Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 15

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 15
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 5. mynd. Yfirlitskort af Norður-Atlantshafi. Hlýir hafstraumar eru sýndir með rauðum örvum, kaldir með bláum (frá ]óni Eiríkssyni o.fl. 1993).34 - The main oceanic circulation pattern around lceland (from Jón Eiríksson et al. 1993).3* einnig jökultodda hér við land, en allar þessar tegundir komu úr kaldari sjó. Jökultodda hafði komið hingað til lands nokkrum sinnum áður þegar neðri hluti laganna í Breiðuvík á Tjörnesi var að hlaðast upp.1 Lítið er vitað um líffræði tumrósa og legskeljar, en líklegt er að lirfur þessara tveggja tegunda hafi mjög stuttan eða jafnvel engan sviftíma eins og lirfur svo margra annarra kaldsjávartegunda. Það hamlar raunar einnig jökul- toddunni, en hún barst þó aftur og aftur til landsins á jökulskeiðum. Það liggur því ekki í augum uppi hvers vegna þessar tvær tegundir, turnrósi og legskel, létu ekki sjá sig aftur hér við land, t.d. í lok síðasta jökulskeiðs. Hitt er einnig eftir- tektarvert að í setlögunum á Snæ- fellsnesi eru að minnsta kosti þrjár tegundir sem ekki hafa fundist hér í öðrum jarðlögum og lifa ekki við landið í dag. Sum kuldaskeiðin á ísöld báru með sér mun kaldara loftslag en jökulskeiðið sem ríkti þegar neðri hluti setlaganna á norðanverðu Snæfellsnesi myndað- ist og eins voru sum hlýskeiðin með jafnmilt loftslag eða jafnvel mildara en hlýskeiðið sem við tók þegar efri hluti laganna var að myndast (4. mynd). Svæðið sem næst er Snæfellsnesi með lifandi tumrósa, jökultoddu og legskel er Suðaustur-Grænland. Svo virðist einnig hafa verið um miðbik ísaldar. Það er því nærtækast að telja að straumar hafi ráðið hér mestu og að norð-norðvestlægur kaldur og seltulítill straumur hafi verið ríkjandi við Vesturland meðan neðri hluti laganna á norðanverðu Snæ- fellsnesi var að myndast. Sennilega hefur Austur-Grænlandsstraumur- inn sveigst upp að Vesturlandi í lok þessa jökulskeiðs vegna þess að Irmingerstraumurinn var kraft- minni og gat ekki haldið Austur- Grænlandsstraumnum frá Vestur- landi (5. mynd). Ástæðan fyrir kraftminni Irmingerstraumi var lík- lega sú að verulega dró úr Norður- Atlantshafsstraumnum, ekki síst vegna ferskvatnsíblöndunar og minnkandi seltu þegar stórar jökul- breiður bráðnuðu á heimskauts- svæðunum og miklir jöklar, t.d. á Skandinavíu, bráðnuðu í hlýindum í lok kröftugs jökulskeiðs fyrir rúmlega 1,1 milljón ára. Tumrósi og legskel hafa ekki fundist í setlögum í Breiðuvík á Tjörnesi, en hluti þeirra var að myndast á sama tíma og setlögin á norðanverðu Snæfellsnesi. Það gæti verið enn frekari vís- bending um veikan Irmingerstraum og að Austur-íslandsstraumurinn úr norðvestri upp undir Norðaustur- land hafi einrdg verið frekar veikur á þessum tíma. Það er allvel þekkt að á köldum árum berst nokkurt magn af pólsjó úr Austur-Grænlands- straumnum austur á íslenska land- grunnið og blandast þar Atlantssjó í Irmingerstraumnum.28 Fjörudoppa dreifðist líklega frá Norðursjó til núverandi heimkynna í lok plíósentíma og byrjun ísaldar.27 Á nokkrum stöðum hefur hún fundist í jarðlögum utan við núver- andi útbreiðslusvæði, en það sýnir að tegundin er næm á breytingar í sjávarhita, en lirfa fjörudoppu er sviflæg, oftast 4-5 vikur.21’ Því komst tegundin til íslands á mildu hlýskeiði á ísöld, fyrir um 1,1 milljón ára, meðan efri hluti setlaganna í Búlandshöfða var að hlaðast upp. Síðar hvarf hún frá landinu, að því er virðist í upphafi næsta jökul- skeiðs, og engar vísbendingar eru um að hún hafi komið aftur. Eftir að sjór dýpkaði á Íslands-Færeyja- hryggnum og Wyville-Thomson- hryggnum á tertíertímabili, að minnsta kosti allar götur síðan á fyrri hluta míósentíma, hafa lirfur eða fullvaxta grunnsjávardýr átt erfiðara um vik að berast með 85

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.