Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 59

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 59
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 6. mynd. Kvísker. Kambsmýrarkambur í fjarska. Ljósm./photo: Sigurður Björnsson líður virðist sem í Öræfasveit hafi haldist furðu rétt sögn um atburði sem gerðust skömmu áður en Öræfajökull gaus, en gæti ekki hafa geymst ef allir í sveitinni hefðu farist í gosinu. FÓLK KEMUR AFTUR Fyrsta heimild um að aftur sé komið fólk í Öræfi, er máldagi Hofskirkju frá 1387 sem talinn er ritaður af Mikael biskupi í Skálholti eða skrif- urum hans. Hann hljóðar þannig: „Klemenskirkja að Hofi í Héraði á heimaland hálft með öllnm gögnum og gæðum inn að Kotá, sem fellur fyrir innan Kúabakka og sjónhending upp í þaðgljúfitr við neðanvertfjallið sem stí á fellur tír og upp í mitt Rótarfjall, á móts við Sandfellsmenn. Hofá land austur að gljúfri því sem Gljúfursá fellur úr og í Hamarenda og síðan óslitið land út í Ingólfshöfða. Item Ingólfshöfða allan að tveim hlutum fráteknum fuglbergs sem eignaður er annar kirkjunni á Eyrar- horni, þriðji kirkjunni á Rauðalæk, Hofá allan reka frá Salthöfðafjöru að Ingólfs- höfða."16 Máldaginn er nokkru lengri, því sagt er frá því sem var innan kirkju, en hann endar þannig: „Fjórir bæir liggja undir til tíundar." Það er alveg ljóst að biskup hefur talað við martn sem var kunnugur á Hofi áður en gosið kom og vissi um örnefni, þegar hann samdi mál- dagann. I máldaga Hofskirkju frá 134317 er ekkert sagt um mörk Hofs- lands svo ekki hefur biskup upplýs- ingar sínar þaðan. Hann veit líka skil á fjörunum og nefnir Salthöfðafjöru, sem ekki kemur fram í rituðu máli áður. (I Breiðármáldaga18 er getið um fjöru fyrir Salthöfða, en ekki með nafni). En Salthöfðafjara hefur tilheyrt jörð nærri Salthöfða þó það væri gleymt 1712 þegar Isleifur sýslumaður var að skrá eyðibýli. Ingólfshöfði hefur verið ein verð- mætasta eign Rauðalækjarkirkju eftir gosið, því af honum hefur vikurinn fokið fljótt og því verið góð beit þar, en þar sem hann var kirkju- eign hefur biskup talið að hann mætti færa þá eign til Hofskirkju, eins og áður hafði verið gert með 1973. kvikfénað Jökulfellskirkju og Hnappavallakirkju er hann var færður til annarra kirkna, og jafnvel klukkur og skrúði, en hann gekk þó ekki svo langt að færa fuglabjargið þangað þó sumir virðast hafa haldið það, þar sem rætt var um allan Ingólfshöfða. En það er líka fjallað um Ingólfshöfða í Rauðalækjar- máldaga8 og sagt að af honum eigi Eyrarhom tvo fimmtu, en Rauða- lækjarkirkja eigi þrjá fimmtu og allt fuglbergið. Það er því Ijóst að á báðum stöðum er átt við graslendið. Ekki kemur fram hverjir þessir fjórir bæir voru sem lágu undir Hofskirkju til tíundar. Hofsmáldagi hefur verið tortryggður af fræði- mönnum,319 að því er mér virðist vegna þess að eignir Rauðalækjar gengu seinna til Sandfells en þar er ekki vitað um að prestur hafi verið fyrr en nálægt 1500. Að vísu er heldur ekki vitað um prest á Hofi, sem þar mun þó hafa verið á vegum bóndans, en Hofskirkja átti hálfa jörðina. Og í millitíðinni náði biskup eignarhaldi á allri jörðinni, þ.e. 1488, en seldi hana svo 1525, svo að þessi tortryggni virðist hafa haft við hæpin rök að styðjast. Mikael bisk- upi hefur því verið vandi á höndum ef hann ætlaði að láta sumt af eign- um Rauðalækjarkirkju verða að einhverju gagni þegar Rauðilækur var fallinn úr byggð. Niðurstaðan er sú að strax árið 1387, eða 25 ámm eftir gos, hafi verið komið fólk að Hofi og á a.m.k. fjóra aðra ónafngreinda bæi í sveitinni. FÍVAR VAR GOSIÐ? Engin heimild er til um það, hvar úr Öræfajökli gosið kom árið 1362, en virði maður fyrir sér gott kort af Öræfajökli kemur í ljós að slétta er milli Hnapps og Hvannadalshnúks og er hún um 4 km á þann veg en 2 km á hinn veginn. Undir þessari sléttu er vitað um öskju og menn hafa ætlað að úr henni hafi gosið 1362 komið.3 Það munu menn hafa haldið vegna annálanna, sem telja að vatnsflóð hafi sópað allri byggðinni burt, en til þess hefði þurft flóð sem ekki hefði getað myndast annars staðar en í öskjunni. En ljóst er að á þeim tímum sem annálamir voru ritaðir, hafa menn haft óljósar sagnir um gosið 1362 fyrst aðeins einn þeirra minnist á vikurfallið. En hvar kom þá gosið úr fjallinu? Merki um stærsta flóð sem komið hefur frá Öræfajökli eru milli Svínafells og Sandfells, og áleit Sigurður Þórarinsson3 að þau mundu hafa verið eftir hlaup frá 1362, en því miður gaf hann sér ekki tíma til að aldursgreina þær minjar. 129

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.