Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 14

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 14
Aldur, milljón ár Náttúrufræðingurinn en hjá gimburskel er það miklu fastara í sér, með fínar vaxtarlínur eða alveg slétt og gljáandi, hvítgult, ljósbrúnt eða hnetubrúnt á litinn. Því sýnist okkur þegar allt er tínt til að réttlætanlegt sé að líta á legskel sem sérstaka tegund (1. tafla). tflutfallslegurstyriairf) 2 10-1-2 Fjörudoppa f— Turnrósi Jökultodda Legskel 4. mynd. Aldur jarðlaga á norðanverðu Snæfellsnesi þar sem turnrósi, jökultodda, legskel og fjörudoppa hafa fundist, ásamt línuriti yfir sveiflur í þyngd sjávar tneð tilliti til súrefnissamsætanna 180 og 160. Línuritið er byggt á gögnum frá Raymo o.fl. (1990)32 og tímasetning sveifltia á línuritinu á Chen o.fl. (1955)P - The age of the sediments at Snæfellsnes, West lceland, with Tachyrhynchus erosus (turnrósi), Portlandia arctica (jökul- todda), Tridonta placenta (legskel) and Littorina littorea (fjörudoppa), with oxygett isotope curve for the North Atlantic. The diagram is based on Raymo et al. (1990) '1 and the timescale on Chett et al. (1995).33 Legskel lifir í dag við Austur- og Vestur-Grænland og Svalbarða, í Barentshafi, Karahafi, Laptevhafi, Austur-Síberíuhafi, Tsjúkothafi, Beauforthafi og einriig í kanadíska eyjaklasanum.23,24 Hún virðist því lifa meira eða minna umhverfis norðurheimskautið (e. circumpolar). Legskel finnst ekki lifandi við ísland í dag þar sem hún kýs mun kaldari sjó en nú er hér við land. Fáar heimildir eru um dýptardreifingu tegundarinnar, en í kanadíska eyja- klasanum er hún mjög algeng á litlu dýpi og virðist lifa frá fjöru og niður á um 463 m dýpi.21,23 Þar er hún algengust á svæðum með ísöltum sjó.23 Legskel grefur sig grunnt niður í botnsetið og talið er að hún sigti fæðuagnir úr sjónum.21 Eggin eru stór, með mikla forðanæringu, en sviflirfustigið er stutt eða vantar alveg og slíkt hlýtur að takmarka dreifigetu tegundarinnar.21 Jarðsaga legskeljar nær frá fyrri hluta ísaldar og til nútíma, en elstu jarðlög með henni eru Olkovlög í Síberíu frá neðra-pleistósen.25 Hér á landi hefur tegundin eingöngu fundist í neðri hluta setlaganna í Stöð á Snæfellsnesi.15,26 Árið 1998 fundu höfundar þessarar greinar allmargar legskeljar í Stöð, bæði stakar skeljar og samhangandi vinstri og hægri skeljar, sem virðast því hafa verið lifandi þegar þær grófust í setið.2 Skeldýraflutningar Sagt var frá því hér í upphafi að útbreiðslusvæði einstakra skeldýra hafa breyst á jarðsögulegum tíma og hefur þetta gerst á tertíertímabili, eins og sjá má í Tjörneslögum, en ekki síst hefur þetta verið áberandi á ísöld, þegar loftslagsbreytíngar voru kröftugri og kuldaskeið og hlýskeið skiptust á. I þessu sambandi er einkum bent á tumrósa og legskel, en áður hefur verið fjallað um jökultoddu og fjörudoppu í greinum sem birtust í Náttúrufræðingnum árin 2001 og 2002.27'1 Eitt besta dæmið um tegund sem hefur haft breytilega útbreiðslu í takt við loftslagssveiflur á ísöld er jökul- todda, en hún náði sífellt lengra til suðurs á jökulskeiðum, þegar ís- hellan teygði sig lengra suður á bóginn, en síðan hélt tegundin sig alfarið á norðurslóðum þegar hlýrra varð í lok jökulskeiða og á hlý- skeiðum. Þannig hefur þessi kald- sjávartegund náð allt að 2000 km suður fyrir núverandi suðurmörk á einstaka jökulskeiðum og raunar allt suður til Hollands. Þessar breytingar hafa endurtekið sig aftur og aftur síðan tegundin kom fyrst fram fyrir um 2,6 milljón ámm og fátt eitt virðist hafa hindrað tegundina í að flytjast tíl, jafnvel þótt sviflirfustigið standi stutt og dugi skammt til dreifingar. Líklega hafa þeir hópar sem náðu lengst í suður lognast út af þegar hlýnaði og ekki náð til baka á norðurslóðir, þar sem tegundin hefur alltaf lifað af. Fjörudoppa lifir hins vegar í mun hlýrri sjó en jökultodda. Fyrir um 1,1 milljón ára náði fjörudoppa norður á bóginn til Islands, eins og fundur hennar í hlý- skeiðslögum á norðanverðu Snæ- fellsnesi sýnir.2 Hún hefur hins vegar aldrei aftur gert vart við sig í íslenskri jarðsögu og raunar heldur ekki fyrr. Því er ljóst að í lok þessa jökulskeiðs, sem ummerki em um í Búlandshöfða, náði jökultodda hingað úr norðri og á hlýskeiðinu sem kom í kjölfarið barst fjömdoppa hingað úr suðri. Tvær aðrar kaldsjávartegundir lindýra hafa eirtnig náð til íslands í lok jökulskeiðsins fyrir um það bil 1,1 milljón ára, þegar jökulrænu setlögin neðst í Búlandshöfða og Stöð voru að hlaðast upp, en síðan hafa þær líklega mætt hér dauða sínum fremur en dregið sig til baka í norðurátt þegar hlýnaði og síðan aldrei komið aftur. Hér er um að ræða turnrósa (Tachyrhynchus erosus) og legskel (Tridonta placenta), en báðar þessar tegundir lifa nú í mun kaldari sjó (pólsjó). Þessar tegundir ásamt fjörudoppu virðast hvorki fyrr né síðar hafa gert vart við sig í íslenskri jarðsögu. Turnrósi og legskel náðu hingað til lands í lok jökulskeiðsins þegar neðri hluti setlaganna í Búlands- höfða og Stöð mynduðust. Þá var 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.