Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 26

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 26
Náttúrufræðingurinn 2. mynd. rRNA-sameind úr Escherichia coli. Tvívíð bygging sameindarinnar er sýnd. Ekki eru allir sammála um að snyrtileg flokkun á grundvelli rRNA-raða réttlæti þrískiptingu lífheims. Þróunarfræðingurinn Emst Mayr hefur t.d. mótmælt þessari flokkun og skrifað snarpa grein máli sínu til stuðnings.6 Hann vill að menn haldi sig við tvískiptinguna í dreifkjörnunga og heilkjörnunga enda sé frumuskipulag raunbaktería og fombaktería í aðalatriðum það sama. Woese7hefur andmælt og svo er að sjá sem þrískiptingin sé búin að festa sig í sessi innan líffræðinnar. Það er líka fleira ólíkt með raun- bakteríum og fornbakteríum en rRNA-raðimar. ÓLÍK VELDI Athugum samt fyrst það sem sér- staklega er líkt með raunbakteríum og fombakteríum og skilur hvorar tveggja frá heilkjömungum. Hvor- ugar hafa frumukjama umlukinn himnu né heldur innhimnukerfi. Þær hafa heldur ekki himnubundin fmmulíffæri á borð við hvatbera og grænukom heilkjömunga (3. mynd). Reyndar eru þessi frumulíffæri talin afkomendur dreifkjörnunga sem endur fyrir löngu tóku upp samlífi með heilkjarnafrumum eða fyrir- rennurum þeirra. Litningaskipulag raunbaktería og fombaktería er svipað. Litningurinn er yfirleitt einn og hringlaga en oft eru að auki í umfryminu litlar hringlaga DNA-sameindir, plasmíð, sem eftirmyndast óháð litningnum. Hjá báðum er genum oft skipað í genagengi sem umrituð em samfellt yfir í mRNA. Allt er þetta ólíkt í heilkjamafrumum. Þær hafa fleiri en einn litning í himnuluktum fmmu- kjama, oft marga. Litningamir eru ævinlega línulegir og hvert gen er yfirleitt umritað út af fyrir sig. Prótín eru mikilvægur hluti af byggingu litninganna en í dreifkjörnungum eru litningarnir gerðir úr nöktu DNA sem viss prótín geta þó tengst. Frumur heilkjörnunga skipta sér með mítósuskiptingu, sem er óþekkt hjá dreifkjömungum. En hvað er það auk rRNA-rað- anna sem einkum greinir forn- bakteríur frá raunbakteríum? Fyrst skal nefna ytra borð frumunnar. Fornbakteríur vantar alveg fjöl- sykru- og peptíðflókann múrín sem einkennir frumuveggi raunbaktería og í fmmuhimnu hafa þær etertengd kolvetni sem fyrirfinnast ekki hjá raunbakteríum. Ekki er síður at- hyglisverður sá munur sem er á umritunarkerfum fornbaktería og raunbaktería. Umritunarensím forn- baktería, RNA-fjölliðarinn, er líkt og fjölliðarar heilkjörnunga settur saman úr um 10 ólíkum undirein- ingum. RNA-fjölliðari raunbaktería er hins vegar mun einfaldari, undir- einingarnar einungis af fjórum gerðum.8 Reyndar em tvær stórar undireiningar sameiginlegar með RNA-fjölliðurum allra veldanna. Rót umritunarkerfa veldanna virðist því sú sama. Þetta bendir til þess að umritun hafi farið fram í sameigin- legum forföður allra núlifandi líf- vera og að DNA hafi því verið erfða- efni hans. Fombakteríur standa líka nær heilkjömungum en raunbakt- eríum, bæði hvað varðar gerð stýril- svæða framan við gen og skyldleika prótína sem þörf er á við upphaf umritunar. Þannig nota þær tvo upphafsþætti umritunar (prótínin TBP og TFB) sem samsvara nauð- synlegum upphafsþáttum heil- kjamafrumna en eiga sér enga hlið- stæðu í raunbakteríum.8'9 Prótínmyndunarkerfið er aftur á móti í meginatriðum það sama í veldunum þremur. Þróun þess hefur því verið komin mjög langt á veg þegar leiðir skildi.10 Frávik em þó hvað snertir upphafsþætti prótín- myndunar (prótín), sem em greini- lega skyldir í fombakteríum og heil- kjörnungum en ólíkir í raunbakt- eríum. en ólíkir í raunbakteríum.8,11 Eftirmyndunarkerfi veldanna Heilkjamafruma o Dreifkjörnungur I_______I 10 nm 3. mynd. Samanburður á dreifkjarnafrumu og heilkjarnafrumu úr dýri. Litningar eru ekki sýndir. Yfirborð dreifkjarnafrumunnar ber einkenni raunbaktería. 96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.