Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 12

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 12
N áttúrufræðingurinn 3. mynd. Lindýraleifar úr Búlandshöfða og Stöð á norðanverðu Snæfellsnesi, ásamt núlifandi gimburskel úr Faxaflóa. a-b. Fjörudoppa úr Búlandshöfða, IMNH 757. c. Turnrósi úr Búlandshöfða, IMNH 794. d. Jökultodda (hægri skel) úr Búlandshöfða, IMNH 779. e-f. Legskeljar (e. vinstri skel og f. hægri skel) úr Stöð, IMNH 795 og IMNH 796. g. Gimburskel (hægri skel) úr Stöð, IMNH 797. h. Gimburskel (hægri skel) úr Faxaflóa, IMNH 6682. Mælikvarðinn er 1 cm. - Marine molluscs from the Mid Pleistocene deposits in Búlandshöfði and Stöð, Snæfellsnes, West Iceland, with a recent specimen of Tridonta borealis from Southwest Iceland. a-b. Littorina littorea from Búlandshöfði, IMNH 757. c. Tachyrhynchus erosus from Búlandshöfði, IMNH 794. d. Portlandia arctica (right view) from Búlandshöfði, IMNH 779. e-f. Triodonta placenta (left and right view) from Stöð, IMNH 795 and 796. g. Tridonta borealis (right view) from Stöð, IMNH 797. h. Tridonta borealis (right view ofa recent valve) from Faxaflói, Southwest lceland, IMNH 6682. Scale is shown by 1 cm bar. - IMNH: Safn Náttúrufræðistofnunar Íslands/The Icelandic Museum ofNatural History. svæðunum, en 30 þeirra finnast einnig sunnan íslands og ná átta þeirra suður fyrir Bretlandseyjar. Ef fánan á hverjum stað fyrir sig er skoðuð með tilliti til dreifingar tegunda eftir sjávarhita virðist allt benda til þess að ástand sem svarar til sjávarhita í lok jökulskeiðs hafi verið á svæðinu þegar neðri hluti laganna í Búlandshöfða og Stöð voru að hlaðast upp sem og lögin við Fossá, í Innra-Klifi, Amarvarpi, Ólafsvíkurgili, Tvífossagili og við Skarðslæk. Aftur á móti virðist sem umhverfisaðstæður hafi verið mild- ari, eða svipaðar og við Norðurland í dag, og hlýskeið að öllum líkindum gengið í garð þegar lögin í efri hluta Búlandshöfða og Skerðingsstaða- fjalli vom að hlaðast upp. Dýptar- dreifing fánusamfélaganna gefur til kynna að setið hafi hlaðist upp á gmnnsævi skammt undan strönd (e. sublittoral), nema í efri hluta Bú- landshöfða þar sem dýptardreif- ingin bendir til setmyndunar á eða við strönd (e. littoral). Af fánugerð og fjölda tegunda að dæma er líklegt að sjór hafi verið fullsaltur á myndunartíma setlaganna, nema helst er neðri hluti laganna í Bú- landshöfða myndaðist því þar er talsvert af jökultoddu og hallloku (Macoma calcarea). Það gæti bent til ferskvatnsíblöndunar og ísalts sjávar, ef til vill í nánd við hopandi jökul. í þeim setlögum sem rann- sökuð voru mátti bæði finna tegundir sem lifa á botninum (áfánu) og tegundir sem grafa sig niður í botnsetið (ífánu). ífánu- tegundir em í öllum þeim setlögum sem skoðuð vom, nema í Kirkjufelli þar sem aðeins fannst eitt eintak af hrúðurkarli, sem tilheyrir áfánu. Við Fossá og í Tvífossagili fundust einungis ífánutegundir, en annars var um blönduð fánusamfélög að ræða. Þrjár samfélagsgerðir fundust í setlögunum. Halllokusamfélag er í neðri hluta laganna í Búlandshöfða, Stöð, Innra-Klifi, Arnarvarpi, Tví- fossagili og Skarðslæk. Þetta sam- félag lifir í dag í eðjubotni á gmnnsævi á 4 til 60 m dýpi í flóum og fjörðum. í efri hluta Búlands- höfðalaga er tígulskeljasamfélag, en það lifir í malar- eða skeljabotni við ströndina eða í sandbotni á meira dýpi. í Skerðingsstaðafjalli er síðan kræklingasamfélag sem lifir oftast á 0 til 3 m dýpi við strendur landsins. í neðri hluta setlagartna í Búlands- höfða, Skerðingsstaðafjalli, Kirkju- felli, Amarvarpi og Ólafsvíkurgili er um að ræða samansafn af dýra- leifum (dauðasamfélög) sem hafa flust til vegna sjávarstrauma eða jökla og skeljar eru því jafnan illa brotnar og samlokur aðskildar í vinstri og hægri skeljar. Það bendir 82

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.