Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 42

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 42
Náttúrufræðingurinn sinnar en hin stærri. Þau hafa því ekki svigrúm til að bíða eftir að orkan leysist úr læðingi við hæga örverumeltingu. Þau verða að éta orkuríkt, auðmelt fóður. Því stærri sem dýrin eru, því auðveldara eiga þau með að lifa á lélegra, trénis- ríkara fóðri. Hin almenna regla sem við sjáum er einmitt þessi. Minnstu jurtaæturnar lifa á orkuríkum blöðum tvíkímblöðunga, en hinar stærstu á grófustu, trénisríkustu grösunum.32 Munur á jórturdýrum annars vegar, með örverumeltinguna framan við hirtn eiginlega maga, og hestum hins vegar, með örveru- meltinguna aftan við hinn eiginlega maga, er mjög veigamikill. Sé ör- verumeltingin fyrst í kerfinu er öll fæða brotin niður af örverum, hversu auðmeltanleg eða illmeltan- leg sem hún er. Fæðan fer ekki úr vömbinni áfram niður meltingar- veginn fyrr en hún hefur verið brotin niður í smáar einingar. Sé fæðan mjög illmeltanleg tekur langan tíma að koma henni í gegn- um meltingarkerfið og á meðan getur dýrið soltið í hel.31 í kerfi jórturdýranna er því innbyggður flöskuháls.31 Þeim er nauðsynlegt að auka hraða meltingarinnar með því að jórtra, þ.e. að tyggja fæðuna upp á nýtt eftir að henni hefur verið kyngt í fyrsta sinn. Því trénisríkari sem fæðan er, því lengri tíma tekur jórtrið og sá tími er tekinn frá beinni fæðuupptöku - beitinni, en nýtist til hvíldar. Mælingar sýna til dæmis að hjá íslensku sauðfé er hámarks- beitartími um 11 klst. á sólarhring.35 Hjá hestum er svona flöskuháls ekki fyrir hendi því fæðan fer fyrst niður í hinn eiginlega maga, þar sem auðmeltanlegustu efnin eru tekin beint upp.36 Tréni og annað tormelt heldur áfram í gegnum þarmana og niður í ristil og á þar nokkra viðdvöl, en ekki eins langa og í vömb jórturdýranna. Frá ristli getur fæðan síðan haldið beint út, án nokkurra frekari tafa. Meltingin hjá hrossun- um tekur því skemmri tíma og fæðan er minna melt. Þetta má sjá greinilega með því að bera saman komastærð í kúadellu og hrossa- taðshrauk; í hrauknum eru mun grófari korn en í dellunni. Almennt má gera ráð fyrir að hross hafi 70% meltingargetu á við jórturdýr af svipaðri stærð.37,38 Hrossin þurfa því að auka næringarnámið eftir því sem fæðan verður lélegri. Þar sem hross jórtra ekki geta þau verið á beit nær allan sólarhringinn ef þörf krefur og hafa íslensk hross mælst á beit í allt að 22 klst. á sólarhring, á Iélegu landi.39 Á góðu landi verja hrossin hins vegar aðeins um 60% tíma síns í beitina, eða um 14 klst. á sólarhring.39 Sú staðreynd að dýmm innan hestaættarinnar fækkaði en jórtur- dýmm fjölgaði í tímans rás hefur vakið þá spurningu hvort ristil- melting standist ekki samanburð við vambarmeltingu jórturdýranna; hvort jórturdýrin hafi urinið í sam- keppninni um grasið.26 Ekki er aðeins bent á að jórturdýrin nái meiri orku úr grösunum, heldur einnig að jórturdýr eigi ekki svo mjög í vök að verjast fyrir afræningj- um sem hestamir. Þau geti gleypt í sig fæðuna og horfið síðan í skjól og öryggi til að ljúka við að tyggja hana.26 Á móti er bent á að þessi samanburður sé ekki raunhæfur þar sem hestar séu nú á dögum á öðru búsvæði en jórturdýrin. Þeir séu í raun sérhæfðir til að éta trénisríkasta fóðrið.40,41 Á þeim svæðum þar sem sebrahestar og jórturdýr lifa hlið við hlið, eins og t.d. í Serengeti-þjóð- garðinum í Tansaníu, sést þessi sérhæfing greinilega. Á grassléttun- um koma jórturdýrin á undan, þau minnstu fyrst, og velja næringar- ríkustu blöðin en hin stærri í kjölfarið. Sebrahestamir reka lestina og éta það sem eftir stendur, grófustu hluta grasplöntunnar, sjálf stráin.42 SAMBÝLI VIÐ MENN Samskipti manna og hesta ná mörg þúsund ár aftur í tímann. Hestar fara að birtast á hellaristum fyrir um 30 þúsund árum og veggjamyndir krómagnonmanna í Frakklandi og á Spáni sýna að hesturinn var veiddur til matar og húðir notaðar fyrir 15 þúsund árum.25 Hvenær menn fóru að nota hesta sem húsdýr og temja þá er hins vegar ekki vitað með vissu. Sumir telja að hestar hafi verið í þjónustu mannsins í um 6 þúsund ár og benda á minjar frá Dereivka í Ukraínu þar sem hestar koma mikið við sögu.25 Aðrir telja hins vegar að þar hafi hestar trúlega einungis verið notaðir sem fæða en ekki verið tamdir.43 Bent hefur verið á að tamning hesta og ræktun þeirra hafi ekki endilega farið saman. Veiðar á villtum hestum hafa líklega leitt til þess að stakir einstaklingar, trúlega oftast folöld, hafi verið fangaðir og haldið eftir, fyrst til skemmtunar en síðar tamdir til nota við vinnu.43 Á hauskúpum frá Dereivka í Ukraínu (um 4000 f.Kr.) má greina slit á tönn- um hesta, sem hugsanlega getur verið vegna notkunar reiðtygja.44,45 Ef það er rétt þá virðast hestar fyrst hafa verið notaðir til reiðar áður en þeir voru settir fyrir vagna þar sem hjólið var ekki komið fram á þeim tíma.43'46'47 Levine bendir hins vegar á að elstu áreiðanlegu heimildirnar um tamda hesta séu ekki eldri en frá um 2000 f.Kr., frá Sintashta- Petrovka-menningunni í Krivoe Osero á Ural-steppunum í Ukra- ínu.43 Þar hafa fundist grafir þar sem menn hafa verið grafnir með hestum og hestvögnum. Þekkingin á notkun hestvagna virðist síðan hafa breiðst hratt út því að frá um 1250 f.Kr. er minjar um hestvagna víða að finna, allt frá Grikklandi til Kína.10,44 Talið er að velgengni og útbreiðslu manna á steppum Evrópu og Asíu, svo og hina miklu útbreiðslu indó- evrópskra mála, megi fyrst og fremst þakka því að mönnum á svæðinu tókst að temja hestinn.10'48 Lengi var talið að uppruna helstu húsdýranna, svo sem hesta, naut- gripa og sauðfjár, mætti rekja til ákveðins staðar og tíma og að þekkingin hefði síðan borist þaðan til annarra svæða. Þannig hefur upp- runi geita sem húsdýra verið rakinn til Zagros-fjallanna í Suðaustur- Tyrklandi og Norður-Sýrlandi fyrir um 10 þúsund árum.49 Nýjar rann- sóknir á erfðaefni hvatbera eru hins vegar að gerbreyta þessari mynd.50 112

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.