Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 7
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 3. mynd. Svartsnigill (Arion ateri í Hafnarfirði 8. júní 2005. - Black slug (Arion ateri, Hafnarfjörður, 8 june 2005. Ljósm./Photo Erling Ólafsson. Fæða Sniglar eru almennt hin mestu át- vögl sem éta u.þ.b. hálfa þyngd sína á dag. Flestir nærast á jurtum, aðrir á hræjum og rotnandi leifum. Því verður seint haldið fram að spánar- snigill sé matvandur og fæðuskortur er nokkuð sem hamr kymúst líklega ekki því hann étur nánast allt lífrænt sem á vegi hans verður. Hann sækir í safnhauga, étur hræ og hundaskít, svo eitthvað sé nefnt, og jafnvel aðra snigla. Það gerir hann þó sérlega illa þokkaðan hve sólginn hann er í ýmsar plöntur sem fólk ræktar í görðum sínum. Það getur vissulega reynst ræktandanum sárt að sjá uppáhaldsplönturnar hverfa ofan í kvikindið á örskömmum tíma eftir langtíma natni grænna fingra. Snigillinn notar lyktarskynið til að finna fæðu. Lyktsterkar plöntur, s.s. laukar, kryddjurtir og flauelsblóm, eru því sérlega vinsælar og gjarnan éhrar fyrst. Svo má nefna páskaliljur á vorin, stjúpur og rósir og hvaðeina sem stendur til boða. Þekkt er að spánarsnigill hafi upprætt kartöflu- rækt með því að éta kartöflugrösin í uppvexti. Lífsferill I nágrannalöndum okkar tekur lífsferillinn eitt ár. Kynþroska dýr deyja á haustin en ungir sniglar, allt frá nýskriðnum úr eggi upp í næstum kynþroska, grafa sig niður í jörðina til að þrauka veturirtn. Að vori fara sniglamir svo aftur á kreik. Eins og margir sniglar er spánar- snigill tvíkynja, þannig að þegar tveir sniglar makast frjóvga þeir hvor annan; ekki þarf einu simri tvo til því hann getur vel frjóvgað sig sjálfur. Hver einstaklingur verpir 20 til 30 eggjum í einu og getur verpt um 400 eggjum á lífsleiðinni. Sem betur fer er dánartíðnin yfirleitt mjög há en mikil eggjaframleiðsla þýðir þó að í hagstæðu árferði á hver og einn snigill möguleika á að fjölga sér svo um munar. Eggjunum er oftast verpt í litlar holur sem sniglarnir grafa í jörðina. Einnig verpa þeir undir lauf sem liggja á jörðimú og í rotnandi safnhauga. Eggin klekjast á 3,5-5 vikum, eftir aðstæðum, og sniglanúr verða kyn- þroska á u.þ.b. fimrn vikum. Hvers VEGNA VERÐUR SPÁNARSNIGILL SKAÐVALDUR? I nágrannalöndum okkar er spánar- snigill nú þegar orðinn alræmd plága. I upprunalegum heimkynn- um sínum á fberíuskaga er hann hvorki algengur né til vandræða en þar eru lífsskilyrði honum erfið vegna langvarandi hita og þurrka. Slíkt loftslag er sniglum afar óhagstætt. Með mikilli eggjafram- leiðslu aukast líkur á að einhver afkvæmi komist á legg á þessum slóðum. Spánarsnigill hefur haldið í frjósemi sína og mikla framleiðslu eggja í nýjum heimkynnum. í rakara og úrkomusamara loftslagi norðar í álfunni kemst aftur á móti miklu stærri hluti ungviðisins til fulls þroska. Þar getur fjöldinn því orðið gífurlegur á skömmum tíma og skaðinn af völdum þessara stór- vöxnu og gírugu átvagla þar með tilfinnanlegur. Hvorki svartsnigill né rauðsnigill hefur viðlíka viðkomu og skaðsemi af þeirra völdum er talin óveruleg. Það fer ýmsurn sögum af þessum óargadýrum og fjölda þeirra. Þess hefur t.d. verið getið að garðeigandi í Danmörku hafi safnað 10 þúsund sniglum í garði sínum yfir sumarið. Ekki er óalgengt að fólk hafi tínt um 100 snigla á nóttu. Þá ku hópur íbúa í dönskum bæ hafa safnað 80 kg af spánarsmglum til að sýna bæjaryfir- völdum fram á að um raunverulegt vandamál væri að ræða sem bregð- ast þyrfti við. Fyrir utan skaða sem sniglarnir geta valdið þykir afar óspemrandi að tipla um slímugar grasflatir þar sem herskari snigla hefur farið um. Þurfum VIÐ AÐ HAFA ÁHYGGJUR? Sú staðreynd liggur nú fyrir að spánarsnigill hefur náð að berast til íslands. Það hefur samrarlega ekki komið á óvart, því við íslendingar flytjunr til landsins fjöldann allan af lifandi plöntunr í pottunr eða jarð- vegshnausum, enda erum við mjög fús til að þreifa okkur áfram í garð- ræktinni og bjóða harðneskjulegum aðstæðum birgirtn með tilraunum í 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.