Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 21
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
2. mynd. Nornakrabbi. a) Yfirlitsmynd afkvendýri með skjaldarlengd 9,0 cm. Á næstaftasta útlimaparinu er vinstri fóturinn mun
smærri en sá hægri, sem bendir til að dýrið hafi misst þann vinstri og að nýr hafi vaxið í hans stað. b) Framendi skjaldar sama dýrs
séðurfrá hliö, sem sýnir þrjá tinda standafram úr skildinum. c) Aftasti útlimur hægra megin ásama dýri. Vakin er athygli á krepptri
kló á enda fótarins og að festing fótarins er ofar og nær skildinum en annarra fóta. - a) Fernale Paromola cuvieri with carapace
length of9.0 cm (rostrum excluded), whole animal, dorsal view. b) Anterior part ofcarapace, lateral view, c) a close-up ofthe posterior
appendages, posterior view. Ljósm./photo: Guðmundur Þór Kárason.
íslands (NI-17473, Guðmundur
Guðmundsson, munnl. uppl.). Að
lokum er svo eintakið sem fannst í
BIOICE verkefninu árið 1996, sem
einnig er af svipuðum slóðum (3.
mynd).
Þyrnikrabbi virðist einvörðungu
finnast á miklu dýpi og aðallega á
milli íslands og Grænlands. Ekki er
mikið um að fiskveiðar séu stundað-
ar svo djúpt og því litlar líkur á að
þessi krabbategund veiðist. At-
hyglisvert er að tegundin finnst við
ísland beggja vegna Reykjanes-
hryggjar, sem gæti bent til þess að
hún sé víðar djúpt suður og vestur af
landinu. Sama máli virðist gegna
um aðra skylda tegund, ígulkrabba
(Paralomis bouvieri), sem er minni og
þyrnóttari en þyrnikrabbi. Sú
tegund fannst tvisvar hér við land í
Ingolf-leiðangrinum, annars vegar
við Suðausturland og hins vegar
með þyrnikröbbum djúpt vestur af
landinu.1
Utan íslands farrnst þyrnikrabbi á
tveimur öðrum stöðum í leiðangri
Ingolfs á hafsvæðinu milli Islands og
Grænlands, en Grænlandsmegin við
miðlínuna á milli landanna1 (3.
mynd). Þar með eru upptalin þau
tilvik þar sem vitað er með nokkurri
vissu að tegundin hafi fundist.
Sumir telja þó að þymikrabbi hafi
fundist í tvígang í sovéskum rann-
sóknaleiðöngrum árin 1958 og 1967
við Suðurskautslandið, annars vegar
í Kyrrahafi og hins vegar í Atlants-
hafi (Birstein og Vinogradov 1967,
1972).sbr'4 Margt bendir þó til að ein-
tökin frá Suðurskautslandinu til-
heyri öðrum skyldum tegundum, en
ekki þymikrabba,3,9,10 en því em ekki
allir sammála.4,8
Nornakrabbi
Heiti og lýsing
Islenska nafnið er þýðing úr Norður-
landamálum en nomaheitið virðist
fyrst hafa verið notað í sænsku, þá
norsku og síðan í dönsku (danska:
heksekrabbe, hekse = nom).11 Á
ensku hefur tegundin verið kölluð
kassakrabbi (Box crab, box = kassi).12
Vísindaheiti krabbans er Paromola
cuvieri (Risso, 1816).
Höfundum hafa borist fjögur
eintök af þessari tegund. Það fyrsta
veiddist á 150-160 metra dýpi í botn-
vörpu m/b Sæmundar HF-85 suður
af Krísuvíkurbjargi snemma í sept-
ember 2003. Þetta var kvendýr með
7,4 cm langan skjöld og 6,8 cm
breiðan. Annað eintakið, sem einnig
var kvendýr, fékkst 18. maí 2004 í
humarvörpu m/b Hafnarbergs RE-
404. Það var með 9,0 cm langan og
8,2 cm breiðan skjöld og veiddist
suður af landinu í Meðallandsbug
(63°36' N, 17°41' V) á 130 m dýpi.
Þriðja eintakið var karldýr með 8,7
cm langan og 8,0 cm breiðan skjöld.
Það veiddi m/b Gulltoppur ÁR-321
með humarvörpu í Háfadjúpi við
Vestmannaeyjar (63°27' N, 19°56' V)
á 170 m dýpi þann 16. maí 2005.
Fjórða eintakið veiddist á 150 m
dýpi þann 26. ágúst 2005 í humar-
vörpu m/b Þóris SF-77 í Meðal-
landsbug (63°33' N, 17°38' V, 3.
mynd). Það var kvendýr með 9,9 cm
langan og 8,7 cm breiðan skjöld.
91