Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 55
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Sigurður Björnsson
1. mynd. Vikurdyngjur á Sléttubjörgum, mest frá 1362. Ljósm./photo: Sigurður Björnsson 30. 8. 1996.
GOS í ÖRÆFAJÖKLI 1362
Flestum íslendingum mun
kunnugt um að árið 1362 er
talið að orðið hafi mesta vikur-
gos sem vitað er af hérlendis frá því
land byggðist og að það kom úr
Öræfajökli. Ekki er þó til nema ein
samtímaheimild um það sem þá
gerðist, enda eru heimildir um ná-
lægan tíma fátæklegar. Má sem
dæmi nefna að fundist hafa öskulög
sem sanna að stórkostleg gos hafa þá
orðið en hvergi er þeirra getið. Talið
er að þessi heimild hafi verið skrifuð
norðanlands en er þó kennd við
Skálholt og nefnist Annálsbrot frá
Skálholti. Hún hljóðar þannig:
„Eldur uppi í þremur stöðum fyrir
sunnan, og hélst það frá fardögum til
hausts með svo miklum hýsnum, að
eyddi allt Litlahe'rað og mikið afHorna-
firði og Lónshverfi, svo eyddi 5 þing-
mannáleiðir. Hér með hljóp Knappa-
fellsjökull fram ísjó, þar sem var þrítugt
djiíp, með grjótfalli, aur og saur, að þar
urðu síðan sléttir sandar. Tók og aftvær
kirkjusóknir með öllu, að Hofi og Rauða-
læk. Sandurinn tók í miðjan legg á
sléttu, en rak saman í skafla svo að varla
sá húsin. Öskufall bar norður um land
svo að sporrækt varð. Það fylgdi og
þessu að vikurinn sást reka hrönnum
fyrir Vestfjörðum að varla máttu skip
ganga fyrir."1
Þama er örstutt lýsing á því sem
gerðist, greinilega höfð eftir sjónar-
votti og aðeins það sem sagt er um
eftirstöðvar flóðsins getur orkað tví-
mælis og verður að því vikið síðar.
Sá sem sagði ritaranum frá, mun
ekki hafa gert sér grein fyrir að vik-
urirtn hefur þjappast saman undir
fæti hestsins og hann því verið
þykkari en þama kemur fram eða
eins 30-40 cm og Sigurður Þórarins-
son taldi. En þama er ekki getið um
manntjón af völdum gossins, sem
eðlilegt er að hefði verið gert, ef
orðið hefði. Fleiri annálar geta um
þetta gos2 en em flesúr skrifaðir ára-
tugum og öldum semna og af mönn-
um sem ekki munu hafa þekkt til á
Suðausturlandi. Þeir mimiast ekki á
vikurinn en telja að flóð hafi eytt
sveitinni. Þeir vom í raun og vem að
lýsa atburðum sem gerðust fáum
ámm fyrir gosið í Öræfajökli 1362 og
verður þeirra seinna getið.
Náttúrufræðingurinn 73 (3-4), bls. 125-132, 2005
125