Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 47
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Hreinn Óskarsson og Gunnar Tómasson
Tilraun til að nýta
SNJÓTITTLINGA VIÐ
DREIFINGU Á REYNIVIÐARFRÆI
Reyniviður (Sorbus aucoparia) er trjátegund sem vaxið hefur hér á landi frá
ísöld að talið er. Tegundin sáir sér með hjálp fugla sem éta ber hennar.1 Eins
og fram kom í fjölmiðlum veturinn 2004-2005 hafa snjótittlingar verið
fóðraðir á reyniberjum með það að markmiði að dreifa reynifræi á illa
grónu landi.2 Eru reyniber þá hnoðuð saman við hrossatólg og þau lögð á
ógróin svæði.
Fæðuval snjótittlinga er breyti-
legt eftir árstíðum. Á veturna
eru fræ, t.d. mel- og grasfræ,
algengasta fæðan auk matargjafa frá
mannfólkinu. I fóarni snjótittlinga,
eins og flestra fugla sem lifa á tor-
meltri fæðu, eru smásteinar, sýrur
og ensím sem melta fræ. Steinamir
eru nauðsynlegir fræætum því þær
þurfa að mylja fræið til að ná orku úr
því. Sem dæmi má nefna að snjó-
tittlingar ná auðveldlega að melta
kurlaðan maís, sem er margfalt
stærra fræ en hin örsmáu reynifræ.
Sturla Friðriksson3 fann fræ og
fræleifar í fóami snjótittlinga sem
hann veiddi í Surtsey vorið 1967. Þar
var helst að finna fræ með þykka
fræskel sem fuglarnir höfðu borið
frá nálægum löndum, og spíraði
hluti þeirra.3 Sá galli er hins vegar á
athugun Sturlu að hann athugaði
ekki hvort fræ væri að finna í driti
fuglanna.
Til að komast að því hvort
útburður á fræi fyrir snjótittlinga sé
vænleg aðferð í skógrækt eða
landgræðslu var gerð fóðrunar-
tilraun á snjótittlingum sem sagt er
frá hér.
Leyfi fyrir athuguninni var fengið
frá Umhverfisráðuneytinu eftir um-
sögn frá Náttúrufræðistofnun ís-
lands, en leyfi þarf til að handsama
fugla á íslandi hvort sem það er gerð
í rannsóknaskyni eður ei.
Efni og aðferðir
Þartn 6. aprfl 2005, kl. 14:00, voru sex
snjótittlingar veiddir í gildru í
Asparlundi í Biskupstungum. Fugl-
arnir voru merktir með álmerkjum
frá Náttúrufræðistofnun íslands og
vigtaðir. Fuglamir voru strax settir í
rúmgott búr (mál: 35x60x50cm) með
dagblöðum í botni og vatni. Búrið
var haft í köldu gróðurhúsi. Sam-
tímis voru settar inn mörkökur,
önnur með hreinsuðu reynifræi
(kakan var 20 g) og hin með
mörðum reyniberjum (48 g). Fugl-
arnir sáust aldrei drekka en böðuðu
sig oft og því var skipt reglulega um
vatn.
Framvinda
Samdægurs kl. 18:15 höfðu fuglamir
kroppað lítilsháttar í báðar kökum-
ar. Kl. 07:00 þann 7. aprfl 2005 vom
kökumar teknar undan og skipt um
pappír í búrinu. Þá var búið að
kroppa öll sjáanleg fræ úr smærri
kökunni (hún hafði þá lést um 4 g)
en stærri kakan var sundurtætt
(uppsópið af henni var 40 g).
Dritsöfnun varaði allan tímann en
fuglamir voru án fæðu milli 07:00 og
12:00 þann 7. aprfl til að trufla ekki
dritsöfnun. Kl. 12:00 var sett maís-
korn inn til fuglanna sem þeir átu
stöðugt í um 10 mínútur.
Kl. 12:30 var fuglunum sleppt
eftir að þeir höfðu verið vigtaðir (sjá
töflu 1 um samanburð á þyngd við
veiði og sleppingu). Fuglunum var
öllum sleppt samtímis og ekkert
virtist þá ama að þeim.
Til að kanna hvort leifar heillegra
fræja fyndust í dritinu var því smurt
í þunnu lagi á hvítt blað og það síðan
athugað náið undir stækkunargleri.
Ekki gerist þörf á frekari stækkun til
að finna jafn stórgerð fræ eða
fræhluta og koma af reyni.
Niðurstaða
Við skoðun á driti því sem safnaðist
meðan fuglamir vom í haldi kom í
Náttúrufræðingurinn 73 (3-4), bls. 117-118, 2005
117