Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 13
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
til mikils ölduróts og strauma og því
má vera Ijóst að töluverð orka hafi
verið í umhverfinu þegar neðri hluti
setlaganna myndaðist. í efri hluta
laganna í Búlandshöfða, Stöð, við
Fossá, í Innra-Klifi, Tvífossagili og
við Skarðslæk endurspegla fánu-
samfélögin dýr sem forðum lifðu á
viðkomandi stöðum (lífssamfélög)
svo ætla má að þar hafi öldurót verið
minna og straumar veikari.
Turnrósi OG LEGSKEL
Turnrósi, Tachyrhynchus erosus
(Couthouy, 1838),9 tilheyrir turn-
sniglum og ættinni Turitellidae (3.
mynd). Hann lifir í dag umhverfis
norðurheimskautið (e. circumpolar)
og hefur fundist við Vestur- og
Austur-Grænland, Svalbarða, Nov-
aja Zemlja og í Austur-Síberíuhafi.10
Ennfremur hefur hann fundist við
Norður-Ameríku, við Nýfundna-
land og í Lawrenceflóa og suður til
Codhöfða.11 Þá hefur tegundin
fundist í Beringshafi suður að
Aljútaeyjum og Norður-Japan.10
Tumrósi lifir ekki hér við land í dag,
enda kýs hann mun svalari sjó en nú
er við landið. Dýptardreifing hans er
frá 12,8 m í Bathurstfirði í Kanada og
niður á 355 m dýpi við Vestur-
Grænland.11 Hann grefur sig lítillega
ofan í leir- eða siltbotn (ífána) og lifir
aðallega á svifi.10,12
Þróunarsaga turnrósa nær aftur á
efsta hluta tertíertímabils, þar sem
hann hefur fundist í Gubikmyndun í
Alaska13 og Pattorfiklögum á
Vestur-Grænlandi,14 en báðar þessar
myndanir eru frá plíósentíma. Þá
hefur hann fundist hér og þar í ís-
aldarlögum í Síberíu og Alaska. Hér
á landi hefur hann eingöngu fundist
í neðsta hluta setlaganna í Bú-
landshöfða á Snæfellsnesi.15,16,17 Árið
1998 fundu höfundar þessarar
greinar eitt heilt eintak og þrjú
brotin á þessum stað. Heila skelin er
10,8 mm löng og 4,8 mm í þvermál.
Hún er með sjö vindinga og hefur
hver vindingur 5-6 greinilega þver-
gára. Munninn er hringlaga með
tennta ytri vör.
Legskel, Tridonta placenta (Morch,
1869),18 tilheyrir gimburskeljarætt
(Astartidae) og virðist skyldust
gimburskelinni, Tridonta borealis
(Schumacher, 1817).19 Raunar hefur
hún oftast verið álitin afbrigði (e.
variety) eða undirtegund (e. sub-
species) af gimburskel.20,21'22,23 Hins
vegar taldi Hopner Petersen (2001 )24
að hér væri um sjálfstæða tegund að
ræða og lét ekki þar við sitja heldur
klauf hana upp í tvær tegundir og
nefndi aðra þeirra Astarte nuuki
(finnst einkum við Vestur-Græn-
land) og hina A. moerchi (finnst
einkum við Svalbarða). Höfundar
þessarar greinar telja að legskel sé
sjálfstæð tegund en varla að hún
skiptist í tvær tegundir. Vissulega
líkist legskel allverulega gimburskel
(3. mynd), en þó eru þær frábrugðn-
ar á að minnsta kosti fjóra vegu. I
fyrsta lagi er legskel ílengri og flatari
en gimburskel og virðist það eiga
jafnt við um núlifandi skeljar og
eintök úr jarðlögum, eins og úr
lögunum í Stöð en þaðan voru mæld
allmörg eintök. Hlutföll milli
lengdar (1), hæðar (h) og breiddar (b)
eru því önnur hjá legskel en
gimburskel. Mældar voru 15 mis-
stórar gimburskeljar frá Suðvestur-
landi og voru hlutföllin hæð/lengd
að meðaltali 0,88 (0,82-0,93) og
breidd/lengd að meðaltali 0,40
(0,35-0,49). Einnig voru mældar 15
legskeljar úr setlögunum í Stöð og
þar eru hlutföllin hæð/lengd að
meðaltali 0,68 (0,61-0,72) og
breidd/lengd að meðaltali 0,31
(0,28-0,33). Legskeljarnar úr Stöð
virðast emiþá lengri en skeljamar frá
Norður-Kanada,23 en hlutföllin
hæð/lengd í 25 skeljum frá kanad-
íska eyjaklasanum (Canadian Archi-
pelago) reyndust vera að meðaltali
0,76 (0,70-0,84) og breidd/lengd
0,30 (0,24-0,36). Hlutföll gimbur-
skelja frá Austur-Grænlandi, sem
Ockelmann birti 1958,21 virðast sum
hver nær hlutföllum legskeljar. Það
er hins vegar ekki eingöngu í skelja-
formi sem legskel er frábrugðin
gimburskel, því hvort tveggja er að
dráttarvöðvar legskeljar eru til
muna stærri og sterkari, og vöðva-
förin því einnig stærri, og hjörin
frábrugðin. í hægri skel gimbur-
skeljar eru tvær litlar hliðartemiur (e.
laterals) framan við aðaltönn (e.
cardinal) en hjá legskel aðeins ein.24
Að lokum má nefna að hýðið (e.
periostracum) hjá legskel er laust í
sér, með fíngerðum vaxtarlínum eða
rákum og brúnt til svarbrúnt að lit,
Tegund Species Lögun Hlutföllh/1 Shape Ratio h/l Hlutföll br/1 Hjör Ratio br/l Hinge Vöðvaför Adductor scars Hýði Periostracum
Gimburskel Tridonta borealis þríhymd, ávöl og flöt 0,88 0,40 tvær hliðartennur (laterals) fyrir framan aðaltönn (cardinal) í hægri skel fremra vöðvafar nýrlaga frekar fast í sér, með fínar vaxtarlínur eða slétt og gljáandi, hvítgult-hnetubrúnt
Legskel Tridonta placenta egglaga, aflöng og mjög flöt 0,68 0,31 ein hliðartönn (lateral) fyrir framan aðaltönn (cardinal) í hægri skel fremra vöðvafar hálfmánalaga eða sporöskjulaga frekar laust í sér með fíngerðar vaxtarlínur eða rákir, brúnt- svarbrúnt
1. tafla. Samanburður á 15 gimburskeljum frá Suðvesturlandi og jafnmörgum legskeljum iir setlögum frá hlýskeiði ísaldar í Stöð á
Snæfellsnesi. - Recent Tridonta borealis frotn Southioest lceland cotnpared to T. placenta from the interglacial sediments in Stöð,
Snæfellsties, West Icelattd. In both cases 15 specitnens were measured.
83