Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 20
Náttúrufræðingurinn 1. mynd. Þyrnikrabbi. a) Yfirlitsmynd afkarldýri með skjaldarlengd 5,5 cm, lítillega brotið vinstra megin. b) Framendi kvendýrs með skjaldarlengd 5,1 cm séður framan frá. Vakin er athygli á tveimur uppsveigðum tindum sem standa fram úr skildinum ofan við augun og tindinum í miðjunni, sem stendur neðar en hinir út úr skildinum. Krabbinn er upplitaður eftir geymsluvökva. c) Hægri kló af sama karldýri og í a) séð fratnan frá. - a) Male Paralomis spectabilis with carapace length of 5.5 cm (rostrum excluded), whole animal, dorsal view. b) Anterior part of a female with 5.1 cm carapace length (rostrum excluded, colour of animal faded because of preservatives), frontal view, c) frontal view ofthe right cheliped of the animal shown in a). Ljósm./photo: Guðmundur Þór Kdrason. um 4,6 cm en einnig hefur áður fundist karldýr með 4,3 cm skjaldar- lengd.3 Þyrnikrabba svipar til gaddakrabba (Lithodes maja) í útliti en þeir eru nártir ættingjar. Þyrni- krabbi er þó öðruvísi á litinn en gaddakrabbi, sem er yfirleitt rauð- leitur ofan á skildi og útlimum en beinhvítur að neðanverðu. Trjónan á gaddakrabba er einnig frábrugðin þar sem miðtindurinn er miklu lengri en hinir tveir og er auk þess tvískiptur í endann. Lífshættir og útbreiðsla Um lífshætti þymikrabba er nánast ekkert vitað enda hafa fá eintök fundist. Eintökin sem Hansen1 fann vom af 1360-1930 m dýpi og þau sem síðar hafa fundist eru af 1200-1400 m dýpi. Sennilega lifir tegundin á mjúkum botni, því á miklu dýpi er yfirleitt leðju- eða leir- botn. Flestar tegundir af ætt gadda- krabba (Lithodidae), sem þyrni- krabbi tilheyrir, em taldar éta allt sem að kjafti kemur, bæði hræ og annað.4 Hægri gripkló þymikrabba er veigameiri en sú vinstri, eins og algengt er hjá skyldum tegundum. Það getur komið sér vel við fæðuöflun að nota stærri klóna til að brjóta t.d. skeljar, kuðunga eða ígulker en þá minni til að tína fæðuna upp í sig. Einnig gæti stærri klóin nýst vel í áflogum krabba á milli.5 Yfirleitt gengur æxlun krabba þannig fyrir sig að eftir frjóvgun ber kvendýrið eggin með sér undir búknum. Úr eggjunum þroskast lirfur sem em sviflægar í efri lögum sjávar. Á þessu tímabili berast lirfumar með straumum en þegar ákveðnum þroska er náð setjast þær á botninn. Við hagstæð skilyrði vaxa lirfumar síðan smám saman upp í fullþroska einstaklinga.6,7 Bent hefur verið á að hjá sumum tegundum af ætt gaddakrabba, og þá hugsanlega einnig hjá þyrnikrabba, bera kven- dýrin frjóvguð egg lengur en gengur og gerist hjá öðrum krabba- tegundum. Þá hefur komið í ljós að sá tími sem lirfur em sviflægar er tiltölulega stuttur og að lirfurnar geta náð þroska án þess að afla sér matar sjálfar. Hugsanlega er þessi háttur á uppvexti ungviðisins aðlögun að lágum hita og skorti á fæðu í umhverfinu,8 eins og oft er á miklu dýpi. Aftur á móti virðist sem þetta fyrirkomulag gæti einnig takmarkað möguleika á útbreiðslu tegundanna. Innan núverandi fiskveiðilögsögu íslands hefur þymikrabbi fundist fimm sinnum svo vitað sé. Danskur rannsóknaleiðangur á skipinu Ingolf fann rétt fyrir aldamótin 1900 eitt lítið karldýr um 120 km suður af Vík í Mýrdal á 1930 m dýpi og tvö allstór eintök, sitt af hvoru kyni, um 210 km vestur af Bjargtöngum á 1360 m dýpi. Þymikrabbi fannst ekki aftur við ísland fyrr en tvö eintök sem hér er fjallað um veiddust djúpt vestur af landinu, á nánast sama stað og eintökin tvö úr danska leiðangrinum (3. mynd). Viku síðar, þann 5. júní 1992, fann Jón Bogason tvo þyrni- krabba á sama svæði (65°21'6 N, 29037/5 y-j g 1241 m dýpi og eru þeir varðveittir á Náttúrufræðistofnun 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.