Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 36

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 36
Náttúrufræðingurinn Fyrir 2,5 milljón árum voru einungis þrjár ættkvíslir eftir og nú er aðeins ein, þ.e. ættkvíslin Equus. Fyrstu rannsóknir á kjarnsýru hvatbera hjá hestum bentu til að sameiginlegur forfaðir núlifandi tegunda, sem nefndur hefur verið E. simplicidens, hefði verið uppi fyrir um 3,6 milljón árum og bar þeim rannsóknum vel saman við fyrri steingervingafundi.2 Samkvæmt nýrri hvatberarannsóknum er þessi sameiginlegi forfaðir þó mun yngri, eða 2,3 milljón ára gamall.3 í um 10 milljón ár var forvera núlifandi Eqwws-tegunda einungis að finna í N- og Mið-Ameríku. Á plíósen, fyrir um 2-3 milljón árum, færðu þeir sig hins vegar aftur yfir til gamla heimsins og voru hestar því bæði í gamla og nýja heiminum um 2 milljón ára skeið.1 Örlög allra Equus-tegundanna í Ameríku urðu hins vegar þau að deyja út í lok ísaldar, fyrir um 10 þúsund árum. Ein af síðustu ættkvíslunum sem dóu út í Ameríku var Hippidion, en tegundir þeirrar ættkvíslar lifðu í Suður-Ameríku á síðustu ísöld (pleistósen), frá því fyrir 2 milljón árum þar til fyrir um 10 þúsund árum5 (2. mynd). Hippidion-tegundir höfðu stutta og svera framfætur með einni tá og mikið „kónganef" eða flipa sem talið er að þeir hafi notað til að grípa í einstök laufblöð trjáa og runna. Olíkt núlifandi hestum, sem velja sér nær eingöngu grös til beitar, virðast þessar tegundir hafa valið sér mun meira af laufblöðum trjáa og runna, þ.e. verið „runna- eða kvistætur" (browser) eins og geitur í dag.5 Hippidion-tegundirnar voru trúlega síðustu hestamir sem völdu sér frekar laufblöð en grös til beitar, en allar Equus-tegundirnar teljast grasbítar. En það var ekki einungis Hippi- dion-ættkvíslin sem dó út í lok ís- aldar (pleistósen). Á þessu tímabili urðu fjölmargar tegundir, ættir og ættkvíslir aldauða og er þetta tímabil eitt af hinum stóru útdauðatíma- bilum jarðsögunnar. Loftslagsbreyt- ingum í lok ísaldar er almennt kennt um þennan mikla útdauða. Hins vegar hafa verið leiddar að því líkur að ofveiði mannsins, sem fjölgaði mjög á þessu tímabili, hafi ekki síður átt stóran þátt í útdauða hestanna í Ameríku og verulegri fækkun teg- undanna sem voru í Evrópu og Asíu (3. mynd).6'7,8,9í lok ísaldar er talið að a.m.k. 27 tegundir hafi verið til í hestaættkvíslinni Equus, bæði í gamla og nýja heiminum.3 Eins og fyrr segir dóu allar tegundimar út í nýja heiminum og einungis sjö tegundir ættkvíslarinnar lifðu af í Evrópu, Asíu og Afríku. Það em þær tegundir hesta, asna og sebrahesta sem við þekkjum í dag.1 NÚLIFANDI TEGUNDIR Nokkuð hefur verið á reiki hvemig flokka ætti tegundirnar, en rannsóknir á kjarnsýru hvatbera tegundanna hafa skýrt mjög skyld- leika og tengsl þeirra. Nú em flestir sammála um að tegundimar séu sjö, sex villtar auk hins ræktaða og tamda hests (Equus caballus). Þessar sex tegundir eru hinn eiginlegi villihestur, þ.e. takhi-hesturinn (E. przewalskii), þrjár tegundir sebra- hesta (E. greyvi, E. zebra og E. bur- chelli) og tvær asnategundir, afríku- asnirtn (E. africanus) og asíuasninn (E. hemionus)} Tíbetasninn (E. kiang) er af sumum enn talinn sérstök teg- und3,4 og telst þá áttunda tegundin, en aðrir telja hann til asíuasnans. Tamdi hesturinn er skyldastur takhi-hestinum og tamdi asninn er kominn af afríska asnanum. Af sebrahestum eru ekki til nein tamin afbrigði. Samkvæmt Jansen o.fl.10 greindist fjallasebrinn (E. zebra) fyrst frá meginstofninum. Næst greindist Ár (milljónir) S-Ameríka Norður Ameríka Gamli heimurinn Kvarter Equus Equus 10- 15-| 20. 25 30 35 40 45- 50. 55 Mílósen Merychippus Parahippus Ólígósen Miohippus | Grasbítar | | Runnaætur Eósen r Eohippus Jarðsögutímabil 2. mynd. Helstu ættkvíslir innan hestaættarinnar frá upphafi til okkar daga. - The evo- lutionary tree of the family ofEquidae. Aðlagað og birt með leyfi B.J. MacFadden.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.