Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 51

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 51
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Skjálftavirkni á þessum slóðum er óvanaleg. Þann 26. desember varð stórskjálfti, sem mældist 8,9 á Richterkvarða, við norðvesturströnd eyjunnar Súmötru í Indónesíu. Jarðskjálftinn kom af stað gríðarlegum hafnarbylgjum (tsunami) sem gengu á land við strendur Indlandshafs og ollu feikilegu manntjóni og skemmdum. Talið er að um 300.000 manns hafi farist, langflestir af völdum flóðbylgjunnar. Jarðskjálftinn sást greinilega á öllum jarðskjálftamælum á íslandi. Skriður Mikið úrfelli varð á Norðurlandi dagana 20.-21. september. Mest rigndi aðfaranótt 20. september en þá mældust 81,5 mm á Kálfsárkoti í Ólafsfirði. Lækir og tjarnir bólgnuðu og líktust helst stórfljótum og stöðuvötnum, aurskriður runnu niður fjallshlíðar og vatn flaut inn í kjallara húsa á Ólafsfirði og olli skemmdum. I þessu veðri varð tjón á Múlavegi milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur er átta aurskriður féllu á hann. Hús og vegir skemmdust mikið í flóðum. Aurskriða sem féll á golfvöllinn olli tjóni á einni braut vallarins og eyðilagði vatnsbólið fyrir golfskálann og völlinn. Skurðir sem gerðir voru ofan Ólafsfjarðar í kjölfar mikilla skriðufalla árið 1988 björguðu því nú að ekki varð miklu meira tjón. Grdðurfar Hagstætt vor og gróðrartíð hafði þau áhrif að ýmsar tegundir jurta blómguðust fyrr en í venjulegu árferði. Frjókornamet í Reykjavík frá árinu 2003 var slegið í júnímánuði 2004. Þá mældust fleiri frjókorn en nokkru sinni áður frá því reglubundnar mælingar hófust árið 1988, eða 1086 frjó á rúmmetra. Heildarfjöldi frjókorna á Akureyri í júní var svipaður og árið 2003 en bæði árin reyndist frjómagn yfir meðaltali frá því mælingar hófust 1998. Ástand sjávar Sjór á Islandsmiðum var almennt nokkru hlýrri og saltari en í meðalári á hverjum árstíma. Hiti og selta Þverganga Venusar 8. júní 2004, frá Reykjavík 05:19 05:39 .Pyerganga hálfnuð 08:22 11*02 .11:23 m IV Þverganga Venusar Þann 8. júní bar Venus í sól frá jörðu séð. Þetta fyrirbrigði er kallað þverganga. Þverganga Venusar fyrir sól er sjaldgæf og varð síðast fyrir 122 árum svo enginn núlifandi maður hafði orðið vitni að fyrirbrigðinu. Veður var hagstætt víða á landinu og margir munu hafa fylgst með atburðinum. Þvergangan tók um sex tíma. Venus renndi sér inn á sólskífuna kl. 5:19 en hvarf út af herrni kl. 11:23 samkvæmt Almanaki Háskólans. Þetta er sjötta þvergangan sem rnenn hafa orðið vitni að. Þær fyrri voru árin 1639, 1761,1769, 1874 og 1882. Þvergöngur Venusar voru notaðar til að mæla fjarlægðina til sólar á sínum tíma og þá fengu menn fyrstu nasasjón af raunverulegri stærð sólkerfisins og vegalengdum í geimnum. yfirborðssjávar vestur af landinu var vel yfir meðallagi og svipað og árið 2003 þegar hæstu gildi í 30 ár mældust. Minna bar á útbreiðslu hlýsjávar fyrir norðan landið miðað við árið á undan. Botnhiti á íslenska landgrunninu var víðast um eða yfir meðallagi umhverfis allt landið. Skilyrði fyrir frumframleiðslu svifþörunga í yfirborðssjónum voru almennt hagstæð en átumagn var á heildina litið nokkuð undir meðallagi. Djúpt norðaustur og austur af landinu, á fæðuslóð norsk- íslensku síldarinnar, var hins vegar rnikið af átu. Þjdðarblómið Landsmönnum var gefinn kostur að taka þátt í vali á þeirri plöntutegund sem þeir teldu helst verðuga að bera sæmdarheitið þjóðarblóm íslands. Plöntu sem gæti haft táknrænt gildi, þjónað sem sameiningartákn og sem nýta mætti í kynningar- og fræðslustarfi bæði hér á landi og á erlendum vettvangi. Val þjóðarblóms var að frumkvæði landbúnaðarráðuneytisins en Landvernd hafði umsjón með verkefninu. Tuttugu tegundir voru kynntar til leiks um mitt sumar og um haustið var efnt til skoðanakönnunar meðal almennings. Eftir spennandi og harða keppni varð holtasdleyin (Dryas octopetala) hlutskörpust. Ljósm. Hörður Kristinsson 121

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.