Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 39

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 39
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags mjög hinum útdauða villta tarpan- hesti, bæði að lit og byggingu. Þeir eru fremur smávaxnir, mógrábrúnir með dökka rák eftir hryggnum (móálóttir). Faxið er fremur þunnt og fellur til hliðanna eins og á ræktaða hestinum (4. mynd). Þeir hafa einnig dökkar rákir ofarlega á framfótunum og á sumum einstakl- ingum sést einnig móta fyrir dökkum rákum á baki (5. mynd). Rákir á fótum eru taldar fom einkenni og finnast hjá stökum hestum fleiri hestakynja, svo sem eistneska hestinum en þar em rákimar fyrst og fremst á afturfótum (6. mynd). Rákir á fótum eru einnig á sumum íslenskum hestum, aðallega þeim sem eru álóttir. Tarpanhestarnir þykja skynsamir en þrjóskir og em auðtamdir. Þeir þykja ekki mjög góðir reiðhestar og geta ekki lyft framfótunum að neinu marki í reið (Marek Borkowski, pers. uppl.). Tarpaninn finnst nú villtur í Belov- ezhskaya Pushcha-þjóðgarðinum í Hvíta-Rússlandi og Bialowieza- þjóðgarðinum í Póllandi, en þessir þjóðgarðar liggja saman á landa- mærum landanna. Svæðinu við Belevezhskaya Pushcha var lokað þegar árið 1538 til vemdar evrópska vísundinum og þess vegna varð- veittust þar síðustu minjar hins náttúrulega evrópska vistkerfis. Á 19. öld var svæðið veiðilenda rússn- esku keisaranna. Stærð þjóðgarðamia tveggja er rúmlega 98.000 ha og þeir eru nú eina afdrepið fyrir stóru grasbítana tvo í Evrópu sem enn eru eftir villtir, evrópska vísundinn og evrópska villihestinn, tarpaninn.15 T akhi-hesturinn Takhi-hesturinn eða przewalski- hesturinn var algengur áður fyrr á sléttum Mongólíu og N-Kína. Rússneski ofurstinn og landkönnuð- urirtn Przewalski sá og greindi frá villtum hesti á sléttum Mongólíu um 1880 og var tegundinni gefið nafn hans. Takhi-hestum fækkaði stöðugt alla 20. öldina og sást síðasti villti takhi-hesturinn í Mongólíu 1968. Hann var þó enn að finna í dýra- görðum víðsvegar um heim og 6. mynd. Eistneski hesturinn. Sviyaðar rdkir eru á þessum hesti og á tarpanhestinum. - The Estonian horse; similar markings as on the tarpan. Ljósm./photo: Anna Guðrún Þórhallsdóttir. byggðist endurræktun hans á síðari hluta 20. aldar á 13 af þessum dýra- garðshestum auk eins ræktaðs hests.16 Markmiðið með endur- ræktunimri er og hefur verið að koma upp á nýjan leik náttúmlegum stofnum á sérstökum svæðum í Mongólíu og víðar. Frá 1994 hefur nokkrum hópum t.d. verið sleppt lausum í Hustai-þjóðgarðinum í Mongólíu.17 Nú eru nær 100 villtir takhi-hestar í Mongólíu og athugan- ir á þeim benda til að þeir bjargi sér ágætlega og hegði sér eðlilega.18,19 Alls telur stofn takhi-hesta í heimin- um um 2000 dýr. Takhi-hesturinn er bleikálóttur, með ljósa snoppu og dökka fætur. Misjafnt er hversu ljós hann er á skrokkinn. Hann hefur dökkt fax sem stendur upp eins og bursti, líkt og á sebrahestum (7. mynd). Hann hefur 66 litninga en ræktaði hestur- inn 64. Þrátt fyrir tilraunir hefur ekki tekist að temja takhi-hestinn. 7. mynd. Takhi-hestar á háslettu í Suður-Frakklandi. - The Takhi (przewalski horses) in South-France. Ljósm./photo: Hrefna Sigurjónsdóttir. 109

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.