða sig út yfir hraun og móa í stórum stíl á síðustu árum. Þessi hávaxna planta skyggir á hin smærri einkenni landslagsins, kaf- færir jarðminjar og tóftarbrot, kæfir gróðurinn sem fyrir er, ýtir brott lyngi og holtasóley, fækkar teg- undum og rýrir líffræðilega fjöl- breytni. Lúpína þekur nú flest holt á höfuðborgarsvæðinu og stóra fláka í Heiðmörk, hraunin við Þorlákshöfn og er ríkjandi víða suður um Reykja- nesskaga og í öllum landshlutum. Þekktasta dæmið um vandann sem hún veldur er í þjóðgarðinum í Skaftafelli. í upphafi þótti hún nytjajurt en nú er hún orðin plága sem menn hafa reynt að stemma stigu við með ýmsum aðferðum, svo sem með sláttuvélum og illgresis- eitri. Árangurinn hefur verið tak- markaður en á síðasta ári gripu menn til þess ráðs að beita fé á lúpínuna og hugsanlega verður blessuð sauðkindin bjargvættur í þessum efnum. Á 20. öld var fram- ræsla mýra og þurrkun lands talin til jarðabóta. Nú líta margir á þessa iðju feðra okkar sem hin verstu landsspjöll og miklu fjármagni og fyrirhöfn er eytt í endurheimt votlendis. Líklegt er að sagan sé að endurtaka sig en nú er það lúpínan sem á í hlut. Baráttan gegn henni verður þó snúnari því það er auðveldara að fylla upp í framræslu- skurð en endurheimta bláberjalyng úr lúpínuklóm. Skógræktarfólk verður líka að gæta hófs gagnvart auðnimii, ekki síst í gróðursetningu barrtrjáa. Það á ekki að eiga sér stað að barrviði sé plantað í hraun, allra síst í mosa- hraun. Vonandi er það hvergi á áætlun. Mosavaxið hraun er fágætt gróðursamfélag og einstök lands- lagsgerð. Það finnst næstum hvergi nema á Islandi og þekur hugsanlega örfá þúsund ferkílómetra. Barrskóg- ur er hins vegar algengasta gróður- samfélag jarðar og vex um óravíddir Skandinavíu, Rússlands, Síberíu, Alaska og Kanada. Hann þekur tugmilljón ferkílómetra. Það hafa þegar orðið slys í þessu efni og oft er bent á Heiðmörkina eða barr- skóginn í þjóðgarðinum á Þing- völlum í því sambandi. Nú er á döfinni mikið skógræktarátak á Hekluslóðum, áætlunin um svo- kallaða Hekluskóga. Megintilgang- urinn er sá að endurheimta náttúru- legan birkiskóg og kjarrlendi á svæðinu með því að örva eðlilega framvindu náttúrunnar og koma á legg trjálundum birkis og víðis sem síðan munu sá sér út. Með þessu er einnig vonast til að verja megi landið fyrir áföllum af öskufalli samfara stórgosum í Heklu. Hér er að vissu leyti ný hugmyndafræði á ferð sem ber að taka fagnandi. Um leið verður að hafa í huga að hraun og vikurbreiður frá sögulegum tíma liafa aldrei verið skógi vaxin og gróðursetning þar væri því nýnám en ekki endurheimt. Trjárækt er góðra gjalda verð á réttum stöðum en gleymum því samt ekki að auðnin á líka simi rétt. Árni Hjartarson er jarðjræðingur hjá íslenskum orkurannsóknum ogformaður ritstjórnar Náttúrufræðingsins. 73

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.