Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 8
Náttúrufræðingurinn
ræktun framandi og spennandi
plöntutegunda. Þó til þessa hafi
aðeins tveir spánarsniglar fundist
hér með vissu er full ástæða til að
vera á varðbergi. Sniglamir fundust
ekki sama árið og hvor í sínum
borgarhlutanum. Ekki er líklegt að
þeir hafi verið einir á ferð og ekki
skal gleyma því að jafn sjálfkyn-
hneigðar lífverur og sniglar eru
þurfa ekki lífsförunaut til að auka
kyn sitt.
Það er háttur landnema að fara
rólega af stað í nýjum heimkynnum
en að einhverjum árum liðnum
verður svo gjaman sprenging í við-
komu. Það er full ástæða til að velta
vöngum yfir möguleikum spánar-
snigils til að festa sig í sessi hér á
landi. Hörð frost á snjólausa jörð og
mikill hiti og þurrkur halda fjölda
snigla í skefjum en úthafsloftslag
eins og hér á landi skapar kjör-
aðstæður fyrir spánarsnigil. Frosta-
kaflar á vetrum kunna þó e.t.v. að
halda eitthvað aftur af sniglunum.
Fáar dýrategundir á norðurslóðum
leggja sér spánarsnigil til munns þar
sem hann er mun slímugri en t.d.
svartsnigillinn og þykir ekki ýkja
kræsilegur til átu. Þó er vitað til þess
að broddgeltir, greifingjar og villi-
svín éta spánarsnigla, einnig
aliendur.2 Hérlendis er vart að
vænta aðstoðar af því tagi í baráttu
við sniglana. Því er hætt við að
spánarsnigill nái hér traustri fótfestu
í náinni framtíð. Fólk er hvatt til að
vera á varðbergi og uppræta alla
spánarsnigla sem á vegi þess verða,
þó e.t.v. kunni baráttan að verða
torveld. Að lokum vilja höfundar
koma á framfæri óskum um að fá í
hendur alla meinta spánarsnigla
sem lesendur kunna að rekast á
næstu árin til að geta fylgst með því
hverrdg þeim vegnar.
SUMMARY
Iberian slug (Arion lusitanicus)
shows up in Iceland
The Iberian slug, which originates from
the Iberian Peninsula, started to
distribute north- and eastwards in
Europe after 1960, reaching the Nordic
countries in mid 1970ies. This large and
very productive slug has tumed out to
be a serious pest in parks, gardens and
agricultural landscapes in the moist
climate in northem Europe, conditions
that are obviously more favourable than
those dominating in the dry and sunny
Iberian Peninsula. The species had
reached the Faroe Islands in 1996 and
now the remote Iceland seems to be its
next target. The first Iberian slug was
recorded in Reykjavik in August 2003,
the second in early September 2004.
Probably these are only accidental
records. Still, there is every reason to
believe that this is, sadly, only the
beginning of the introduction of the
Iberian slug to Iceland.
Þakkir
Finnendum spánarsniglanna tveggja,
Magnúsi B. Skarphéðinssyni og Agnesi
Einarsdóttur, er þakkað fyrir að hafa komið
þeim í okkar hendur. Ted von Proschwitz,
Gautaborg, krufði báða sniglana og greindi
þá á kynfærunum. Fær hann þakkir okkar
fyrir aðstoðina.
Heimildir
1. Weidema, I.R. (ritstj.) 2000. Introduced
species in the Nordic countries. Nord
2000: 13. 242 bls.
2. von Proschwitz, T., & K. Winge 1994.
Iberiaskogsnegl - en art pá spredning i
Norge. Fauna 47.195-203.
3. Terney O. 1998. Spansk skogsnegl alias
dræbersneglen. BioNyt 104. 3-22.
4. Kemey, M.P. & R.A.D. Cameron 1979. A
field guide to the land snails of Britain
and North-west Europe. Collins,
London. 288 bls.
5. Eggert Olafsen & Biarne Povelsen 1972.
Reise igiennem Island foranstaltet af
Videnskabernes Sælskab i Kjobenhavn.
Soroe. 1042 bls.
6. Bloch, D. 2003. Morsnigilin ella hin
spanski snigilin. Frodi 1/2003. 16-18.
PÓSTFANG HÖFUNDA/AuTHORS’
Addresses
María Ingimarsdóttir
mariai©ni.is
Erling Ólafsson
erling@ni.is
Náttúrufræðistofnun íslands
Hlemmur 3
P.O. Box 5320
IS-125 Reykjavík
Um höfundana
María Ingimarsdóttir (f.
fræði frá Háskóla íslands
sama háskóla 2004. Hún
ÍMkjjp’' hefur starfað sem sér-
^ fræðingur á Náttúru-
fræðistofnun íslands frá
Erling Ólafsson (f. 1949)
r lauk BS-gráðu í líffræði
frá Háskóla íslands 1972
og Fil.Dr. í dýraflokkun-
arfræði frá Háskólanum í
Lundi í Svíþjóð 1991.
Hann hefur starfað sem
sérfræðingur hjá Nátt-
úrufræðistofnun íslands
síðan 1978.
78